Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 66

Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 66
66 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 að vilja nefna einhverja staði sérstaklega. Bláa Lónið sé líka alveg opið fyrir því á einhverjum tímapunkti í framtíðinni að taka þátt í einhverju slíku verkefni vegna þess að innan fyrirtækisins hafi byggst upp mikil sérþekking á því að sinna einstakri afþreyingu. „Það eru örugglega möguleikar í öllum landshlutum en aðalatriðið er að það verður að fara rétt í verkefnin, vera með þolinmótt fjármagn til að leggja í þau, byggja upp af metnaði og verðleggja þjón ­ ustu miðað við gæði.“ Meðal annars vegna þessa tók Grímur að sér að vera formaður fjárfestingarráðs Iceland Travel Fund, sem Icelandair, Landsbankinn og fagfjárfestar hafa stofnað til. Þetta er sjóður sem hefur tvo millj arða króna til ráðstöfunar og tilgangur hans er fyrst og fremst að leita uppi nýja vaxtar ­ brodda í afþreyingu fyrir ferðamenn á Íslandi. Grímur segir sjóðinn m.a. hafa fjárfest í mjög spennandi verkefni í Ölfus ­ höllinni sem eigi eftir að færa íslenska hestinn á nýjan stall. Sömuleiðis er verið að undirbúa fjárfestingu í verkefni um að gera ísgöng í Langjökli, eitt spennandi safnaverkefni sé á döfinni auk fleiri áhuga ­ verðra verkefna. „Öll hafa þau þann tilgang að vera sér ­ íslensk og bæta við þá afþreyingarflóru sem fyrir er í landinu. Sjóðurinn er fjár ­ sterkur og leggur mikla áherslu á sterka eiginfjárstöðu og fjármögnun verkefna þannig að menn geti gert hlutina almenni ­ lega, rekstrarfjármagn sé nægt til að byggja reksturinn upp og markaðssetja hann á um þremur árum eða þar til verkefnið hefur tekið flugið.“ Grímur er líka eindreginn stuðnings ­mað ur náttúrupassans sem talað hefur verið um til að byggja upp innviðina í ferðaþjónustunni. „Þetta er mjög góð leið til að tryggja að nauðsynleg uppbygging í kringum okkar helstu náttúruperlur fari fram. Það sem skiptir meginmáli eins og komið hefur fram hjá atvinnuvegaráðherra er að það á að setja þá fjármuni sem passinn skapar í sérstakan sjóð og ferðaþjónustugreinin mun koma að því að stýra honum. Með náttúrupassanum er heldur ekki verið að finna upp hjólið, við höfum nóg af fordæmum eins og t.d. Nýja­Sjáland, sem við í ferðaþjónustunni hér höfum horft m.a. til sem fyrirmyndar. Nýja­Sjáland hefur staðið sig frábærlega í uppbyggingu ferðaþjónustu á síðustu 15­ 20 árum og aðstæður að ýmsu leyti líkar því sem hér gerist með jarðhita og fallega náttúru. Náttúrupassinn á alveg eins við hér og þar.“ Maður ársins „Það hefur verið mjög fróðlegt að sjá hvernig fjárfesting hefur ætíð ýtt undir vöxt í starfsemi félagsins.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.