Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 119

Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 119
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 119 s.s. við íþróttaiðkun, útivist, lestur bóka, eða við að sinna hvaða áhugamálum sem er. Þegar við upplifum að spenn­ an verður meiri en svo að við höfum stjórn á aðstæðum er hætt við að hún hafi neikvæð áhrif á árangur okkar í starfi. Líkamleg einkenni eins og höf uðverkur, vöðvaspenna, verkur fyrir brjóstinu, þreyta, melt ingartruflanir, svitaköst og svefnvanda mál gera vart við sig. Kvíði, eirðarleysi, skortur á á huga og einbeitingu, dep­ urð og jafnvel þunglyndi eru til finningar sem við upplifum í meira mæli. Hegðun okkar breytist, okkur hættir til að of­ eða vanmeta aðstæður, við tök ­ um reiðiköst og drögum okkur jafnvel í hlé félagslega. Óhófleg notkun á lyfjum og vímugjöfum, víni, tóbaki eða öðru, er einnig algengur fylgifiskur, svo og kynlífsfíkn. Allir þessir þættir draga úr tækifærum okkar til að upp lifa vellíðan og skila okkar besta árangri, hvort sem er í starfi eða einkalífi. Hvernig eigum við að bregðast við? Við þurfum að tryggja að við fáum næga hvíld og orku til að takast á við þau krefjandi verkefni sem fylgja stjórnenda ­ hlutverkinu. Það hjálpar mikið til ef við höfum ástríðu fyrir verk ­ efninu og getum upplifað flæði í vinnunni. Það hjálpar okkur líka að eiga skemmtileg áhugamál sem við sinnum reglulega utan vinnunnar og gefa okkur orku og innblástur. Fjölmargir eru tilbúnir að veita okkur góð ráð um það hvernig við getum náð betri stjórn á eigin lífi og jafnvægi milli starfs og einkalífs. Mikilvægast er þó að hver og einn finni sér leið, út frá eigin forsendum og þörfum. Hér á eftir fara nokkur heilræði sem kannski geta veitt innblástur. Áður en þú ferð í fríið 1. Skipuleggðu fríin tíman- lega. Taktu tímann frá og skipuleggðu verkefnin í samræmi við það. Ef fyrirvari er nægur er minni hætta á að við séum búin að ákveða verkefni eða verklok á viðkvæmum tíma. Þá eigum við síður á hættu að þurfa að fresta fríinu eða sleppa því. 2. Verum raunsæ. Yfir sumar- tímann og yfir páska, jól og ára mót eru færri vinnuda- gar svo við skulum gera ráð fyrir að koma ekki eins miklu í verk. 3. Leggjum áherslu á að forgangs raða. Gerum það í sam ráði við okkar nánasta samstarfsfólk, drögum mörkin og látum vita að við munum aðeins sinna því allra mikilvægasta. 4. Byrjaðu í fríi áður en þú leggur af stað. Eigðu t.d. einn eða tvo fundalausa daga áður en fríið byrjar til að hnýta alla lausa enda svo verkefnin elti þig síður í fríið. Eins getur verið klókt að koma til baka úr fríinu á undan áætlun. Þannig getur þú náð í nokkra daga í vinnunni sem þú átt lausa án þess að búið sé að bóka þig á fundi. 5. Ekki ofhlaða fríið. Þeir sem sjaldan hafa tækifæri til að fara í frí eiga það til að hafa of miklar væntingar og ætla sér að koma of miklu í verk á stuttum tíma. Leyfðu þér að eiga tíma til að slæpast dálítið líka. Þannig er minni hætta á að þú komir þreytt- ari úr fríinu en þú varst þegar þú fórst. Á meðan þú ert í fríi 1. Verum góðar fyrirmyndir og setjum gott fordæmi. Leggj- u m línur um hvar draga á mörkin. Ef þú hringir mikið í samstarfsfólkið í fríinu og ert í sífellu að senda tölvupóst þar sem þú liggur á sundlaugarbakkanum er líklegt að samstarfsfólk þitt reikni með að þú ætlist til þess sama af þeim. 2. Látum símann eiga sig nema erindið sé brýnt og ekki kíkja á tölvupóstinn á fimm mínútna fresti. Ákveddu fyrirfram að skoða póstinn t.d. aðeins snemma á morgnana og einu sinni síðdegis en gefðu honum frí þess á milli. 3. Treystu fólkinu þínu. Fjar- vera þín gefur þeim gott tækifæri til að spreyta sig. Undirbúðu fjarveru þína. Leyfðu þeim að heyra að þú treystir þeim. Láttu vita til hvers þú ætlast á meðan þú ert í burtu og vertu viss, þau munu leggja sig fram um að standa undir væntingum þínum. 4. Verðu fríinu í umhverfi sem nærir þig, úti í náttúrunni, á fjöll um, við ströndina, í skógin um eða hvar sem þú hleður batteríin best, skemmt ir þér og finnur frið. Ef þú átt vini sem eru nánast „ofvirkir“ af athafna- gleði en þú ert meira þessi „sundlaugarbakkatýpa“ vertu þá viss um að þú veljir þér frí á þínum eigin forsendum. Sniðugra gæti þá verið að fara í helgar- ferðir með vinunum en í þriggja vikna ferðalag. Á hverjum degi Vissulega þykir okkur gott að vita að við erum mikilvæg, þótt við vitum innst inni að enginn er ómissandi. Þess vegna getum við öll tekið frí öðru hvoru og fengið hvíld frá daglegu amstri. Þá ná kollurinn og kroppurinn að safna kröftum og orku til að sinna því vel sem raunverulega er mikilvægt, bæði í vinnunni og heima. Þá verðum við líka bæði skemmtilegri og afkastameiri. En í raun er ekki síður mikil­ vægt að við fáum hvíld og slökun reglulega. Ekki bara í skipulögðum fríum. Borðum hollt, sofum lengi og vel, hreyfum okkur reglulega, notum áfengi í hófi og slökum á a.m.k. stutta stund á hverjum degi. Þannig ættum við að hlaða okkur orku á hverjum degi. Njóttu þess að slappa af um hátíðirnar og kannski er tilvalið að nota einmitt tímann núna til að skipuleggja sumarfríið næsta sumar með fjölskyldunni. Eigðu gott ár 2014. Tekur þú vinnuna með í fríið?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.