Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Blaðsíða 102

Frjáls verslun - 01.02.2013, Blaðsíða 102
102 FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 „Obama gekk þrátt fyrir þetta fram af miklum móð, fullur bjartsýni og vonar, og á sama tíma og hann vann að fjárhaglegri endurskipu­ lagningu og lækkun skulda þjóðarinnar lagði hann ríka áherslu á endurskoðun mennta­ og heilbrigðis kerf­ isins og nýja kosti í orku­ málum.“ american Dream. Titillinn gæti út lagst á íslensku: Dirfska vonarinnar: Hug ­ leið ingar um endurreisn ameríska draums ins. Í þessari bók sagði Obama frá framtíðarsýninni sem lagði grunninn að baráttu hans um forsetastólinn. Fljótlega eftir að bókin kom út náði hún fyrsta sæti metsölulista bæði New York Times og Amazon.com. Bókaskrifin­hafa­vafalítið­hjálpað­Obama­ við­að­kynnast­sjálfum­sér­og­finna­tilgang­ sinn­í­lífinu.­Hans­sterka­sjálfsmynd­og­ framtíðarsýn, sem eru grundvöllurinn að velgengni hans, ljá honum vafalítið það hugrekki, orku og eldmóð sem þarf til að hrífa fólk með sér og láta verkin tala. Vinsældir bókanna hafa einnig auðveldað honum að kynna og koma málstað sínum á framfæri. Árangur Obama Obama hafði ekki beinlínis vindinn í seglin þegar hann tók við forsetaembættinu. Heimskreppa ríkti, stríð geisaði í tveimur löndum og Bandaríkin höfðu sjaldan eða aldrei átt jafnlítilli hylli að fagna á alþjóðlegum vettvangi. Obama gekk þrátt fyrir þetta fram af miklum móð, fullur bjartsýni og vonar, og á sama tíma og hann vann að fjárhaglegri endurskipulagningu og lækkun skulda þjóðarinnar lagði hann ríka áherslu á endurskoðun mennta­ og heilbrigðiskerfisins­og­nýja­kosti­í­orku­- málum. Enda var það trú hans að þessir málaflokkar­væru­allir­innbyrðis­tengdir­og­ hefðu áhrif hver á annan. Í vígsluræðu sinni talaði Obama til þjóð arinnar: „Erfiðleikarnir sem blasa við okkur eru raunverulegir, þeir eru alvarlegir og þeir eru margvíslegir. Það verður ekki auðvelt að mæta þeim og það mun taka langan tíma. En treystið því: Þeim veður mætt.“ Fyrstu hundrað dagana í embætti eða frá vígsludeginum og fram til 29. apríl 2009 kom Obama ótrúlega miklu í verk. Hann endurskoðaði utanríkisstefnu Banda ríkjanna, breytti löggjöf um fjármála ­ starf semi og lækkaði skatta. Hann greip jafn framt til fjölmargra annarra aðgerða til að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað og bæta aðstæður minnihlutahópa og þeirra sem verst voru settir efnahagslega. Of langt mál væri að telja hér allt annað sem Obama hefur tekist að framkvæma af stefnumálum sínum á því tímabili sem hann hefur verið við völd. En það er ljóst að með einbeittum vilja, hreinskilni, útsjónarsemi, þolinmæði og þrautseigju hefur honum tekist að fá fólk til fylgis við sig og ná fram breytingum sem fáa hefði grunað að gætu orðið að veruleika á ekki lengri tíma. Aðferðir Obama Þrennt var talið vinna með Obama þegar hann vann sigur í forsetakosningunum árið 2008. Hann var nýr, hann var öðruvísi og hann var aðlaðandi og það var það öðru fremur sem kjósendur voru að sækjast eftir. Það er öllum ljóst að gamla pólitíkin, sama á hvaða vettvang er litið, er liðin undir lok. Kommúnismi, kapítalismi og sósíalismi eru gamlar og úreltar fylkingar og skilgreiningar sem fólk samsamar sig ekki lengur. Þetta kallar á nýjar leiðir, nýjar aðferðir og nýjar hugmyndir. Obama hefur litið fram hjá gömlu blokkunum og leggur áherslu á að nálgast málefnin á forsendum sem sameina fólk fremur en sundra því. Hann byggir undir málstað sinn með rökum og staðreyndum sem ná út fyrir litarhátt, kyn, kynhneigð, menntun, þjóðerni, efnahag eða stöðu í samfélaginu. Obama nálgast fólk (kjósendur) á þeirra eigin forsendum en ekki á forsendum gamallar­úreltrar­flokkspólitíkur­og­sér­- hags muna tiltekinna hópa. Hann talar við fólk á tungumáli sem það skilur og í gegnum miðlana sem fólkið kýs að nota og er ófeiminn við að fara ótroðnar slóðir í þeim efnum. Hann er hreinskilinn og ófeiminn við að segja hlutina eins og þeir eru, án þess að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Hann hefur hug ­ rekki til að standa og falla með hugsjónum sínum og eigin sannfæringu og velur það, fremur en að eltast við skammvinnar per sónulegar vinsældir sem í raun svipta menn tækifærinu til raunverulegra áhrifa og árangurs. Hann setur skýr markmið og markið hátt. Hann er ófeiminn við að ráðast gegn úreltum gildum, hefðum og aðferðum til að skapa betra og heilbrigðara sam ­ fé lag öllum til handa. Hann blæs fólki kjark í brjóst, þrátt fyrir andstreymi og erfiðleika.­Einkunnarorðin­hans­frá­kosn­- ingabaráttunni fyrir kosningarnar árið 2008, „Yes we can“, eru nú ódauðleg og lýs andi dæmi um það. Samvinna er orðið sem oftast kemur við sögu þegar fjallað er um stjórnunarstíl Obama. Hann leggur áherslu á samræður fremur en rökræður og leggur áherslu á að hlusta á ólík sjónarmið og taka tillit til þeirra áður en ákvarðanir eru teknar. Hann er líka nákvæmur og leggst jafnan í mikla rannsóknarvinnu og skoðar mál frá öllum hliðum áður en hann tekur ákvarðanir. Hann er einnig afbragðsgreinandi og á auðvelt með að skilja hismið frá kjarn an­ um. Einn af hans helstu kostum hefur einnig verið talinn sá að hann er auðmjúkur og lætur ekki eigið sjálf þvælast of mikið fyrir sér. Hann velur sér samstarfsfólk á faglegum forsendum, er óhræddur við að sækja sér liðstyrk í sterkum og greindum einstaklingum­með­yfirburðaþekkingu,­ sem umfram allt vinna faglega. Fólki sem „stækkar hann“ ef svo má að orði komast. Á sama tíma gætir Obama þess að hafa alltaf opnar gáttir þar sem almenningur getur komið sjónarmiðum sínum á fram­ færi við hann og haft áhrif á skoðanir hans og ákvarðanir. Obama hefur því valið aðra leið en margir stjórnmálamenn gera, sem nota tækifærið þegar þeir komast til valda til að launa vinum og velgjörðarmönnum gamla greiða með því að veita þeim em bætti og vegtyllur. En loka svo bæði augum og eyrum þar til kemur að næstu kosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.