Frjáls verslun - 01.11.2013, Blaðsíða 28
28 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013
að mati Páls stefánssonar
bílAr og
græJur ársins
38 ára gamall bíll bíll ársins
Sjöunda kynslóð af Volkswagen Golf hlaut á dögunum verðlaunin
Car Of The Year, bíll ársins 2013. Þetta er bara í annað sinn sem Golf
vinnur þennan titil, hitt skiptið var fyrir 21 ári, árið 1992, þegar þriðja
kynslóð af þessum mest selda bíl Evrópu vann. Fyrsta kynslóðin af Golf
kom á markað 1975, fyrir 38 árum, og varð í öðru sæti í keppninni um
bíl ársins það árið. Í ár vann Golfinn með miklum yfirburðum; fékk 414
stig. Í öðru sæti varð Toyota GT86/Subaru BRZ (sami bíllinn seldur
undir tveimur merkjum) með 201 stig. Í þriðja sæti varð síðan bifreið
frá Gautaborg, Volvo V40. Hún hlaut 189 stig í kosningunni, sem allir
helstu bílablaðamenn álfunnar hafa atkvæðisrétt í. Allar kynslóðirnar
sjö hjá Volkswagen Golf hafa komist á pall, verið í einu af þremur efstu
sætunum í þessari keppni um æðstu orðu sem bifreiðaframleiðendum
getur hlotnast.
TIPA-verðlaunin
STIPAverðlaunin eru þau stærstu í ljósmyndatækjabransanum. Á þessu ári voru það aldargamall framleiðandi, Leica, og einn sá
yngsti í bransanum, Sony, sem skiptu aðalverðlaununum á milli sín. Leica M (Typ 240) fékk verðlaunin sem besta atvinnumannavélin
(Best Professional Camera) og Sony RX1 fékk verðlaun sem mesta gæðavélin (Best Premium Camera). Besta linsan var valin Sigma
35 mm F1.4 DG HSM (Best Expert DSLR Lens), en Sigma hefur verið á mikilli siglingu að skapa gler sem skáka sambærilegum
linsum frá Canon og Nikon. Canon fékk líka verðlaun; besta atvinnumannalinsan (Best Professional DSLR Lens) fyrir Canon EF 2470
mm f 2.8L II. Fujifilm XE1 var valin besta áhugamannasmávélin (Best CSC Expert). Besti þrífóturinn: Giottos Silk Road.
Græjur