Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.11.2013, Qupperneq 6
6 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 GLEÐILEGA HÁTÍÐ VÍB styður Víking Heiðar Ólafsson til góðra verka. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Viðskiptavinum VÍB og þeim þúsundum sem tekið hafa þátt í fræðslufundum okkar þökkum við árangursríka samfylgd á árinu sem er að líða. MEÐ ÞÖKK FYRIR ÁRANGURSRÍKT SAMSTARF Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is Nýlega var VÍB valið besta íslenska eignastýringar fyrirtækið af breska fjármálaritinu World Finance. Horft var til margra þátta, s.s. árangurs síðasta árs, fjárfest ing ar aðferða, þjónustu og fræðslu. Við erum afar stolt af þessum verðlaunum og ekki síður ánægð með að Íslendingar segjast myndu leita fyrst til okkar ef þeir þyrftu á eignastýringarþjónustu að halda.* Kynntu þér árangurinn, aðferðirnar og fjárfestingarkostina sem öfluðu okkur viðurkenningar og trausts. * Skv. netkönnun Capacent Gallup í maí 2013. iðhorfið til vinnu hefur breyst á Íslandi. Lifum við til að vinna eða vinnum við til að lifa? Það er hægt að halda því fram að gengnar kynslóðir hafi lifað til að vinna og ala af sér börn. Það hafi verið tilgangur lífsins. Þetta var streð út í gegn í harðbýlu landi. Fjölskyldur voru fjölmennar, jafnvel átta til tíu börn á heimilum, og foreldrar höfðu lítinn tíma til að dúlla með börnum eftir strit dagsins og lesa fyrir þau á kvöldin. Börn höfðu meira ofan af fyrir sér sjálf. Þetta gilti langt fram á síðustu öld en með minni fjölskyldum og aukinni hagsæld byrjaði viðhorfið að breytast. Að vísu er það svo að margt gamalt fólk hefur þá trú að slæmt sé fyrir heilsuna að hætta að vinna 68 ára því það koðni þá fljótt niður – og út frá þeirri hugsun má segja að það vinni til að lifa. Sú kynslóð, sem komið hefur inn á vinnumarkaðinn undanfarin fimmtán til tuttugu ár, metur frítímann meira. Sagt er að hún vinni til að lifa, frekar en að lifa til að vinna. Hún skilgreinir sig meira út frá tímanum utan vinnunnar – og tímanum með fjölskyldunni. Auðvitað er þetta persónubundið. Fyrir nokkrum ár ­ um voru umræður á Alþingi um að ungir þingmenn þyrftu að fara heim um fjögurleytið til að ná í börnin á leikskólann. Svona umræður hefðu aldrei komið til tals fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Nýlega var haldin ráðstefna um atið við að halda mörgum boltum á lofti í annríki dagsins. Það kallast margt á; vinnan, áhuga ­ málin, ræktin, heimanám barnanna, skutlið með þau í tónlistartíma og íþróttaæfingar, vinirnir, göngu ferð ­ irnar með hundinn – svo nokkur dæmi séu tekin um að halda mörgum boltum á lofti í einu. Þetta voru fróð legar umræður en enginn fyrirlesari sagði beint út: fækkum boltum á lofti og drögum úr spennunni. Þess í stað var rætt um hvernig hægt væri að koma þessu öllu heim og saman. Þá er það hin hliðin á peningnum. Í frægri og marg umræddri skýrslu sem McKinsey birti á árinu kom fram að framleiðni – verð ­ mæta sköpun á vinnustund – væri minni á Íslandi en í nágrannaþjóðunum. Munar þar talsverðu, eða allt að fimmtungi; 20 prósentum. Lengi vel ruglaði það samanburð á þjóðartekjum milli landa að á bak við tekjur Íslendinga voru fleiri vinnu stundir. Eina atvinnu greinin á Íslandi sem stenst alþjóð legan saman burð í framleiðni, samkvæmt skýrslu Mc Kinsey, er sjávarútvegurinn. Hann gerir raunar gott betur. Lítil framleiðni er alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga um þessi áramót. Það ætti að vera eitt af heitunum að auka hana. Við berum okkur saman við aðrar þjóðir í lífskjörum en sköpum ekki sömu verðmæti og þær í vinnunni. Hvað veldur? Erum við löt eftir allt saman? Erum við á sam ­ félags miðlunum í vinnutímanum? Sitjum við fundi svar andi tölvupósti í stað þess að einbeita okkur að fundunum? Í fyrirlestrum í háskólum merkja kennarar minni athygli og áhuga – skynja að nemendur „eru fjarverandi“ þótt þeir mæti í tímana. Þeir senda skila boð með símum eða með tölvunni í stað þess að hlusta. Líklegast er sagan um að við Íslendingar sé um svo duglegir í vinnu ekki rétt. Sennilega höld ­ um við okkur ekki jafnmikið að verki og aðrar þjóðir. Hugsanlega stafar lítil framleiðni af því að við fram ­ leiðum ekki réttu hlutina í atvinnulífinu þótt við séum iðin við að gera þá rétt. Í þeim efnum er frelsi markaðsaflanna besti leiðarvísirinn og segir til um hvaða vörur eigi að framleiða. Við erum fámenn þjóð og getum þess vegna aldrei notið hagkvæmni stærðarinnar í framleiðslu. En við búum yfir auðlind ­ um sem nýta þarf á sem arðbærastan hátt með nýj ­ ustu tækni og vísindum. Framleiðni og hagvöxtur eru systkini. Á Íslandi hefur hagvöxtur í heila öld orðið til vegna sterkra út flutningsgreina og fjárfestinga at ­ vinnu lífsins í tekju skapandi framleiðslutækjum. Því miður eru fjár festingar langtum minni núna en áður sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Það eru mikil hættu merki. Á sama tíma þurfum við sárlega að auka framleiðni til að bæta lífskjörin. Í þeim efnahagsbata sem náðst hefur á Íslandi undanfarin ár hafa sjávarútvegur, áliðnaður og ferðaþjónusta lagt mest af mörkum og skapað flest þau störf sem hafa orðið til – auk þess sem ferða þjónustan hefur búið til fjölda starfa í verslun en erlendir ferðamenn eyða meira en áður. Það er knýj andi fyrir atvinnulífið að fjárfesta meira í tækni, vísindum og menntun til að auka framleiðni. Ekkert hagkerfi getur hækkað laun nema framleiðni hafi aukist – annað leiðir til verðbólgu og hvað þá þegar arfavitlaus spírall verðtryggingar er fyrir hendi og skrúfar allt upp. Stóra þverstæðan við þessar aðstæður er að litlar launahækkanir auka kaupmáttinn mest. Nágrannaþjóðir okkar leggja ofuráherslu á hóflegar launahækkanir og samninga til langs tíma og upp skera meiri kaupmátt. Margt ungt fólk segist vilja flytja til útlanda því þar séu hærri laun fyrir minni vinnu. Það ætti frekar að segja hærri laun fyrir styttri vinnutíma og meiri afköst í vinnunni. Fróðlegt verður að sjá hvernig áramótaheitið um aukna framleiðni á vinnumarkaði næst þegar kynslóðin, sem skilgreinir sig meira út frá rauðum dögum og frítíma, gerir sig æ meira gildandi í atvinnulífinu. Vonandi dregur það úr slugsi á vinnu ­ stöðum og hvetur alla til að nýta tímann betur í vinn­ unni og huga að ábatameiri framleiðslu. Lifum við til að vinna eða vinnum við til að lifa? Það er nú það; lífið sjálft er meginmarkmiðið. Njótum þess – bæði í vinnunni og heima. Jón G. Hauksson Fróðlegt verður að sjá hvernig áramótaheitið um aukna framleiðni á vinnumarkaði næst þegar kyn ­ slóðin, sem skil ­ greinir sig meira út frá rauðum dögum og frítíma, gerir sig æ meira gildandi í at vinnu lífinu. Leiðari Lifum við til að vinna?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.