Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2009, Side 8

Víkurfréttir - 30.04.2009, Side 8
8 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 18. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Það var engu líkara en hinar torkennilegustu kynjaverur hefði birst úr djúpum hraunsins á kynngimagnaðri sýn- ingu Íslenska dansflokksins í Bláa lóninu að kvöldi síðasta vetrardags. Áhorfendur urði þar vitni að miklu sjónarspili sem samanstóð af áhrifamikilli túlkun, ljósi og myrkri, hljóðs og lita. Verkið ber heitið Transaquania - Out of the blue og er eftir dansarana Ernu og Damien Jalet og mynd- listarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur. Kynngimagnaðar kynja- verur í Bláa lóninu VFmynd / Ellert Grétarsson. Reykjanesbær og nágranna- sveitarfélög taka nú í fyrsta sinn þátt í hátíðinni List án landamæra sem hófst í gær en þar vinna fatlaðir og ófatl- aðir saman að ýmsum list- tengdum verkefnum. Dagskráin hófst í Frumleikhús- inu í Reykjanesbæ á sumardag- inn fyrsta með ávarpi Árna Sig- fússonar bæjarstjóra þar sem sett var á svið sýningin Sum- ardagurinn fyrsti sem er sam- sett dagskrá með leik, söng og dansi. Farið var stuttlega í sögu sumardagsins fyrsta, ljóð og sögur lesnar og flutt ný og gömul lög sem hæfðu tilefn- inu – allt gert með leikrænni tjáningu. Þar á eft ir hófst sýningin Glerborgir í Bíósal Duushúsa sem er samsýning listafólks undir stjórn mynd- listarmannsins Guðmundar R. Lúðvíkssonar þar sem sett var upp ímyndað þorp og fjösku- myndlist í anda Picasso. Troð- fullt var út úr dyrum og flutti Helgi Þór Einarsson ljóða- slamm sem hann orti á meðan á vinnslu Glerborganna stóð. Boðið var upp á samsýningu listamanna í sýningarrýminu Suðsuðvestur og þjónustunot- endur á Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ verða með opið hús. Dagskrá fer einnig fram í Sveitarfélaginu Garði, Grinda- vík og Sandgerði. Ljóðsaslamm og Glerborgir á List án landamæra í Reykjanesbæ Mynd: Svanhildur Eiríksdóttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.