Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 147
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 147
„Fólk er stundum
valið út frá reynslu
en er ekki leið togar.“
stjórnenda við að halda uppi
góðum starfsanda er mikilvægt
og þeir verða að vera til fyrir
myndar í samskiptum.“
Stjórnun mikilvæg
Stjórnendur eru jafnólíkir og þeir
eru margir. Afar sjaldgæft er að
menn séu fæddir stjórnendur
eða leiðtogar og enn sjaldgæf
ara að menn séu framúrskar
andi frá og með þeim degi sem
þeir taka við keflinu. Þetta er
lærdómsferli þar sem menn
verða að læra að ná tökum á
ákveðinni hegðun. Eyþór bendir
á mikilvægi þess að velja nýja
stjórnendur af kostgæfni.
„Mikilvægt er að vanda valið
í stjórnunarstöður og helst að
velja þá úr hópi starfsmanna
sem eru þegar orðnir leiðtogar
og fremstir meðal jafningja. Fólk
er stundum valið út frá reynslu
en er ekki endilega leiðtogar.
Það þarf að aðstoða það við
að ná tökum á stjórnunarstarf
inu, kynna öðrum vel af hverju
viðkomandi var ráðinn frekar en
einhver annar og gefa fólki tíma
til að taka nýja stjórnandann
í sátt. Nýir stjórnendur þurfa
líka að geta viðurkennt að þeir
hafi ekki lausn á öllum þeim
vandamálum sem upp kunna
að koma og vera duglegir að
leita sér aðstoðar.“
Áhrif á einkalífið
Vanlíðan á vinnustað hverfur
ekki þegar fólk heldur heim á
leið að vinnudegi loknum. Áhrifin
geta verið þunglyndi, kvíði og
streita auk þess sem sam band
við makann getur versnað.
„Vinnan hefur meiri áhrif á fjöl
skylduna en fjölskyldan á vinn
una. Ef manni líður illa fjörutíu
tíma á viku smitar það allhressi
lega á restina sem er einkalífið;
bæði hvernig viðkomandi
hegð ar sér í samskiptum við
aðra og hversu glaður og
ánægður hann er. Slæmur andi
á vinnustað getur brotið niður
alla venjulega einstaklinga;
sérstaklega þegar menn upplifa
að það sé ekkert hægt að gera
eða að ekkert verði gert.“
Traust, öryggi og hreinskilni
Eyþór segir að margt sé hægt
að gera til að efla starfsandann.
Ein leið er að halda regluleg
starfs mannasamtöl og gera við
horfskannanir á starfsandan um.
Önnur leið er að styrkja stjórn
endur í stjórnunarhlutverk inu
þannig að þeir séu klárir í að
taka á þeim málum sem koma
upp og vinna með þau. „Það
er hægt að vinna með þetta og
skapa öryggi með hrein skilinni
umræðu. Algengt er að mórall
inn sé ræddur á starfs dögum
og það auðveldar að gerðir að
allir séu sammála um að það
þurfi að bæta starfs andann. Þá
er hægt að vinna í málunum
og athuga hver er orsökin fyrir
vandamálinu sem og að horfa
til framtíðar, meta hvernig fólk
vill hafa samskiptin og gera svo
samskiptareglur sem verða til
þess að allir verði sáttir.
Hægt er að fara saman í
ferð en það gerir kraftaverk ef
starfs menn hittast utan vinnu og
eiga skemmtilega stund saman
hvort sem þeir fara í gönguferð
eða þá í mat til einhvers í starfs
manna hópnum.“
Eyþór segir að traust, öryggi
og hreinskilni sé þó það sem
skipti mestu máli. „Það má
ræða alla hluti ef það ríkir traust
á vinnustaðnum.“
„Stundum dofnar bara yfir þessu eins og hjónabandi,“ segir Eyþór Eðvarðsson. „Starfs and inn getur allt í einu versn að þótt ekkert hafi gerst og
allir séu tiltölulega sáttir.“