Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 43
Oscar Wilde í New York 1882. „í lífínu er eitt litríkt — svndin
de orðið að minnsta kosti fimm
sinnum alvarlega ástfanginn af
snótum vesturheims.
Sagt hefur verið um Oscar Wil-
de að hann hafi uppgötvað það
síðastur af öllum að hann væri
samkynhneigður. I nýjustu og
ýtarlegustu ævisögu hans, bók
Richards Ellmanns, sem kom út
fyrir nokkrum misserum, er því
haldið fram að Wilde hafi í fyrsta
sinn átt kynferðislegt samneyti
við karlmann í Oxford árið 1886.
Wilde var þá giftur maður en ekki
ýkja hamingjusamlega, hann mun
hafa lýst því yfir að kona sín
reyndi stöðugt að hefta frelsi sitt.
Þau áttu tvo syni.
Það var ungur aðalspiltur að
nafni Robert Ross, sem dró Wil-
de á tálar í Oxford. Og eftir það
var Wilde í stöðugum sambönd-
um við pilta undir tvítugu. Árið
1891 kynntist hann verðandi elsk-
huga sínum Alfred Douglas, sem
þá var tvítugur. Douglas þessi,
sem gekk undir nafninu „Bosie“ átti sér
skrautlega sögu, hann hafði átt í mörgum
ástarævintýrum við eldri karlmenn og
hafði af því sérstaka nautn að hneyksla
ráðsetta aðalsfjölskyldu sína. Bosie þessi
varð þess heiðurs aðnjótandi að fá mörg
Sömuleiðis fór Wilde að venja
komur sínar í Piccadillystræti þar
sem hópur snöfurlegra pilta seldi
ást sína. Þetta vakti fljótt athygli
enda Wilde víðfræg persóna í
Lundúnaborg. Hann var dreginn
fyrir rétt ákærður um samkyn-
hneigð og fundinn sekur. Hann
var dæmdur til þrælkunarvistar,
25. maí 1895 og sat í fangelsi í alls
tvö ár.
tjarna Oscars Wildes hneig
eins skjótt og hún reis, hann
var afhrópaður í einni sviphend-
ingu af Lundúnaaðlinum, bækur
hans fjarlægðar úr bókabúðum og
leikrit hans ekki lengur tekin til
sýningar í leikhúsum. Eftir að
hann var laus úr haldi flýði hann
til Parísar og bjó þar til dauða-
dags, tannlaus orðinn af langvar-
andi eiturlyfjaneyslu. Síðustu
mánuðina þjáðist hann af óbæri-
legum höfuðkvölum, sem drógu
hann til dauða. Þær mátti rekja til
slyss á eyra, sem hann hafði orðið
fyrir í fangavist sinni, og hafði meinið leitt
inn í höfuðið. Hann átti ekki einu sinni
fyrir læknishjálp og skömmu fyrir andlát
sitt sagði hann:
„Ég lifði um efni fram og núna dey ég
um efni fram“. ()
í grískum þjóðbúningi í Grikklandsferð 1877.
ástarbréf frá Oscari Wilde, sem hann hafði
mikið yndi af að lesa úr í ýmiss konar
félagsskap í Lundúnaborg. Ástarbréf
Wildes urðu þannig fljótlega á hvers
manns vörum, þrungin tilfinningasemi og
ástarjátningum til hins tvítuga aðalspilts.
ÞJÓÐLÍF 43