Þjóðlíf - 01.04.1990, Síða 30

Þjóðlíf - 01.04.1990, Síða 30
MENNING Þennan fyrsta vetur fór hún í hæfniprófun fyrir skólaleikritið og var óvænt valin í aðalhlutverkið, þó hún skildi ekki fylli- lega hvað hún var að segja. Leikritið fjall- aði um stúlku sem ólst upp í klaustri, og hún var talin tilvalin í hlutverkið. Þarmeð gerbreyttust viðhorfin. Hún varð alltíeinu stjarna í skólanum og fékk góða dóma í skólablaðinu. Við það öðlaðist hún aukið sjálfstraust. Vitanlega var það leikstjóran- um að þakka hversu vel tókst til, en Kristjana uppgötvaði að hún gat leikið. Það leiddi til þess að hún fékk brennandi áhuga á leiklist og var yfirleitt valin í eitt- hvert hlutverk í öllum leiksýningum skól- ans. Eftir fyrsta veturinn í menntaskóla fór hún að leika útí bæ og bauðst tækifæri til að fylgjast með frægasta Shakespeareleik- flokki Bandaríkjanna í Ashland í Oregon, en þar er árlega haldin mikil Shakespeare- hátíð með mörgum frægum leikurum. Leikhúsið í Ashland er nákvæm eftirlík- ing Globe-leikhússins í Lundúnum og þar sýnd fimm til sex verk meistarans á hverju sumri. Ein leikkonan fékk Kristjönu til að gæta tveggja ungra barna fyrir sig, en á kvöldin gat hún sótt allar æfingar flokks- ins og var ákaflega lærdómsríkt, enda mikill munur á sýningunum í Ashland og skólasýningum í Corvallis. Hún kynntist flestum leikaranna og leikstjóranum, Angus Bomer, sem bauð henni að koma aftur að ári og gangast undir hæfniprófun. Eftir sumarið settist Kristjana aftur á skólabekk og hélt áfram að leika í skóla- sýningum. Hún stóð sig lítið eitt betur í enskunni. Um vorið útskrifaðist hún og var óskiljanlegt hvernig það gat orðið. Hún gat ekki enn lesið heila bók á ensku, þó hún hefði fengið ýmislegt smálegt birt í skólablaðinu. Hún fór hjá sér þegar hún tók við skírteininu, sem henni fannst óverðskuldað, en skundaði beint í háskól- Gerðist svo heildsali fyrir tréskó í Kanada. ann, þarsem faðir hennar hafði fengið til- boð um að vera eitt ár til viðbótar, og hélt á fund háskólaritarans. Þegar hún spurði hvort hún fengi inngöngu var henni sagt að einkunnirnar væru alveg á mörkunum. Hún reyndi að útskýra að hún kæmi úr framandi umhverfi í allt öðru landi og hefði ekki kunnað ensku sérlega vel í byrj- un, en hún hefði brennandi áhuga á að ganga menntaveginn. Háskólaritarinn sá aumur á henni með því fororði að hún legði sig betur fram við námið í framtíð- inni. Því hét hún og hóf strax um vorið að sækja enskutíma, en um haustið byrjaði hún á almennu háskólanámi. Fyrsta veturinn lagði hún stund á leik- húsfræði og las m.a. Shakespeare, en lagði allar fyrirætlanir um Ashland á hilluna. Samfara hinu fræðilega námi tók hún þátt í leiksýningum háskólans, fékk yfirleitt alltaf hlutverk. Það hjálpaði henni til að komast inní samfélagið og kynnast fólki. Meðal hlutverka sem hún lék þennan fyrsta vetur var Bokki í Draumi á Jóns- messunótt og var sæmd leiklistarverð- launum háskólans, Litla Óskari. ftir tveggja ára leiklistarnám giftist Kristjana 19 ára gömul stúdenti frá Suður-Kóreu, Charles Kang, sem var við nám í félagsfræði og heimspeki. Þá breytt- ust allir hennar hagir. Hún hætti leiklist- arnámi en sneri sér að bókmenntanámi, sem var ekki eins tímafrekt. Þegar hér var komið ætlaði hún sér að ná fullu valdi á ensku og sýna framá að hún stæði ekki öðrum að baki vitsmunalega. Hún náði sér í Glæp og refsingu eftir Dostójevskí í enskri þýðingu, en uppgötvaði óðara að þriðja hvert orð var henni óskiljanlegt. Hún las fyrstu síðuna aftur og aftur, en var jafnnær. íslenska var enn hennar eiginlega mál, enda töluð á heimili foreldranna. Þetta var svipað því að uppgötva að maður væri haldinn illkynjuðum sjúkdómi. Hún náði sér því í orðsifjabók og fletti upp hverju einasta orði sem var henni óskiljan- legt. Þessari reglu hefur hún haldið framá síðustu ár, enda finnst henni ævinlega óþægilegt að láta fara framhjá sér orð sem hún skilur ekki til hlítar. Sjálfsnámið varð til þess að hún komst smátt og smátt inní enskuna. Eftir Dostójevskí ákvað hún að ná sér í auðveldari texta og keypti Fanny Hill, sem reyndist vera barnaleikur einn. Allt frá barnæsku hafði Kristjana haft þann sið að gefa sig alla að því sem hún tók sér fyrir hendur, og því hélt hún áfram með miskunnarlausum sjálfsaga uns hún fór að sjá árangur. I bókmenntanáminu fann hún aftur lærimeistara, konu að nafni Norris sem var prófessor í enskum bók- menntum og tók hana undir sinn verndar- væng. Það varð til að örva áhugann á nám- inu. En eftir árið fluttust þau hjónin til annarrar borgar þarsem þau héldu áfram námi. Þar var alltíeinu komið annað fólk og lærimeistarinn horfinn, þannig að Kristjana fann enga fótfestu. Þá fékk hún

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.