Þjóðlíf - 01.04.1990, Side 10

Þjóðlíf - 01.04.1990, Side 10
Hæstiréttur. Dómar réttarins, sem byggðir eru á hinum fræga úrskurði Mannréttindadómstóls- ins, hafa orðið til þess að embætti Sakadóms í ávana- og fikniefnamálum verður lagður niður. lýsingum til fjölmiðlakonunnar um rann- sóknina þá um vorið. Fíkniefnalögreglan heyrir undir lögreglustjórann í Reykjavík en Rannsóknarlögregla ríkisins er sérstök stofnun. Desemberrannsóknin leiddi í ljós hvaða lögreglumaður veitti upplýsingarnar en ekkert frekar var aðhafst í þeim þætti málsins. — Enda ekki ástæða til að ætla að trún- aður hafi verið brotinn af hálfu fíkniefna- lögreglunnar, segir Egill Stephensen. í síðari rannsókninni drógu stúlkan og maðurinn úr hlutdeild fjölmiðlakonunnar í meinsærinu og sögðu nú að hún hefði lítið sem ekkert skipt sér af málinu. Þegar upp var staðið ónýttist meinsær- iskæran. í lögum segir að ákærður ein- staklingur þurfi ekki að bera vitni gegn sjálfum sér og það varðar ekki við lög þótt sá ákærði segi rangt frá sinni aðild. Fyrir dómi hefðu orð stúlkunnar staðið gegn orðum yfirmannsins og eindregin neitun fjölmiðlakonunnar tryggði að meinsæris- þátturinn var úr sögunni. Ríkissaksóknari ákærði yfirmanninn í mars síðastliðnum fyrir kaup og neyslu kókaíns. Líklegt er að manninum verði boðin dómssátt eins og tíðkast þegar um er að ræða kaup á fíkniefnum til eigin neyslu. Sektin sem honum verður gert að greiða verður á bilinu 14 til 18 þúsund krónur. Mennirnir þrír sem ákærðir verða fyrir innflutning á einu kílói af kókaíni í nóv- ember 1988 eiga yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist, verði þeir sekir fundnir. Tveir játuðu aðild að smyglinu og lögregl- an telur þann þriðja vera höfuðpaur. Hann er háskólanemi á þrítugsaldri og neitar staðfastlega hlutdeild að smyglinu. Þriðji maðurinn er ráðgáta. Hann var handtekinn 11. maí 1989 og sat í gæslu- varðhaldi fram í desember, lengst af í ein- angrun í Síðumúlafangelsinu en síðustu INNLENT Lögreglan kallaði stúlkuna aftur til yfir- heyrslu og gengið var úr skugga um að hún stæði við fyrri framburð. Það gerði hún og bætti um betur og lýsti því hvernig yfirmaðurinn hefði reynt að fá hana til að taka alla sökina á sig. Um kvöldið var fjölmiðlamaðurinn yfirheyrður í annað sinn. Hann tók þann kostinn að játa fíkni- efnakaupin og útskýrði hvernig viðskiptin fóru fram. Þá var maðurinn spurður hvort hann hefði gert tilraun til að fá undir- manninn til að taka alla sökina á sig. Hann játti því einnig og losnaði úr prísundinni um miðnætti. Maðurinn réttlætti athafnir sínar með þeim orðum að hann hafi fyllst skelfingu er hann frétti af framburði stúlkunnar og óttast mjög um sína framu'ð og þess fyrir- tækis sem hann var einn aðalstofnandinn að. Hann leitaði ráða hjá vinkonu sinni sem er þekkt fjölmiðlakona. Fjölmiðla- konan hefur sambönd í fíkniefnalögregl- unni og hún notaði þau til að fá vitneskju um yfirheyrsluna á undirmanninum. Þegar það var staðfest fóru þau á stúfana og eltu stúlkuna uppi þar sem hún var í samkvæmi hjá vinafólki. Þau tvö ræddu um stöðu mála við stúlkuna, bæði í sam- kvæminu og í bíltúr daginn eftir. í yfirheyrslum bar stúlkunni og mann- inum saman um að fjölmiðlakonan hefði komið með ýmsar tillögur um hvernig heppilegast væri að fría manninn af mál- inu, meðal annars að stúlkan drægi fyrri framburð til baka og gengist sjálf við af- brotinu. Hér þóttist lögreglan hafa afger- andi vitnisburð um meinsæri, en það er talið alvarlegt brot að ljúga sök á saklausa og varðar allt að 10 ára fangelsi. Aftur á móti neitaði fjölmiðlakonan frá fyrstu stundu að hafa átt nokkra aðild að meinsæri. Hún kannast við að hafa spurst fyrir um málið hjá fíkniefnalögreglunni og verið með manninum í samkvæminu og í bílnum daginn eftir en um önnur afskipti hafi ekki verið að ræða. Eftir yfirheyrslurnar í maílok var málið sent embætti ríkissaksóknara. Lögreglan kærði stúlkuna fyrir sölu og dreifíngu á fíkniefnum, yfirmanninn fyrir kaup og neyslu á fíkniefnum og þátt í meinsæri, fjölmiðlakonuna fyrir þátt í að hvetja til rangs framburðar. Saksóknari sem fékk málið til meðferð- ar, Egill Stephensen, var ekki ánægð- ur með rannsókn fíkniefnalögreglunnar. í desember fyrirskipaði hann framhalds- rannsókn. Rannsóknarlögregla ríkisins fékk málið í hendur þar sem grunur lék á að einhver í fíkniefnalögreglunni hefði framið trúnaðarbrot með því að leka upp- 10 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.