Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 136

Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 136
136 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 1. Hvað ertu ánægðastur með í íslensku atvinnulífi um þessi áramót? Efnahagslífið er almennt að taka betur við sér en búist var við, hagvöxtur að glæðast og atvinnuleysi að minnka, sem er ánægjulegt. Víst er staðan viðkvæm og lítið má út af bregða. En mér finnst samt gæta meiri bjartsýni við þessi áramót en undanfarin ár. Ef til vill spilar inn í að markaðir í Evrópu virðast vera að taka við sér og það mun hafa jákvæð áhrif hér á landi. Það gefur líka tilefni til bjart ­ sýni að yfirlýst markmið stjórn­ valda er að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Enda er það eina leiðin til að byggja undir lífs­ gæði almennings og treysta undirstöður velferðarsamfélags­ ins. Ef við ætlum að tryggja Íslendingum sambærileg tækifæri og í nágrannalöndun­ um þurfum við öflugar atvinnu­ greinar sem skapa verðmæti og tryggja flæði erlends gjaldeyris inn í landið. 2. Hvaða fjögur skref er brýnast að taka á árinu 2014 til að efla atvinnu­ lífið. Skort hefur á fjárfestingar í íslensku atvinnulífi síðustu árin og erlendar fjárfestingar hafa verið hverfandi ef undan er skilinn áliðnaðurinn. Það er höfuðverkefni stjórnvalda að greiða fyrir fjárfestingum á Íslandi. Annars munum við eiga erfitt með að standa undir skuld bundingum ríkissjóðs og halda áfram að dragast aftur úr nágrannalöndunum í lífs ­ gæðum. Stöðugleiki í efnahags um­ hverfinu er nauðsynlegur til þess að fyrirtæki og heimili geti gert áætlanir fram í tímann. Það gengur ekki að stjórnvöld hringli með skatta og aðrar álögur og gangi jafnvel bak orða sinna og svíki gerða samninga. Það er ekki líklegt til að greiða fyrir fjárfestingum. Óvissan sem loðað hefur við íslenskt efnahagslíf grefur undan stöðugleika. Þar hangir margt á gjaldeyrishöftunum og brýnt er að aflétta þeim. Kjaraviðræðurnar framundan gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Mér heyrist vilji til þess hjá öllum við borðið að leggja sitt af mörkum til að tryggja stöðug­ leika í efnahagslífinu og leggja grunn að lífskjarasókn á Íslandi. Það er gömul saga og ný að ef samningarnir byggjast ekki á undirliggjandi verðmætasköpun í hagkerfinu er hætta á víxlverkun verðhækk ana og launa og það er ekki góð til­ hugsun að verðbólgan komi í bakið á skuldugri þjóð. 3. Hvaða mistök voru gerð á árinu 2013? Það væru mistök að dvelja við mistök á árinu sem er að líða. Nú er kominn tími til að horfa fram á veginn. 4. núna eru fimm ár liðin frá hruninu, hvaða vænt­ ingar hefur þú til næstu tveggja ára? Ég vona að tónninn breytist í garð atvinnulífsins á næstu árum. Það hefur ríkt of mikil neikvæðni og nánast tortrygg­ ni í garð atvinnurekenda. Ég minni á að ef það á að nást viðspyrna í íslensku efnahagslífi þá eru það fyrirtækin í land­ inu sem munu standa undir því. Þar liggur frumkvæðið og verðmætasköpunin. 5. framleiðni vinnuafls er minni hér á landi en er­ lendis. Hvað þarf að gera til að auka hana? Þetta er ekki einföld spurning og ekkert einfalt svar til við henni. En allt leggst á eitt. Ef atvinnulífið býr við stöðugt umhverfi og fær svigrúm til að vaxa og dafna, þá eru líkur til þess að stjórnendur þeirra geti sett sér markmið til langs tíma og starfsfólkið einbeitt sér að þeim. Meiri fjárfestingar Pétur Blöndal, samáli: „Stöðugleiki í efna ­ hags umhverfinu er nauðsynlegur til þess að fyrirtæki og heimili geti gert áætl­ anir fram í tímann. Það gengur ekki að stjórnvöld hringli með skatta og aðrar álögur og gangi jafn­ vel bak orða sinna og svíki gerða samn inga. Það er ekki líklegt til að greiða fyrir fjár­ festingum.“ HVað seGja þau? Pétur Blöndal. Ljósmynd Páll Kjartansson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.