Frjáls verslun - 01.11.2013, Blaðsíða 123
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 123
H
eimkoma fjár mála
manns vekur athygli.
Það eru þrátt fyrir
allt gjald eyrishöft og
mikið óunnið enn við að koma
fjármálakerfi land s ins á réttan kjöl
eftir banka hrunið 2008. Heiðar
skýrir heim komuna svo:
„Sem Íslendingur treysti ég
mér til að fjárfesta á Íslandi. Ég
tel að alþjóðlegir aðilar þori það
ekki en málið horfir öðruvísi við
mér enda ætla ég mér að búa í
landinu,“ segir hann.
Heiðar hefur verið í fréttum
fyrir að bjóða með öðrum í
stór an hluta HSveitna og hann
hefur skrifað óvenjulega bók um
tækifærin á Íslandi. Hann lítur á
legu landsins sem kost og ekki
galla. Bókina kallar hann Norður
slóðasókn – Ísland og tæki færin.
Hún kom út í sept em ber og
hef ur þegar selst í yfir þúsund
eintökum. Yfirleitt standa fjár
mála menn, ekki komnir á miðjan
aldur, ekki í bókar skrifum. Heiðar
fæddist árið 1972.
Gríðarlegar auðlindir
Heiðar nefnir nokkrar stað reynd
ir sem gera það vert að horfa til
norðurs: Norður heim skautið,
svæðið norðan heim skautsbaugs,
nær yfir 15% af landsvæði jarðar.
Þar eru 25% af öllum kolvetn um,
olíu og gasi. Stórar námur með
frum efnum eru þar með járni,
gulli og dem öntum. Einnig mestu
vatnsbirgðir jarðar. Íbúar svæðis
ins eru hins vegar innan við fjórar
milljónir og innviðir, svo sem
hafnir, flugvellir og rafkerfi, mjög
veikburða.
„Aukin fólskfjölgun ýtir mann
kyninu nú til þess að nýta þessar
auðlindir. Tæknibreytingar hafa
síðan orðið þess valdandi að
auð lindirnar hafa aldrei verið að
gengilegri en nú,“ segir Heiðar.
„Ég segi að mikil líkindi séu
með sókninni á norðurslóðir nú
og þegar forfeður okkar numu
land hér og á Grænlandi fyrir
1.200 árum. Tæknibreytingar
gera það að verkum að fólks
fjölg un er mikil og menn þurfa
að finna nýjar auðlindir. Fyrir
þúsund árum var það land bún
aðar byltingin sem loksins barst
til Norðurlanda, og Noregs
sér staklega þar sem einungis 3%
lands eru nýtanleg til ræktunar,
sem jók mjög fólksfjölda og
kröfu um að ný landsvæði væru
num in. Á þeim tíma varð Ísland
miðstöð þjónustu á norður
heim skautinu,“ segir Heiðar um
fram tíðarsýnina sem hann birtir í
bók sinni.
Nágranninn í vestri
Heiðar telur einnig að lega lands
ins sé illa nýtt auðlind: „Hnatt
ræn staða Íslands er sú sama á
Atlantshafi og Anchorage í Alaska
er í Kyrrahafi. Flugvöll urinn í
Alaska er einn af fimm stærstu
flugvöllum heims í frakt flugi.
Ice landair hefur þegar byggt upp
þjónustu í kringum far þega flutn
inga en tækifærin eru enn meiri,“
segir Heiðar.
Hann bendir einnig á að á
Græn landi var samþykkt 24.
október sl. að opna tvær námur
á suð vesturhorninu: „Umsvifin í
kringum námurnar verða meiri
en þreföld landsframleiðsla
Græn lands og ljóst að engin
höfn eða flugvöllur liggur betur
við að þjónusta það svæði en á
Íslandi. Framkvæmdirnar nema
um 600 milljörðum króna og
um það bil 4.000 manns þarf að
flytja til Grænlands til að vinna
við uppbygginguna. Það kallar á
flutn inga og þjónustu sem best er
sinnt frá Íslandi. Tilraunaboranir
eftir olíu munu einnig hefjast við
AusturGrænland á næstu fjórum
árum,“ segir Heiðar.
„Þarna eru miklir mögu leikar
fyrir þjónustu og verktakaf yrir
tæki á Íslandi og þetta er ekki
ein hver óljós framtíðarmúsík
heldur verkefni sem þegar blasa
við,“ segir hann ennfremur.
„Til að nýta þessa möguleika
skiptir miklu að markaðssetja
landið og legu þess. Mikið af
inn viðunum er þegar til. Sunda
höfn er í dag mikilvægasta
Heiðar Guðjónsson hefur starfað á alþjóðlegum fjármálamarkaði í 17 ár. Hann flytur til
Ís lands eftir að hafa starfað lengst af í New York, London og Zürich. Hann segir tækifærin
á Íslandi vera öfundsverð næstu áratugi og að lífsgæðin geti hæglega komist á það
stig sem best gerist alþjóðlega.
tæKifærin á
Heiðar Guðjónsson fjárfestir:
norðurslóð
TexTi: gíSli kriSTJánSSon / Myndir: geir ÓlafSSon og Úr Safni