Frjáls verslun - 01.11.2013, Síða 78
78 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013
Sigurður Atli Jónsson, bankastjóri MP banka, segist fyrst og fremst vera stoltur af starfsfólki
bank ans sem hafi staðið sig með
ein dæmum vel á árinu:
Banki atvinnulífsins
„Frá því við kynntum kjörorð
okkar „banki atvinnulífsins“
höfum við kappkostað að veita
at vinnulífinu sérhæfða fjár
málaþjónustu sem byggist á sér
þekk ingu og færni starfsmanna.
Starfs fólkið okkar hefur sann
arlega staðið undir því og lagt
kapp á að velja verkefni og
viðskiptavini bankans af kost
gæfni.
Afkoma bankans hefur verið
jákvæð og lausafjár og eigin
fjárstaða er góð. Okkur hefur
tekist að halda sterkri stöðu
okkar á verðbréfamarkaði
sam tímis uppbyggingu á sviði
eignastýringar og við skipta
banka þjónustu. Samhliða sókn
bank ans höfum við unnið jafnt
og þétt í að styrkja og efla inn
viði bankans með áherslu á gæði
lánasafns og góðum endur
heimtum eldri lána.
Bjartsýnn á gengi bankans
Ég er bjartsýnn á gengi bankans
enda er það metnaðarfullt
teymi sem mun leiða starf
sem ina áfram inn í nýtt ár.
Efna hagsumsvif hafa verið
minni síðastliðin misseri en
spáð var og fjárfestingastig
lægra sem hefur endurspeglast
í þungu rekstrar og sam
keppnisumhverfi. Ljóst er að
heppn ist fyrirætlanir núver
andi ríkisstjórnar um að efla
einkaneyslu og sparnað án
þess að missa tök á verð bólg
unni má reikna með hægum
viðsnúningi á næsta ári. Þrátt
fyrir það stöndum við frammi
fyrir miklum áskorunum, svo
sem afnámi gjaldeyrishafta,
slitaferli gömlu bankanna og
uppgreiðsluvanda Íbúða lána
sjóðs. Allir þessir þættir hafa
mikil áhrif og hægja á upp
bygg ingu fjármálamarkaðar.
Stóra spurningin fyrir árið 2014
er hvort einhverjar úrlausnir
finnist á þessum stóru málum.
Ég lít tvímælalaust svo á að MP
banki sé í góðri aðstöðu til að
takast á við núverandi efna hags
ástand og enn betur mun ganga
þegar klakaböndum haft anna
verður aflétt.“
Sérhæfður banki
Að sögn Sigurðar Atla er lögð
áhersla á þá stefnu að MP banki
sé banki atvinnulífsins í aug
lýsingum og kynningum:
„Við erum eini bankinn sem
sér hæfir sig í þjónustu við lítil
og meðalstór fyrirtæki. Við
get um ekki verið valkostur
fyrir alla en viljum vera fyrsti
valkostur fyrirtækja og fólks í
fyrirtækjarekstri. Þeim árangri
náum við með sérhæfðri og
faglegri fjármálaþjónustu sem
sérsniðin er að þörfum mark
hópsins. Við leggjum jafnframt
áherslu á sterka stöðu okkar og
reynslu á verðbréfamörkuðum
og í eignastýringu.
Jafnt kynjahlutfall í
stjórnum
Stjórn bankans uppfyllir ákvæði
laga um jafnt kynjahlutfall í
stjórnum. Við erum með fimm
manna stjórn sem skipuð er þeim
Þorsteini Páls syni formanni,
Skúla Mogensen, Hönnu Katrínu
Frið riksson, Ingu Björgu Hjalta
dóttur og Mario Espinosa. Í
MP BANKI
Frjáls og óháður einkabanki
MP banki sérhæfir sig í að veita íslensku atvinnulífi, athafnafólki, fjárfestum og sparifjáreigendum
sérhæfða bankaþjónustu, auk alhliða þjónustu á sviði fjárfestingabankastarfsemi og eignastýringar.
áramót
eru tímamót
TexTi: Hrund HakSdÓTTir / Mynd: geir ÓlafSSon
„Frá því við kynntum kjörorð okkar „banki atvinnulífsins“ höfum við kappkostað að veita at vinnulífinu
sérhæfða fjár málaþjónustu sem byggist á sér þekk ingu og færni starfsmanna.“