Víkurfréttir - 30.04.2009, Blaðsíða 2
2 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 18. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
DETOX NUDD
Birgitta Jónsdóttir Klasen
Náttúrulæknir HP
4 skipti á 2 vikum
til þess að hreinsa
líkamann og sálina.
Næringar-og heilsuráðgjöf.
Tímapantanir í
síma 847 6144
Oddný Guðbjörg Harðar-
dóttir, bæjarstjóri í Garði,
er á leiðinni inn á Alþingi
eftir sögulegar kosningar
um liðna helgi. Samfylkingin
bætti við sig þing manni
í kjördæminu og á nú þrjá
fulltrúa á þingi, eins og Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem tap-
aði einum manni. Framsókn
fékk tvo fulltrúa inn á þing
og Borgarahreyfingin einn.
Sandgerðingurinn Grétar
Mar Jónsson féll hins vegar af
þingi en hann hafði setið þar
fyrir Frjálslynda flokkinn.
Oddný er eini þingmaður
þjóðarinnar sem er búsettur
á Suðurnesjum en Ragn-
heiður Elín, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurkjördæmi,
er að leita að húsnæði hér
suður með sjó. Oddný hefur
ekki gert upp við sig hvort
hún ráði sér aðstoðarmann,
eins og þingmönnum utan
Reykjavíkur er heimilt.
Odd ný seg ir að við brögð
hennar við úrslitum kosning-
anna séu fyrst og fremst þakk-
læti fyrir stuðning Suðurnesja-
manna og Sunnlendinga við
Samfylkinguna. Einnig þakk-
læti til þeirra sem komu á kosn-
ingaskrifstofuna á hverjum
degi og unnu að þessum góða
árangri með mikilli vinnu,
góðu skipulagi og léttri lund.
Það er ekki síst þessu barátt-
uglaða og hæfa fólki að þakka
að ágæt niðurstaða náðist í
kosningunum, segir Oddný í
samtali við Víkurfréttir.
Aðspurð um árangur Sam-
fylkingarinnar í kjördæminu
sagði hún það ánægju legt
að hafa bætt við þingmanni.
„Við fundum fyrir miklum
Oddný Guðbjörg Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði, er á leiðinni á þing:
Helguvíkurálver
á grænni grein
- stóra verkefnið á þingi er að skapa rekstrarumhverfi
fyrir fyrirtæki og leysa vanda heimilanna
stuðningi hér á Suðurnesjum
og miðað við hann gerði ég
mér vonir um að ná inn fjórða
manninum. Þúsundir manna
og nú er ég ekki að ýkja því
gestir voru rúmlega tvö þús-
und sem komu á kosninga-
skrifstofuna okkar í Bolafæti
á kosningadaginn. Ein mæt
kona sem unnið hefur lengi
með Samfylkingunni var gráti
nær af gleði yfir fjölda gesta
og stemningunni á kjördag“.
Aðspurð um hvað kjósendur
hafi vilj að segja við fram-
bjóðendur í vinnustaðaheim-
sóknum, sagði Oddný að við-
brögð á vinnustöðum voru
yfirleitt þau að fólk vildi gefa
sér tíma til að tala um stöðuna
og mögulegar lausnir. „Það
var auðvitað staða heimila og
atvinnulífs sem brann á fólki
og svo ESB, kostir og gallar við
aðild að Evrópusambandinu“.
Hvaða við brögð hef ur þú
verið að fá í Garðinum með
þá ákvörðun að sækjast eftir
þingsæti?
„Garðbúar eru flestir stoltir
af því að þeirra kona hafi átt
þetta tækifæri og gleðjast með
mér. Ein hverj ir voru ekki
mjög glaðir í fyrstu, kannski
skiljanlega því þessu fylgja
breytingar. Starfsmenn og bæj-
arfulltrúar þurfa að vinna með
nýjum bæjarstjóra og vita ekki
hvað tekur við. Ég mun verða
áfram bæjarfulltrúi út kjör-
tímabilið“.
Hver verða næstu skref í Garð-
inum. Verður staðan auglýst
eða liggur fyrir hver tekur við
af þér?
„Við munum sennilega aug-
lýsa eftir bæjarstjóra og óska
eftir því að hann taki til starfa
sem fyrst“. Oddný gerir ráð
fyrir að auglýsingin birtist í
Fréttablaðinu á föstudaginn
og í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins.
Um fram hald meiri hluta-
samstarfsins í Garði, sem er
þverpólitískt, sagði Oddný:
„Ég vona að N-listinn bjóði
fram aftur. Við höfum náð
mjög fínum árangri og full
ástæða til að halda áfram því
góða starfi. Við lögðum upp
með að auka tekjur bæjarins,
auka íbúalýðræði og gagn-
sæi stjórnsýslunnar og leggja
áherslu á málefni sem gerðu
Garðinn að fjölskylduvænum
skóla- og íþrótta bæ. Við
höfum náð árangri á öllum
þessum sviðum og einnig gert
átak í umhverfismálum. Und-
irbúningur fyrir sveitarstjórn-
arkosningar fer af stað með
haustinu og þá skýrast málin
væntanlega“.
Hvaða málefni setur þú á odd-
inn inni á Alþingi?
„Í raun er bara eitt stórt mál
sem allir þurfa að leggja sig
Oddný G.
Harðardóttir skilar
atkvæði sínu í
kjörkassann sl.
laugardag.
Orlofshús verkalýðsfélags Grindavíkur
Frá og með 22. apríl - 14. maí 2009 verður tekið á
móti umsóknum í orlofshús Verkalýðsfélagsins 2009.
Orlofshús Verkalýðsfélags Grindavíkur eru á
eftirtöldum stöðum:
HALLKELSHÓLUM, SKORRADAL, APAVATNI
ALLIR BÚSTAÐIR ERU MEÐ HEITUM POTTI
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins
að Víkurbraut 46.
Orlofsnefnd V.G.
Félagar í Verkalýðsfélagi munið eftir
1. maí kaffinu.
� �
� �