Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 101
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 101
„Við höfum verið að
bjóða enn hraðari teng
ingar yfir ljósleiðarann
en nokkurn tím ann áður
og bjóðast heim ilum nú
þjónustuleiðir eins og
400 Mb/s nettengingar.
Það er nýjung á mark
aðnum og sýnir hvers
ljósleiðarinn er megn
ugur.“
Bryndís Guðnadóttir, sérfræðingur á
kjaramálasviði VR, og ólafía B. Rafns
dóttir, formaður VR.
Hann segir að hjá Gagna veit
unni sé fylgt þeirri stefnu að
um fjölskylduvænt fyrir tæki sé
að ræða þar sem ekki sé keyrt á
óhóflegum vinnu tíma og er lögð
áhersla á sveigj an leika eins og
kostur er. „Við líðum ekki einelti
eða kynferðislega áreitni á vinnu
staðnum og reynum eins og við
getum að bæta kynjahlutfallið
við ráðningar þótt um sé að ræða
mjög karllægan geira.“
Öflugir innviðir
Birgir Rafn segir fjárhagslegar
áætlanir félagsins um kostnað
við uppbygginguna og öflun
nýrra viðskiptavina hafa staðist
öll ár frá stofnun félagsins.
Tekj ur hafa vaxið jafnt og
þétt og yfir 70% þeirra til ráð
stöf unar eftir rekstrargjöld.
„Okkur hefur tekist vel til í
þessu samkeppnisumhverfi.
Við erum með þjónustu sem
við vitum að markaðurinn vill
fá; það er enginn að hætta að
nota netið og notkun á netinu
og hvers konar sjónvarps og
símaþjónustu eykst stöðugt.
Hlutverk okkar í þeirri þró un
er mjög mikilvæg. Fjar skipta
fyrirtækin reiða sig á ljós
leiðaratengingar út um allan
bæ til að geta veitt sem bestu
og áreiðanlegustu fjar skipta
þjónustu. Þörfin fyrir öfluga
innviði eins og ljósleiðarakerfi
Gagnaveitunnar er því mikil
og eftirspurnin vaxandi. Upp
bygging Gagnaveitunnar á
ljósleiðarakerfi sínu hefur
vakið alþjóðlega athygli enda
hefur hún leitt til þess að flest
um heimilum höfuð borgar
svæðisins og reyndar víðar á
landinu stendur til boða betri
fjarskiptatenging en flestum
borgum sem við berum okk ur
saman við. Framsýni og full
vissa um tæknilega yfirburði
ljósleiðarans hefur ráðið för og
leitt til möguleika sem langt í
frá eru að fullu nýttir.“
Fimm ár eru liðin frá hruni.
Hvað segir Birgir Rafn um
vænt ingar sínar til næstu
tveggja ára? „Ég hef þær vænt
ingar að það takist að auka
hag vöxt og svo að sjálfsögðu að
finna megi skynsamlegar leiðir
út úr gjaldeyrishöftunum.“
GaGNaveiTa ReyKjavÍKuR eHF.
velta 2013: um 1.550 milljónir kr.
Fjöldi starfsmanna: 33
Framkvæmdastjóri: Birgir rafn Þráinsson
Stjórnarformaður: Bjarni Bjarnason
Stefnan: fyrirtækið hefur þá stefnu að stuðla að aukinni sam
keppni á fjarskiptamarkaði og auknum lífsgæðum neytenda í
fjarskiptum. til stendur að selja allt að 49% í félaginu og þess
má vænta að nýir meðeigendur með Orkuveitunni láti sig
stefnu félagsins varða.
talið frá vinstri: Sigurður Arnar Friðriksson, forstöðumaður Ljósleiðaradeildar, Birgir Rafn Þráinsson framkvæmdastjóri, Jón Ingi
Ingimundarson, forstöðumaður tæknideildar og Magnús Salberg óskarsson, forstöðumaður Viðskiptadeildar.