Þjóðlíf - 01.04.1990, Page 25
NYJA UTSVARIÐ:
HVÍLÍKT KLÚÐUR
GUÐMUNDUR JÓNSSON SKRIFAR FRÁ LUNDÚNUM
Lara Phelps, 8 ára, í mótmælaaðgerðum í
Dorchester.
um,“ sagði lögregluþjónn í Dorchester í
Suður-Englandi. „Lögreglustjórinn sem
er eldri en ég segist heldur ekki muna eftir
öðru eins.“
Ekkert mál um þessar mundir veldur
stjórninni jafn miklum óvinsældum
meðal fólks og nýja útsvarið. í Vestur-
Oxfordsýslu sögðu 18 sýslunefndarmenn
sig úr Ihaldsflokknum sem missti þar með
meirihlutastjórn sína þar. Stjórnarliðar
eru að vonum óstyrkir og reyna að telja
fólki trú um að það séu víða einkum öfga-
sinnaðir vinstrimenn sem standi fyrir
mótmælunum. Annað atriði sem stjórnin
óttast er að margt fólk neiti að borga skatt-
inn, en háværar raddir hafa verið um slíkt.
í Skotlandi var skatturinn innleiddur á
síðasta ári og hafa margir enn ekki borgað.
Spurning er hvort hinir löghlýðnu Eng-
lendingar munu sýna skattinum jafn
mikla andspyrnu og þeir fyrir norðan.
0
„Við borgum ekki, við
borgum ekki“. Nýja
útsvarinu mótmælt fyrir
utan hús
borgarhverfísstjórnar í
Hackney, London.
meira en þegar gamli skatturinn var í
gildi. Margt fátækt fólk mun eiga í erfið-
leikum með að borga skattinn. Ríkasti
maður Bretlands, að konungsfjölskyld-
unni undanskilinni, er hertoginn af
Westminster, sem nú borgar jafn hátt
útsvar og hver annar. Honum finnst ægi-
legt hvernig komið er fyrir sumum leigj-
endum sínum og ætlar að hjálpa upp á
greiðsluna á næsta ári.
I febrúar og mars ákváðu sveitarstjórnir
um allt land álagningu nýja útsvarsins
fyrir næsta fjárhagstímabil og urðu svo
mikil mótmæli og uppþot víða um land að
annað eins hefur ekki sést síðan í efna-
hagskreppunni í byrjun síðasta áratugar.
Til ryskinga kom milli lögreglu og mót-
mælenda í mörgum borgum, ruðst var inn
á borgarstjórnarfundi og sums staðar
leystust þeir upp. Mótmælin nú eru þó
frábrugðin þeim fyrir áratug því að þau
eru ekki bundin við aðþrengt fólk í stór-
borgum heldur ná einnig til friðsælla bak-
landa íhaldsflokksins. „Það hefur ekki
verið mótmælaganga hér í manna minn-
Eitt af kosningaloforðum íhaldsflokks-
ins í Bretlandi fyrir þingkosningarnar
1987 var að afnema gamla útsvarið og
innleiða nýjan og „sanngjarnari“ skatt
sem gerði sveitarstjórnir fjárhagslega
ábyrgari. Þennan skatt, sem fljótlega var
farið að kalla „poll tax“, átti að innleiða
hægt og rólega svo að sem minnst röskun
fylgdi honum.
Stjórnin hefur brugðist í öllum þessum
atriðum. Skatturinn á að standa undir
stórum hluta útgjalda hjá sveitarfélögum,
en útgjaldaáætlanir stjórnarinnar hafa
ekki staðist og hafa sveitarstjórnir hver af
annarri samþykkt að leggja á miklu hærri
skatt en ríkisstjórnin gerði ráð fyrir. Hún
reiknaði upphaflega með að skatturinn
yrði að meðaltali 256 sterlingspund en
hann virðist ætla að verða 345 pund eða
35% hærri. Það er langt í frá að sveitar-
stjórnir sem lúta stjórn Verkamanna-
flokksins séu þær sem fara yfir áætlun
stjórnarinnar eins og haldið var fram af
stjórnarliðum framan af, því að í ljós hefur
komið að sveitarstjórnir þar sem íhalds-
menn ráða hafa líka farið
langt yfir mark stjórnar-
innar.
Skoðanakannanir
sýna að flestum finnst
skatturinn mjög ósann-
gjarn. Þetta er nefskattur
sem leggst á alla 18 ára og
eldri, snauða sem ríka,
en undanþágur eru
nokkrar fyrir öreiga og
tekjulítið fólk. Upphæð-
in er misjöfn eftir sveit-
arfélögum og fer eftir
fjárhag á hverjum stað og
hversu miklum styrk
þau eiga rétt á frá stjórn-
inni. Samkvæmt einni
könnun mun meðal-
heimili borga þriðjungi
ÞJÓÐLÍF 25