Þjóðlíf - 01.04.1990, Side 8
STORA SKRYTNA
KÓKAÍNMÁLIÐ
Fíkniefnadómari út í kuldann. Embœttið lagt niður. Asgeir Friðjónsson dómari:
„Lögfrœðilegir loftfimleikar“. Þriðji maðurinn neitar sakargiftum. Sat í hálft ár í
fangelsi. Er þriðji maðurinn höfuðpaurinn í málinu eða er hann negldur
saklaus? — Yfirmaður fjölmiðlafyrirtœkis ákœrður fyrir kókaínneyslu.
Meinsœrisákœra felld niður af tœknilegum ástœðum og þekkt
dagskrárgerðarkona sleppur fyrir horn. RLR rannsakar leka hjá
fíkniefnalögreglunni.
etta hefur verið óvenjulegur vetur hjá
Ásgeiri Friðjónssyni sakadómara í
ávana- og fíkniefnamálum. Hann hefur á
skrifstofu sinni í lögreglustöðinni við
Hverfisgötu mátt horfa upp á að mál, sem
hingað til hafa verið á hans könnu, eru
tekin frá honum og færð annað. Til að
kóróna allt saman ætlar dómsmálaráð-
herra að leggja niður fíkniefnadómstólinn
núna í vor.
PÁLL VILHJÁLMSSON
Tvívegis í vetur hefur Hæstiréttur
dæmt að Ásgeir, sem fær lofsamlega um-
sögn lögfræðinga er við hann skipta, skuli
víkja úr dómarasæti þegar réttað er í mál-
um sem hann hafði afskipti af á meðan
lögreglurannsókn stóð yfir. í fyrra tilfell-
inu hafði Ásgeir þegar fellt 4 ára fangelsis-
dóm yfir manni fyrir sölu og dreifingu á
kókaíni. Dómurinn var ógiltur af Hæsta-
rétti og réttað að nýju í málinu og var
maðurinn þá dæmdur í tvö og hálft ár í
fangelsi. I seinna tilfellinu er ekki búið að
dæma í máli karls og konu, sem ákærð eru
fyrir smygl á hassi, og nýr dómari mun
taka sæti Ásgeirs.
Samvinna lögreglu og dómara við
málsrannsókn gerir dómarann vanhæfan
til að fella óhlutdrægan dóm, er álit
Hæstaréttar.
Ásgeir er ósáttur við niðurstöðu Hæsta-
réttar í seinna tilfellinu og kallar hana
„lögfræðilega loftfimleika“. Þar á hann
við að í dómi Hæstaréttar segir að ákærðu
höfðu „ástæðu til að ætla“ að fíkniefna-
lögreglan starfaði undir stjórn Ásgeirs
vegna lagaákvæðis sem fellt var úr gildi
nokkrum vikum eftir að rannsókn hófst.
Stóra kókaínmálið er upphafið að vand-
ræðum Ásgeirs. í desember á liðnu ári
ógilti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurð
Ásgeirs yfir manni sem er ákærður fyrir
það að vera aðalmaðurinn í stóra kókaín-
málinu. Ásgeir hafði fallist á kröfu lög-
reglu og saksóknara um það að maðurinn
skyldi geymdur á bakvið lás og slá þangað
til dómur yrði kveðinn upp.
Urskurð um gæsluvarðhald byggði Ás-
geir á 4. lið 67. greinar laga um meðferð
opinberra mála sem heimilar varðhald yfir
grunuðum manni ef ætla má að brot hans
varði að minnsta kosti tveggja ára fangelsi.
Lagagreininni er sjaldnast beitt nema
þegar um er að ræða manndrápsmál eða
alvarleg kynferðisafbrot.
Það stóð til að Ásgeir dæmdi í stóra
kókaínmálinu og sökum umfangs þess
hafði hann fengið til liðs við sig tvo aðra
dómara, sem er einsdæmi í 17 ára sögu
fíkniefnadómstólsins.
Neyslan feryfirleitt þannigfram að sogið erígegnum rör, t. d. peningaseðil upp ínösina. „Fínni“
neytendur hafa alls konar gyllt tól, t.d. rakvélablað, við þegar þeir stússa í neyslunni.
8 ÞJÓÐLÍF