Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Qupperneq 114

Frjáls verslun - 01.02.2013, Qupperneq 114
114 FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 Þ etta er mjög skemmti­ legt og áhugavert starf,“ segir Jóhanna Þ. Jónsdóttir um starf sitt hjá Distica en fyrirtækið sér um innflutning á um 75% lyfja sem seld eru hér á landi. „Það hefur verið ótrúlega gam­ an og þroskandi að vinna hjá fyrirtækinu en ég er búin að vera þar síðan 2009. Ég hef tekið þátt í umfangsmikilli framþróun svo sem innleiðingu á stóru vöruhúsakerfi, innleið ingu á nýju ERP­kerfi og tekið upp nýja gátt fyrir umbjóðend ur þar sem þeir geta nálgast allar upplýsingar sem viðkoma rekstrinum. Mesta áskorunin er kannski miklar breytingar og framþróun, sérstaklega í upplýsingakerfum en ennig í aðlögun vinnuferla sem eru mjög umfangsmiklir því við erum í rauninni með þrjá gæðastaðla sem við þurfum að uppfylla til að fá leyfi til þess að starfa við innflutning og fram­ leiðslu á lyfjum.“ Jóhanna segist leggja áherslu á að starfsfólkið sé nægilega þjálfað og hafi réttu tólin og tækin til þess að ná árangri. „Gæðamarkmið fyrirtækisins er að vera með réttar vörur á rétt­ um tíma í réttu magni og í réttu ástandi og gengur starf mitt út á að tryggja þetta, hvort sem það er í tengslum við upplýsinga­ kerfi, ferlana, aðbúnað, þjálfun eða menntun – þetta er á mína ábyrgð.“ Hún segir að stærsta verkefn­ ið hjá sér felist einmitt í að sjá um að til séu réttar birgðir á hverjum tíma þegar á þarf að halda. „Þetta er mikil áskorun vegna þess að það skiptir máli að við eigum réttu lyfin til á réttum tíma.“ Jóhanna fæddist í kóngsins Köben fyrir 43 árum þar sem foreldrar hennar voru við nám. Fjölskyldan flutti heim til Íslands þegar hún var eins árs og ólst hún upp í Seljahverfi og gekk í Ölduselsskóla. Hún naut sveita­ sælunnar á sumrin á æskuárun­ um og fram til 13 ára aldurs hjá ömmu sinni og afa sem voru bændur og kynntist því t.d. vel hvernig á að heyja svo sómi sé að. Hún útskrifaðist sem tölvu­ fræðingur frá Iðnskólanum í Reykjavík og eftir nokkur ár á vinnumarkaði hóf hún nám við Tækniháskólann og útskrifaðist svo sem iðnrekstrarfræðingur og síðan sem viðskiptafræðing­ ur af vörustjórnunarbraut. Jóhanna á fjögur börn og er það elsta flutt að heiman og býr í Noregi. Hún segir fjölskyld­ una samheldna. „Við hjónin erum dugleg að fara með yngri strákana t.d. í húsdýragarðinn, bíó, leikhús og sund og heim­ sækjum með þeim vini og kunn ingja. Við reynum að gera eitthvað um hverja helgi. Svo spilum við og lesum og njótum þess að vera saman. Stundum skreppum við í dótabúðina og kaupum dót og förum síðan heim og byggjum kastala. Það er mikill áhugi á lestum á heim­ ilinu þar sem er heill heimur tengdur þeim.“ Jóhanna segist fara reglulega með fjölskyldunni í sumarbú­ stað og í sumar verður farið til útlanda – Almería bíður með sundlaugum og sólskini. Jóhanna fer líka tvisvar á ári í sumarbústaðaferðir með mömmuklúbbnum sem hún er í og hittast þær þar að auki mánaðarlega. Hún talar líka um áhugamál sín – það sem hún dundar sér við ein. „Ég er í skartgripagerð, sauma svolítið – helst á sjálfa mig og kannski á dótturina – og svo finnst mér æðislegt að prjóna. Mér finnst gaman að búa eitthvað til, hanna og skapa. Það er ríkt í mér.“ jóhanna Þ. jónsdóttir – deildarstjóri innkaupadeildar Distica Nafn: Jóhanna Þ. Jónsdóttir Fæðingarstaður: Kaupmannahöfn, 8. apríl 1970. Ólst upp í Reykjavík Foreldrar: Guðrún Sigurðardóttir og Jón Ragnar Björnsson Maki: Stefán Geir Þorvaldsson Börn: Alexandra Mjöll, 23 ára, Mikael Elí, 18 ára, Gabríel Nói, sjö ára, og Nataníel Máni, fjögurra ára Menntun: Viðskiptafræðingur „Ég fór á skiptanemaslóðir síðasta sumar, fyrst til Púertó ríkó þar sem ég var skiptinemi fyrir tuttugu árum og síðan til Bandaríkjanna þar sem eiginmaðurinn var skiptinemi. Í Bandaríkjunum festum við kaup á fornbíl, El Camino árgerð 1986, sem verður fluttur heim næsta sumar.“ fóLk frjals_verslun_augl_titt_utlit.indd 1 11.3.2013 15:06:02
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.