Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 136
136 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013
1. Hvað ertu ánægðastur
með í íslensku atvinnulífi
um þessi áramót?
Efnahagslífið er almennt að
taka betur við sér en búist var
við, hagvöxtur að glæðast og
atvinnuleysi að minnka, sem
er ánægjulegt. Víst er staðan
viðkvæm og lítið má út af
bregða. En mér finnst samt
gæta meiri bjartsýni við þessi
áramót en undanfarin ár. Ef
til vill spilar inn í að markaðir í
Evrópu virðast vera að taka við
sér og það mun hafa jákvæð
áhrif hér á landi.
Það gefur líka tilefni til bjart
sýni að yfirlýst markmið stjórn
valda er að fá hjól atvinnulífsins
til að snúast. Enda er það eina
leiðin til að byggja undir lífs
gæði almennings og treysta
undirstöður velferðarsamfélags
ins. Ef við ætlum að tryggja
Íslendingum sambærileg
tækifæri og í nágrannalöndun
um þurfum við öflugar atvinnu
greinar sem skapa verðmæti og
tryggja flæði erlends gjaldeyris
inn í landið.
2. Hvaða fjögur skref er
brýnast að taka á árinu
2014 til að efla atvinnu
lífið.
Skort hefur á fjárfestingar í
íslensku atvinnulífi síðustu
árin og erlendar fjárfestingar
hafa verið hverfandi ef undan
er skilinn áliðnaðurinn. Það
er höfuðverkefni stjórnvalda
að greiða fyrir fjárfestingum
á Íslandi. Annars munum við
eiga erfitt með að standa undir
skuld bundingum ríkissjóðs og
halda áfram að dragast aftur
úr nágrannalöndunum í lífs
gæðum.
Stöðugleiki í efnahags um
hverfinu er nauðsynlegur til
þess að fyrirtæki og heimili geti
gert áætlanir fram í tímann. Það
gengur ekki að stjórnvöld hringli
með skatta og aðrar álögur og
gangi jafnvel bak orða sinna
og svíki gerða samninga. Það
er ekki líklegt til að greiða fyrir
fjárfestingum.
Óvissan sem loðað hefur
við íslenskt efnahagslíf grefur
undan stöðugleika. Þar hangir
margt á gjaldeyrishöftunum og
brýnt er að aflétta þeim.
Kjaraviðræðurnar framundan
gefa tóninn fyrir það sem koma
skal. Mér heyrist vilji til þess hjá
öllum við borðið að leggja sitt af
mörkum til að tryggja stöðug
leika í efnahagslífinu og leggja
grunn að lífskjarasókn á Íslandi.
Það er gömul saga og ný að ef
samningarnir byggjast ekki á
undirliggjandi verðmætasköpun
í hagkerfinu er hætta á
víxlverkun verðhækk ana og
launa og það er ekki góð til
hugsun að verðbólgan komi í
bakið á skuldugri þjóð.
3. Hvaða mistök voru
gerð á árinu 2013?
Það væru mistök að dvelja við
mistök á árinu sem er að líða.
Nú er kominn tími til að horfa
fram á veginn.
4. núna eru fimm ár liðin
frá hruninu, hvaða vænt
ingar hefur þú til næstu
tveggja ára?
Ég vona að tónninn breytist
í garð atvinnulífsins á næstu
árum. Það hefur ríkt of mikil
neikvæðni og nánast tortrygg
ni í garð atvinnurekenda. Ég
minni á að ef það á að nást
viðspyrna í íslensku efnahagslífi
þá eru það fyrirtækin í land
inu sem munu standa undir
því. Þar liggur frumkvæðið og
verðmætasköpunin.
5. framleiðni vinnuafls er
minni hér á landi en er
lendis. Hvað þarf að gera
til að auka hana?
Þetta er ekki einföld spurning
og ekkert einfalt svar til við
henni. En allt leggst á eitt. Ef
atvinnulífið býr við stöðugt
umhverfi og fær svigrúm til að
vaxa og dafna, þá eru líkur til
þess að stjórnendur þeirra geti
sett sér markmið til langs tíma
og starfsfólkið einbeitt sér að
þeim.
Meiri fjárfestingar
Pétur Blöndal, samáli:
„Stöðugleiki í efna
hags umhverfinu
er nauðsynlegur til
þess að fyrirtæki og
heimili geti gert áætl
anir fram í tímann.
Það gengur ekki að
stjórnvöld hringli
með skatta og aðrar
álögur og gangi jafn
vel bak orða sinna og
svíki gerða samn inga.
Það er ekki líklegt til
að greiða fyrir fjár
festingum.“
HVað seGja þau?
Pétur Blöndal. Ljósmynd Páll Kjartansson