Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Blaðsíða 108

Frjáls verslun - 01.11.2013, Blaðsíða 108
108 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 FERðAMÁLASTOFA Jafnvægi í vexti og viðgangi mikilvægt Samkvæmt lögum um skipan ferðamála fer Ferðamálastofa með framkvæmd ferðamála. Yfirstjórn málaflokksins er í höndum atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem skipar ferðamálastjóra til fimm ára í senn. Ferðamálastjóri veitir Ferðamálastofu forstöðu og ræður annað starfsfólk stofnunarinnar. Hvað bar hæst á árinu í starfsemi stofnunarinnar og hverjar verða áhersl urnar á næsta ári? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála ­ stjóri segir að kosningaár feli allt af í sér breytingar, nýjar áhersl ur og tækifæri til að tak ­ ast á við ný verkefni: „Þegar við bætist mikil fjölg ­ un ferðamanna á undan förn um misserum og aukinn skiln ingur á mikilvægi atvinnu greinarinnar fyrir þjóðar búið er ekki skrýtið að verkefnum hafi fjölgað hjá Ferðamálastofu. Ferða ­ þjón ustan er ein okkar allra mik ilvægustu atvinnu greina; minna má á að ferða þjónusta var á árinu 2012 önnur stærsta gjald eyris skapandi atvinnu ­ grein Íslendinga og margt sem bendir til þess að hún verði árið 2013 sú sem mests gjaldeyris aflar. Halda þarf vel á spilum til þess að þróun hennar verði í sátt við land og þjóð, atvinnusköpun sjálfbær og í takt við kröfur um áhugaverð og vel launuð störf og gildir þá einu hvort litið er til áherslna í markaðssetningu landsins eða uppbyggingar og þróunar innan atvinnugreinarinnar sjálfrar. Ferðamálastofa gegnir lykilhlutverki á þeim svið um sem snúa að innri uppbyggingu og ytri umgjörð ferða þjónustunnar og vann á síðasta ári áfram að því að festa í sessi lykilverkefni sem lúta að þessu hlutverki. Leyfisveitingar og eftirlit Nýr ráðherra ferðamála hefur lagt áherslu á að endurskoða regluverk ferðaþjónustunnar, bæði vegna þess flækjustigs sem blasir við þeim sem vilja hasla sér völl innan grein ar ­ innar, en einnig vegna ákalls um skýrari umgjörð og auknar kröfur um öryggi, gæði og fagmennsku starfandi aðila í greininni. Á árinu 2013 var Ferða málastofu falið að setja af stað vinnu við heild stæða úttekt á reglu verki ferða þjón ­ ustunnar með áður nefnd mark ­ mið að leiðar ljósi. Árið 2014 verður þessari vinnu skilað og unnið áfram að þeim mikil ­ vægu verkefnum sem leiða af úttektinni. Gæða- og umhverfismál fyrirtækja í ferðaþjónustu VAKINN, gæða­ og umhverfis ­ kerfi ferðaþjónust unnar, hóf starfsemi 2012 og hélt upp ­ bygg ing þess áfram af fullum krafti á árinu 2013. Stóra verk efnið á árinu 2014 mun felast í því að opnað verður fyrir þátttöku gistiaðila, en metn aður okkar sem að kerf ­ inu stöndum er að obbi ferða ­ þjónustufyrirtækja verði þátt ­ takendur í kerfinu og sendi þar með skýr skilaboð á þessu sviði um íslenska ferðaþjónustu. TexTi: Hrund HaukSdÓTTir / Myndir: geir ÓlafSSon og Úr einkaSafni áramót eru tímamót ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.