Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 147

Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 147
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 147 „Fólk er stundum valið út frá reynslu en er ekki leið togar.“ stjórnenda við að halda uppi góðum starfsanda er mikilvægt og þeir verða að vera til fyrir ­ myndar í samskiptum.“ Stjórnun mikilvæg Stjórnendur eru jafnólíkir og þeir eru margir. Afar sjaldgæft er að menn séu fæddir stjórnendur eða leiðtogar og enn sjaldgæf­ ara að menn séu framúrskar ­ andi frá og með þeim degi sem þeir taka við keflinu. Þetta er lærdómsferli þar sem menn verða að læra að ná tökum á ákveðinni hegðun. Eyþór bendir á mikilvægi þess að velja nýja stjórnendur af kostgæfni. „Mikilvægt er að vanda valið í stjórnunarstöður og helst að velja þá úr hópi starfsmanna sem eru þegar orðnir leiðtogar og fremstir meðal jafningja. Fólk er stundum valið út frá reynslu en er ekki endilega leiðtogar. Það þarf að aðstoða það við að ná tökum á stjórnunarstarf­ inu, kynna öðrum vel af hverju viðkomandi var ráðinn frekar en einhver annar og gefa fólki tíma til að taka nýja stjórnandann í sátt. Nýir stjórnendur þurfa líka að geta viðurkennt að þeir hafi ekki lausn á öllum þeim vandamálum sem upp kunna að koma og vera duglegir að leita sér aðstoðar.“ Áhrif á einkalífið Vanlíðan á vinnustað hverfur ekki þegar fólk heldur heim á leið að vinnudegi loknum. Áhrifin geta verið þunglyndi, kvíði og streita auk þess sem sam band við makann getur versnað. „Vinnan hefur meiri áhrif á fjöl­ skylduna en fjölskyldan á vinn­ una. Ef manni líður illa fjörutíu tíma á viku smitar það allhressi­ lega á restina sem er einkalífið; bæði hvernig viðkomandi hegð ar sér í samskiptum við aðra og hversu glaður og ánægður hann er. Slæmur andi á vinnustað getur brotið niður alla venjulega einstaklinga; sérstaklega þegar menn upplifa að það sé ekkert hægt að gera eða að ekkert verði gert.“ Traust, öryggi og hreinskilni Eyþór segir að margt sé hægt að gera til að efla starfsandann. Ein leið er að halda regluleg starfs mannasamtöl og gera við ­ horfskannanir á starfsandan um. Önnur leið er að styrkja stjórn ­ endur í stjórnunarhlutverk inu þannig að þeir séu klárir í að taka á þeim málum sem koma upp og vinna með þau. „Það er hægt að vinna með þetta og skapa öryggi með hrein skilinni umræðu. Algengt er að mórall­ inn sé ræddur á starfs dögum og það auðveldar að gerðir að allir séu sammála um að það þurfi að bæta starfs andann. Þá er hægt að vinna í málunum og athuga hver er orsökin fyrir vandamálinu sem og að horfa til framtíðar, meta hvernig fólk vill hafa samskiptin og gera svo samskiptareglur sem verða til þess að allir verði sáttir. Hægt er að fara saman í ferð en það gerir kraftaverk ef starfs menn hittast utan vinnu og eiga skemmtilega stund saman hvort sem þeir fara í gönguferð eða þá í mat til einhvers í starfs­ manna hópnum.“ Eyþór segir að traust, öryggi og hreinskilni sé þó það sem skipti mestu máli. „Það má ræða alla hluti ef það ríkir traust á vinnustaðnum.“ „Stundum dofnar bara yfir þessu eins og hjónabandi,“ segir Eyþór Eðvarðsson. „Starfs and inn getur allt í einu versn að þótt ekkert hafi gerst og allir séu tiltölulega sáttir.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.