Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.02.2013, Qupperneq 41
FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 41 Að auka sölu í verslun um 50% T homas Möller segir að „sölupíramítinn“ sé þekkt aðferða­ fræði sem sölumenn í verslunum nota við að nálgast viðskiptavini, bjóða þeim lausnir og fá þá til að taka ákvörðun um kaup á vörum eða þjón ustu. „Í verslunum þar sem við skipta ­ vinir þurfa ráðgjöf og að stoð við kaupákvörðunina eru mörg tækifæri til að auka söluna með markvissum aðgerðum og þjálf ­ un verslunarfólks,“ segir Thomas sem kennir verslunar fólki víðs vegar á landinu versl unar fræði og sölutækni. Hann segir að nýleg rannsókn í Þýskalandi hafi leitt í ljós að tvennt skipti mestu máli ef auka á líkur á sölu í sérverslunum. „Í fyrsta lagi þurfa sölumenn að sýna meira frumkvæði við að ná sambandi við viðskiptavin sem er kominn í verslunina eða sýningarsalinn, fyrst augnsam­ bandi og síðan samtali. Í öðru lagi er mikilvægt að samtalið byrji á umræðu um þarfir viðskiptavinarins og síðan færist áherslan á þær lausnir sem verslunin býður. Söluhlutfallið jókst úr 56% í 86% í ofan­ greindri rannsókn með áherslu á þessi tvö atriði. Um var að ræða sportvöru­, tísku­ og skóverslanir og tóku 1.276 sölumenn þátt í rannsókninni. Hjá Apple eru svipaðar áhersl­ ur, samkvæmt innanhússhand­ bók þeirra sem lak á netið nýlega. Þar eiga sölumenn að beita „APPLE­nálguninni“ sem þýðir Approach, Probe, Present, Listen og End. Með öðrum orðum eiga sölumenn Apple að nálgast viðskiptavininn, hlusta á hann og fá hann til að tjá sig um þarfir sínar, opna sig, kynna honum lausnir og ljúka sölunni þannig að báðir séu sáttir.“ tHomaS möllER – framkvæmdastjóri Rýmis STJÓRNUN Á rni Þór Árnason segir að stærðin geti skipt máli í rekstri fyrirtækja þegar kemur að aukinni sérhæfingu og að gott sé að hafa í kringum sig fólk með reynslu, þekkingu og áhuga til að ná árangri. „Bestum árangri hefur verið náð þegar fólki hefur verið sýnt traust og fengið sjálfstæði til að framkvæma og fylgja hlutum eftir þó að ákveðið eftirlit þurfi alltaf að vera fyrir hendi. Það þarf líka að bjóða upp á opna umræðu og skoðana­ skipti og að það megi gagnrýna stjórnendur. Skoðun mín er að það sé betra að bjóða upp á það innanhúss heldur en að loka á allt sem ekki er stjórnendum að skapi. Það kemur tvöfalt í fangið síðar meir. Hitt er annað mál að þegar upp er staðið og umræðan hefur farið fram er það alltaf stjórnandinn sem ber ábyrgð og það er auðveldara að sameina hópinn þegar búið er að fara í gegnum umræðu en að demba ákvörðunum yfir fólk. Það var verið að auglýsa eftir viðskiptablaðamanni við Fréttablaðið 16. mars til að leysa af hólmi aðra sem hafa vikið í nýjustu hreinsunum þar á bæ. Þar var margt útlistað um hæfnis­ kröfur en ekki minnst á það sem skiptir öllu máli: Ekki hætta sér út í gagnrýni á eiginmann eigand ­ ans og hirðina í kringum hann. Ekki beint öruggur staður til að vera á!“ Að sýna fólki traust ÁRnI ÞóR ÁRnaSon – stjórnarformaður oxymap ehf. FYRIRTÆKJA- REKSTUR „Í fyrsta lagi þurfa sölumenn að sýna meira frumkvæði við að ná sambandi við viðskiptavin.“ Á markaðsdegi ÍMARK fyrr í vetur var Graeme Newell frá 602 Communi­ cations á meðal fyrirlesara og féll fyrirlestur hans í afar góðan jarðveg ráðstefnu­ gesta. Erindi hans snerist um það sem ráðgjafarfyrirtæki hans sérhæfir sig í eða „emotional marketing“. Samkvæmt Newell leggja fyrirtæki mismun andi áherslu á vörur og þjónustu í skilaboðum sínum út á mark­ að inn. Í fyrsta lagi leggja sum fyrir tæki áherslu á vöruna í allri kynningu, ástunda svokallað „product focus“. Í öðru lagi leggja sum fyrirtæki áherslu á viðskiptavininn eða „custom­ er focus“. Í þriðja lagi eru sum fyrirtæki komin lengra og leggja áherslu á þau viðhorf og til finn ­ ingar sem viðskiptavinurinn upplifir í tengslum við kynningu á vörunni eða „attitude focus“. Dæmi um þetta síðastnefnda geta verið vörur eins og Harley Davidson þar sem vörumerkið táknar í raun ákveðinn lífsstíl.“ Ásmundur segir að vörumerk­ ið tengist einstaklingum á allt öðru stigi og viðskiptavinir upplifi sig út frá þeim lífsstíl sem vörumerkið stendur fyrir. Með þessari aðferð er mun líklegra að ná fram auk inni tryggð við vörumerki og jafnvel eignast talsmenn í við skiptavinum. „Flestir kannast við að allar vörur verði að aðgreina sig frá sam keppni út frá eiginleikum þeirra og tefla þannig fram „unique selling proposition“ – USP. Fyrir nokkrum árum kom fram kenningin um að „emo­ tional sell ing proposition“ – ESP – væri þó líklegra til árangurs til lengri tíma. Samkvæmt Graeme Newell er það hverju orði sann­ ara.“ Mismunandi áhersla á vörur og þjónustu ÁSmunduR HElgaSon – markaðsfræð ingur hjá dynamo AUGLÝSINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.