Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Page 10

Frjáls verslun - 01.02.2013, Page 10
10 FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 Fjölmiðlaveldi Fyrstu átta árin frá stofnun voru 8.000 notendur tengdir. Skjáirnir frá Bloomberg eru núna eins og tákn kauphalla yfirleitt. Þeir blasa hvarvetna við. Nafni fyrir­ tækisins var árið 1987 breytt í Bloomberg LP. Bloomberg á nú 88% í fyrir­ tæk inu, sem smátt og smátt hefur bætt við sig deildum. Þar er núna Bloomberg­frétta­ veitan kunnust. Líka tímaritið Businessweek, sjónvarp með viðskiptafréttum og útvarp, og allt í samkeppni við þekktar fréttaveitur eins og Reuters og Dow Jones. Bloomberg varð fyrstur til að koma auga á nýja þjónustu sem ný tækni gerði mögulega. Hann bjó yfir þekkingu á bæði raf­ magnsverkfræði og verðbréfa­ viðskiptum. Hann tengdi þetta tvennt saman áður en öðrum hugkvæmdist að gera það – og er nú milljarðamæringur. Ein hugmynd er nóg. Í framboð 11. september Réttum tuttugu árum eftir að Michael Bloomberg hóf eigin viðskipti gerðist hann stjórn­ málamaður. Hann langaði að taka við sem borgarstjóri í New York eftir repúblikanann Rudi Guiliani. Bloomberg sá að flokksmenn hans í Demó­ krataflokknum vildu hann ekki sem borgarstjóraefni svo hann söðlaði um og gekk í lið and­ stæðinganna í Repúblikana­ flokknum. Prófkjör hófst að morgni 11. september 2001 en var frestað vegna atburða dagsins. Loks þegar tókst að halda prófkjörið sigraði Bloomberg og síðar náði hann að sigra frambjóðanda demókrata með réttum 50% atkvæða. Hann var síðan endur kjörinn fjórum árum síðar með 70% atkvæða. Reglan segir að borgarstjóri megi aðeins sitja í tvö kjörtíma­ bil. Þessu fékk Bloomberg naumlega breytt svo hann komst í framboð í þriðja sinn árið 2009. Hann sagði að best væri að hafa vanan mann við stjórnina enda fjármálakreppan nýskollin á. Núna ákvað Bloomberg að bjóða sig fram sem óháður enda repúblikanar ekki ýkja hrifn ir af honum lengur. Og enn sigraði hann en fer væntanlega ekki í framboð í ár. Róttækur íhaldsmaður Þótt Bloomberg hafi fylgt flokki repúblikana er hann andvígur stefnu flokksins í veigamiklum atriðum. Hann vill herta vopna löggjöf, hann vill frjálsar fóstur eyðingar og hann hefur ekkert á móti hjónaböndum sam kynhneigðra. Og hann hefur lagt áherslu á að efla opinbera skóla í borginni. Stefan er því í veigamiklum atriðum í anda demókrata. Jafnframt er Bloomberg áber­ andi maður í borgarlífinu. Hann er auðmaður og ófeiminn við að sýna það og segir stjórnmála­ mönnum til hægri og vinstri til syndanna. Hann hefur líka fundið upp á ýmsum nýjungum. Athygli vakti þegar hann hætti að nota skrifstofu borgarstjóra. Hann vinnur nú í opnu skrifstofu­ rými með öðrum starfsmönnum borgarstjórnar. Kauphöllin í Wall Street er fyrirmyndin. Hugurinn er þar. Michael Bloomberg fæddist ekki ríkur. Hann er af ættum innflytjenda og á til gyðinga að telja í báðar ættir. Afar hans og ömmur fæddust í Evrópu og ætt arnafn móður hans er Rubens. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York. frumkvöðuLL Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Stærst i skemmt istaður í heimi! d a g u r & s t e in i Við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir frábæra einkunn í Íslensku ánægjuvoginni. Viðskiptavinir Nova eru ánægðustu viðskiptavinirnir á Íslandi þriðja árið í röð, takk! Vertu með símkort frá Nova í farsímanum og taktu sporið með okkur á stærsta skemmtistað í heimi! Ánægðustu viðskiptavinirnir þrEfalt HúRra, HÚrRA, húRRA!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.