Frjáls verslun - 01.11.2013, Síða 23
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 23
3. iPhone 5s
Snjallsími (Verð frá 109.990 kr., t.d. hjá helstu símafyrirtækjum).
Þegar Apple sendir frá sér nýjan snjallsíma fylgjast allir
símaáhugamenn með af athygli, enda hefur þessi vörulína verið
í fararbroddi snjall símanna alveg frá upphafi. Meðal nýjunga
er 64 bita örgjörvi, sem skilar hraðari og öflugri vinnslu,
fingrafaraskanni sem tekur símann úr lás og endurbætt
myndavél. Með samningum íslensku símafyrirtækj-
anna við Apple hrundi síminn svo í verði nú í
desember, sem eru frábærar fréttir.
4. GoogleNexus
7 (önnur kynslóð)
Spjaldtölva (verð frá 57.990 kr., t.d. hjá
www.tolvulistinn.is). iPad er ekki einráður
á spjaldtölvumarkaðnum – það sannar
nýjasta útgáfan af Nexus 7. 2013-árgerðin af
Nexus 7 er önnur kynslóð þessara spjaldtölva
frá Google og með henni tókst að finna gott
jafnvægi milli vinnslugetu og verðs. Nexus 7
er með frábæran skjá, fínasta vélbúnað og
verðið er lágt í samanburði við fyrrnefndar
iPad-tölvur.
5. Dell XPS 18
Borðtölva/spjaldtölva (verð 229.990 kr.
hjá www.advania.is). Nú þarf ekki lengur
að vera alltaf að skipta á milli borðtölvunnar
á skrifborðinu og spjaldtölvunnar á flakkinu.
XPS 18 frá Dell er nefnilega hvort tveggja í
senn. Þessi græja er með 18 tommu snerti-
skjá og keyrir borðtölvuútgáfuna af Windows
8. Það er hægt að nota hana sem borðtölvu
með því að smella henni á þar til gerðan
stand, en sé hún tekin upp breytist hún í
einstaklega öfluga spjaldtölvu.
6. Samsung GalaxyNote 3
Snjallsími (verð frá 139.990 kr., t.d. hjá helstu
símafyrirtækjum). Þriðja útgáfan af þessari mögn-
uðu græju, sem er í raun millistigið milli snjallsíma
og spjaldtölvu, kom út á árinu. Note 3 er einn öflug-
asti snjallsíminn á markaðnum í dag, er með flottan
(og stóran) 5,7 tommu skjá og virkar sérstaklega vel
fyrir þá sem vilja geta rissað upp myndir eða skrifað
minnispunkta á snjallsímann, því sérstakur penni
fylgir með.
Með samningum ís-
lensku símafyrirtækj-
anna við Apple hrundi
síminn svo í verði nú
í desember, sem eru
frábærar fréttir.