Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 95
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 95
á faglega og persónulega
þjónustu. „Þrátt fyrir að ákveðn
ar breytingar séu að eiga sér
stað innan fyrirtækisins munu
þessar megináherslur hjá okkur
vera þau grunngildi sem allir
ráðgjafar okkar vinna eftir.“
Unnið er að nýrri stefnu
mótun þar sem miklar breyt
ingar munu eiga sér stað innan
fyrirtækisins. Komið verður
fram með nýjar vörutegundir
og vörulínur sem boðið verður
upp á samhliða auknum ráðn
ingum.
„Með því að ráða þessa tvo
nýju starfsmenn ætlum við að
leggja aukna áherslu á ráðgjöf
sem mun fyrst og fremst
felast í að þjálfa starfsfólk og
stjórn endur í orkustjórnun.
Orkustjórnun er heildstæð
hugmyndafræði sem sækir í
þekkingarbrunn rannsókna á
afburðaframmistöðu. Má þar
nefna sálfræði, lífeðlisfræði,
mannauðsstjórnun og
íþróttafræði. Hún gengur út
á að gera einfaldar en áhrifa
miklar breytingar á hegðun og
hugarfari til að endurheimta
stjórn á lífinu og bæta þannig
frammistöðu í starfi samhliða
því að auka svigrúm til að
sinna eigin heilsu og velferð.
Við hjá Hagvangi teljum að
þörfin fyrir orkustjórnun sé
sífellt að aukast þar sem tækni
framfarir, aukinn hraði, kreppa
og niðurskurður hafa gert
það að verkum að kröfur til
starfsfólks og stjórnenda hafa
stóraukist undanfarinn áratug.
Stundaskrá flestra er fullbókuð,
linnulítið áreiti dynur á úr
öllum áttum, athyglin hefur
tilhneigingu til að vera alls
staðar og hvergi og skilin milli
vinnu og einkalífs verða sífellt
óljósari. Þessi veruleiki kallar
á að við endurmetum hvernig
við nálgumst vinnuna okkar
og lítum gagnrýnum augum á
siði og venjur sem eru að tæma
orkutankinn okkar og vinnum
með þá þætti sem við höfum
stjórn á. Markmiðið er bæði
meiri afköst og aukin lífsgæði.“
Stöðugleiki og
sóknarhugur
Katrín segir að árið 2014 líti vel
út. „Þjóðin fer vonandi að líta
fram á veginn og vonandi taka
bjartari tímar við. Við bjóðum
upp á fjölbreytta þjónustu
og munum mæta nýju ári af
miklum krafti.“
Spurð um næstu tvö ár segist
Katrín vonast til þess að að
þeim liðnum verði meiri stöð
ugleiki í þjóðfélaginu al mennt
og meiri sóknarhugur í fyrir
tækjum. „Ég vona að það sé nú
búið að greiða úr þessum stóru
málum sem allir eru búnir að
vera uppteknir af og að fólk
og fyrirtæki séu nú farin að
hugsa fram á við; hætti að horfa
alltaf í baksýnisspegilinn og
vera alltaf bundin fortíðinni.
Við þurfum að fara að horfa
til framtíðar. Ég horfi bjartsýn
inn í næsta ár og trúi því að við
séum að komast yfir erfiðasta
hjallann þótt þetta séu ekki
auðleysanleg mál sem þjóðin
hefur staðið frammi fyrir. Við
eigum fullt af tækifærum sem
við þurfum að nýta betur.“
„Hausa veiðar er sú að
ferð sem notuð er þeg
ar atvinnurekendur
leita að fólki sem er
ekki endilega virkt í at
vinnuleit heldur er þegar
í spenn andi starfi.“
Katrín S. óladóttir: „Svo eru það þeir sem eru í störfum og hafa staðið sig áberandi vel. Við höfum samband við það fólk að fyrra bragði til
að kanna hvort það vill eitthvað hreyfa sig og skoða tækifæri sem við erum með.“
HaGvaNGuR
Fjöldi: 10
Framkvæmdastjóri: Katrín s. óladóttir
Stjórnarformaður: Þórir Þorvarðarson
Stefnan: að vera áfram traust og faglegt fyrirtæki á sviði
ráðninga og mannauðsráðgjafar.