Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Qupperneq 88

Frjáls verslun - 01.02.2013, Qupperneq 88
88 FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 Í slenskur iðnaður er einn af mátt ar stólpum atvinnulífsins og hvert sem litið er má finna­iðnfyrirtæki,­stór­og­ smá. Í gegn um tíðina hefur iðnaðurinn staðið fyrir tæpum fjórðungi af verð mætasköpun hagkerfisins­og­aflað­um­ helmings af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Eins­hefur­um­fimmtungur­vinnufærra­ manna starfað í iðnaði þótt hlutfallið hafi­aðeins­fallið­síðustu­þrjú­árin,­eink- um vegna hins gífurlega samdráttar sem orðið hefur í byggingariðnaði og mann­ virkjagerð. „Hins vegar hefur almennur framleiðslu­ og þjónustuiðnaður haldið sér vel í gegn­ um kreppuna. Hagtölur gefa því miður ekki góða mynd af því hvernig fyrirtækjum hefur fjölgað eða fækkað en ljóst er að umsvifin­eru­hægt­og­bítandi­að­aukast­ á ný og það er það sem skiptir máli – að skapa­fleiri­störf­og­aukin­verðmæti.­ Fjölg un fyrirtækja er hins vegar ekkert mark mið í sjálfu sér,“ segir Svana og bætir við að vaxtarsprotar í iðnaði liggi víða. „Í öllum greinum iðnaðarins má finna­dæmi­þar­sem­vel­gengur­þrátt­ fyrir­erfitt­efna­hagsástand.­Í­leikjaiðnaði­ og tækni­ og hugverkaiðnaði hefur sannarlega gengið nokkuð vel og hefur sá hluti verið áberandi. Fyrir fáeinum árum sáum við reyndar fyrir okkur mun meiri vöxt en raun varð en það er einkum vegna þess að starfsskilyrðin hafa ekki verið nægjan lega góð. Vaxtarmöguleikar þessa iðnaðar takmarkast annars vegar af þeim starfsskilyrðum sem við náum að búa honum en skortur á hæfu fólki takmarkar einnig vöxt. Þetta er stærsta ástæðan fyrir því að Samtök iðnaðarins láta menntamál sig miklu varða – mannauðurinn er drifkraftur vaxtar í framtíðinni. Ef við ætlum okkur að vera samkeppnishæf verðum við að tryggja atvinnulífinu­hæft­fólk.­En­það­þýð­ir­að­ við verðum að breyta áherslum og for ­ gangsröðun í menntamálum með það fyrir augum­að­fá­fleiri­til­að­mennta­sig­í­verk-­ og tæknigreinum, bæði á grunnstigi og háskólastigi.“ Vöru­ og þjónustu­ útflutningur „Árið­2012­var­verðmæti­útflutnings­ á vörum og þjónustu rétt rúmir 1.000 millj­arðar.­Þar­af­var­vöruútflutningur­ 631­milljarður­en­þjónustuútflutningur­ 380 milljarðar,“ segir Svana. „Af þjón­ ustu­útflutningi­má­gróflega­gera­ráð­ fyrir að iðnaðurinn, þ.m.t. hugverka­ og tækniiðnaðurinn,­afli­um­90­milljarða.­Ef­ við­hins­vegar­lítum­á­vöruútflutninginn­þá­ er­iðnaðurinn­í­heild­sinni­með­um­52%­af­ heildinni en þar af er áliðnaðurinn með um 36%.­Útflutningur­annarra­iðnvara­en­áls­er­ því­um­125­milljarðar.­Ég­hef­ekki­nákvæmar­ tölur­um­heildarútflutning­árið­2012­eða­ vægi­iðnaðarins­í­heildar­út­flutningi,­en­vægi­ iðn­aðarins­er­líklega­tæplega­50%.“­ Álver á Íslandi Nokkuð hefur verið rætt um fleiri álver hér á landi og spurning hvenær álver í Helguvík taki til starfa? „Einn­helsti­veikleiki­í­íslensku­atvinnulífi­ er hversu lágt fjárfestingastigið er,“ svarar Svana. „Undanfarin ár hafa fjárfestingar verið­um­og­yfir­13%­af­landsframleiðslu­ en þyrftu að vera a.m.k. 20% ef tryggja á eðlilegt atvinnustig og framleiðslugetu hag­kerfisins­til­lengri­tíma.­Út­frá­því­ sjónarmiði væru stóriðjuframkvæmdir, hvort sem það yrði í Helguvík eða annars staðar, hagfelldar til að koma meiri krafti í efna hagsstarfsemina. Ég veit ekki frekar en­aðrir­hvort­hér­verði­byggð­fleiri­álver­ en það er alla vega mikilvægt að þau álver sem eru starfandi hér á landi geti vaxið og dafnað áfram.“ Efling iðnaðarins Stjórnvöld geta beitt sér á ýmsa vegu til að­efla­iðnað­í­landinu­s.s.­með­því­að­ draga úr sköttum og gjöldum. Svana segir hlutverk stjórnvalda fyrst og fremst að búa iðnaðinum almenn og samkeppnishæf starfsskilyrði. „Það felur m.a. í sér að halda­sköttum­og­gjöldum­hóflegum­og­ búa ekki til óþarfa tálma og hindranir. Á vissum sviðum er hins vegar eðlilegt að stjórnvöld beiti sér sérstaklega til að sækja fram. Ég nefni skattalega hvata til fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum og endurgreiðslur vegna rannsóknar­ og þróunar kostnaðar en það síðarnefnda hafa stjórnvöld þegar innleitt sem ber að þakka,“ segir hún. „Þetta eru dæmi um aðgerðir­sem­nýtast­til­eflingar­iðnað- inum. Ef ég ætti að nefna eina aðgerð sér staklega sem stjórnvöld ættu beita sér fyrir þá er það lækkun tryggingagjaldsins. Það myndi nýtast öllum og raunar er það með öllu óviðunandi að gjaldið skuli ekki lækka í takt við minnkandi at ­ vinnuleysi. Í dag er fjárhagsleg staða At ­ vinnuleysistryggingasjóðs svipuð og hún var fyrir hrun.“ Lítil, meðalstór og stór fyrirtæki innan SI Innan SI eru um 1.300 fyrirtæki af öll um stærðum­og­gerðum,­flest­lítil.­Af­þeim­ eru álfyrirtækin aðeins um 0,2% félags­ manna. Hinn 12. mars undirrituðu fulltrúar Félags ráðgjafarverkfræðinga samn ing um inngöngu verkfræðistofa landsins í SI og SA. Fyrir SI skiptir það miklu máli að fá verkfræðistofurnar inn í samtökin, þar sem þær vinna náið með mörg um fyrirtækjum sem þegar eru innan sam tak­ anna. Hagsmunirnir eru miklir og þeir fara saman. „Fyrirtækin eru í samtökunum af fúsum og frjálsum vilja þannig að eitthvað hljót um við að gera rétt,“ segir Svana. „Vissulega keppa þau mörg sín á milli en­það­stuðlar­að­heilbrigðara­hagkerfi.­ Þegar fyrirtækin kjósa að vinna saman á okkar vettvangi er það til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum. Þau eru í mismunandi og ólíkum rekstri og stundum gerist það að hagsmunir rekast á. En það eru undartekningartilvik – í flestum­veigamiklum­hagsmunamálum­ okkar félagsmanna falla hagsmunir þeirra saman. Styrkur Samtaka iðnaðarins felst í fjölbreytileikanum.“ Áskoranir og uppgjör Það segir sig sjálft að í landi sem þar sem efnahagslífið­einkennist­af­óstöðugleika­í­ „Í Evrópu hillir nú undir að menn nái stjórn á þeim ógn­ um sem steðjuðu að á seinasta ári. Þrátt fyrir miklar hrak­ spár hefur evran staðist áraunina og er enn sterkur gjaldmiðill. Líklegt er að svo verði um langa framtíð.“ iðnaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.