Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 16
Amerískt á rússnesku: Þrír liðsmenn bandarísku sveitarinnar stinga saman nefjum: Alexander Ivanov, Boris Gulko og Anatoly Lein. sem þau hefðu verið stimpluð og ofsótt. Það var því óhugsandi fyrir mig. Þú komst svo úr landi 1986. — Ég hélt alltaf í vonina um að fá að fara. Nafni mínu var haldið á lofti á Vest- urlöndum og yfirvöld voru undir þrýst- ingi frá stuðningsmönnum mínum í skák- hreyfmgunni víða um lönd, m.a. hér á íslandi. — Eftir að Gorbatsjov tók við völdum breyttist margt og ég fékk að vita í ársbyrj- un 1986 að ég fengi að flytjast úr landi eftir nokkra mánuði. Mér hafði þá þegar verið boðið að setjast að í Bandaríkjunum. Það getur enginn ímyndað sér hversu mikill léttir það var að geta aftur um frjálst höfuð strokið eftir „hin sjö glötuðu ár“. Breyt- ingin varð skyndileg og yfirgengileg við komuna til Bandaríkjanna, en sem betur fer höfðum við búið okkur vel undir hana. Að fá sjálfur að ráða lífi sínu var undraverð breyting. Ég fékk strax við komuna fjár- stuðning frá styrktarsjóði skákmanna og var boðinn velkominn í framvarðarsveit skákmanna í mínu nýja heimalandi. Enn sem komið er hefur allt gengið mjög vel. Skáklíf í austri og vestri. Þar hlýtur að vera ólíku saman að jafna. — Eins og svart og hvítt. Það sem mað- ur tekur strax eftir vestanhafs er að skákin stendur höllum fæti í samanburði við margskonar aðra tómstundaiðju. Áhugi meðal skólabarna er yfirleitt mikill, en þegar þau eldast tekur oftast annað við, enda er ekki mikið lagt upp úr markvissri þjálfun. Það vakti athygli mína í hinu nýja heimalandi að fólk getur valið um svo margt að gera í frístundum sínum, t.d. er mikið um skemmtigarða og heilsuræktar- stöðvar. Atvinnumennska í skák höfðar ekki til ungra Bandaríkjamanna enda verða fáir ríkir á henni. Flestir sjá skákina einungis sem tómstundagaman. I Sovét- ríkjunum er lögð mun meiri áhersla á at- vinnumennsku. Þegar menn ná vissum styrkleika geta þeir eytt miklum hluta tíma síns í skákiðkun og eiga þess e.t.v. kost að komast til útlanda og vinna sér inn gjaldeyri. Skáklífið er vel skipulagt og „Ég vissi að efég tœki boði Karpovs yrði ég háðurhonum og skósveinum hans eftirleiðis, ófrelsi mitt yrði því engu minna en áður. “ mikil áhersla á þjálfun ungmenna. Þau stunda skákina vel, enda ekki alltaf um margt annað að velja. Það vekur athygli að skáksveit Banda- ríkjamanna hér í Stórveldaslagnum er að hálfu skipuð meisturum sem eru nýflutt- ir að austan. Er hugsanlegt að Banda- ríkin muni með sama áframhaldi skjóta Sovétmönnum ref fyrir rass? — I dag virðist mér það óhugsandi. Skákin stendur mjög traustum fótum í Sovétríkjunum. Skákiðkun á sér langa hefð. I öllum bæjum og borgum eru starf- andi skákklúbbar og stundum er ekki um mikið annað félagslíf að ræða. Þannig er mikill fjöldi öflugra skákmanna um öll Sovétríkin sem lengi hefur beðið eftir stóra tækifærinu. Nú hafa möguleikar þessara manna rýmkast og þeir flykkjast í stríðum straumi vestur á bóginn á skák- mót. Menn verða að gera sér grein fyrir því hversu gífurlegur fjöldi það er sem hefur fengið þjálfun sem atvinnumenn um árabil. Þjóðir sem byggja skáklíf sitt á áhugamennsku geta ekki séð við þessu. ar með var tíminn búinn. Gulko átti ólokið erindi við landa sína fyrrver- andi og var fyrr en varði kominn í hróka- samræður við þá. Ekki varð annað séð en vel færi á með honum og sovésku meistur- unum. Skyldi einhver þeirra vera skó- sveinn Karpovs? 0 16 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.