Víkurfréttir - 27.05.2010, Side 2
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR2
REYKJANESBÆR
Brekkustígur 40, Njarðvík
Um er að ræða iðnaðar eða verslunar-
húsnæði á góðum stað í Reykjanesbæ,
möguleiki er að skipta húsnæðinu upp í
tvær einingar.
Nánari upplýsingar
á skrifstofu
Fífumói 5b, Njarðvík
Um er að ræða skemtilega skipulagða
íbúð á 2 hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðin er
laus strax. Leiguverð 75.000 per
mánuð. Nánari upplýsingar
á skrifstofu
Heiðarhvammur 8, íbúð 302
Um er að ræða 2 herbergja íbúð á annari
hæð í fjölbýlishúsi. Eignin er laus strax.
Leiguverð 60.000 per mánuð.
Nánari upplýsingar
á skrifstofu.
Túngata 12, Keflavík
Um er að ræða studío íbúð á jarðhæð
í 4 íbúða húsi ágóðum stað í miðbæ
Keflavíkur, Íbúðin var tekin í geng fyrir ca
2 árum síðan, ath er skráð sem verslun-
narpláss (fást ekki húsaleigubætur) Flott
íbúð tilvalin fyrir einstakling.
Leiguverð 57.000 per mánuð.
Óðinsvellir 13, Keflavík
Glæsilegt 4 herbergja, einbýlishús á
tveimur hæðum á mjög góðum
stað í Keflavík.
s. 899 0555 - julli@es.is - Hafnargata 91
Framnesvegur 20-22,
Keflavík
Um er að ræða rúmgóða tveggja her-
bergja íbúð á 6 hæð í fjölbýlishúsi ásamt
geymslu og bílastæði í bílastæðahúsi.
Lifta er í húsinu. íbúðin skiptist í hol,
baðherbergi, svefnherbergi, þvottahús og
eldhús, stofu. Leiguverð 85.000
Allar nánari upplýsingar
á skrifstofu.
Dalsbraut 12, Njarðvík
Um er að ræða glæsilegar íbúðir í 10
íbúða húsi.4 herbergja íbúð á efri hæð,
3 herbergja á neðri hæð og tveggja
herbergja á neðri hæð. Leiguverð 4
herbergja 95.000 per mánuð, 3 herbergja
85.000 per mánuð og 2 ja herbergja.
75.000 per mánuð. Nánari
upplýsingar á skrifstofu.
Hafnargata 67, eh., Keflavík
Um er að ræða rúmgóða 4 herbergja efri
hæð í tvíbýlishúsi í miðbæ Keflavíkur
Reykjanesbæ, Allar innréttingar og
gólfefni er gamalt og tekur
leiguverð mið af því.
Leiguverð 75.000
per mánuð.
Íbúðinn getur verið laus fljótlega.
Hvalvík 4, Reykjanesbæ.
Um er að ræða gott geymsluhúsnæði við
Helguvík í Reykjanesbæ. Leiguverð
25.000 per mánuð. Nánari
upplýsingar á skrifstofu.
Tjarnargata 3, Keflavík
Um er að ræða Studío íbúð í miðbæ
Keflavíkur. Leiguverð 45.000 per
mánuð. Nánari upplýsingar á
skrifstofu.
Erum með mikið af iðnaðarhúsnæði á skrá
frá 25m2 upp í 3.000m2
Árleg úthlutun styrkja úr Manngildissjóði Reykjanesbæjar fór fram í Stapa á þriðj-
dag en þar voru afhentir styrkir og gengið frá
samningum fyrir samtals 30 milljónir króna.
Hlutverk Manngildissjóðs er að veita fjárhags-
legan stuðning, styrki og viðurkenningar til
verkefna á sviði fræðslu, fjölskyldu- og forvarn-
armála, menningar- og lista, umhverfismála,
tómstunda- og íþróttamála eða til stuðnings
verkefna í þágu mannræktar og aukins mann-
gildis í Reykjanesbæ.
Undir Manngildissjóð falla m.a.: Íþróttasjóður,
Tómstundasjóður, Listaverkasjóður, Menn-
ingarsjóður, Þróunarsjóður skóla, Forvarn-
arsjóður og Umhverfissjóður.
Við athöfnina var jafnframt skrifað undir
samninga við menningar-, íþrótta- og tóm-
stundafélög.
Manngildissjóður var stofnaður árið 2003 og
hefur síðan verið stærsti einstaki styrktaraðili
manngildisverkefna í Reykjanesbæ og þó víðar
væri leitað. Yfirstjórn sjóðsins er í höndum Bæj-
arráðs Reykjanesbæjar en úthlutun fjármagns
til einstakra verkefna er í höndum viðkomandi
fagráða og nefnda á vegum bæjarfélagsins.
Að þessu sinni er gengið frá úthlutun að fjárhæð
30 milljónir króna sem skiptist þannig:
Til íþróttamála 12 milljónir
Þróunarsjóður skóla 5,8 milljónir
Menningarsjóður 4,5 milljónir
Tómstundasjóður 2,9 milljónir
Forvarnarsjóður 3,8 milljónir
Umhverfissjóður 1 milljón
Alls 76 verkefni fá úthlutun úr sjóðnum að
þessu sinni en stjórn sjóðsins mun ákveða frek-
ari úthlutun úr sjóðnum í tengslum við endur-
skoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
Stofnfundur atvinnurek-enda á Reykjanesi, SAR,
verður haldinn í dag, fimmtu-
daginn 27. maí kl.17.30 á
Ránni. Hugmyndin að stofn-
un samtakanna byggir á því
að greiða götu atvinnutæki-
færa á svæðinu.
„Það hefur lengi verið skortur
á talsmanni atvinnurekenda á
Reykjanesi. Má leiða að því
líkur að þörf á slíkum aðila
hafi jafnvel aldrei verið meiri
en einmitt nú,“ segir Ríkharð-
ur Ibsen einn aðstandenda
hins nýja félags.
Ríkharður sagði aðstæður á
markaði hafa versnað mikið
síðan hrunið skall á og at-
vinnuleysi á Reykjanesi hef-
ur verið það mesta á landinu.
Hann sagði nauðsynlegt að
markaðurinn á svæðinu eign-
aðist sterkan málsvara en um
1.600 fyrirtæki eru skráð á
Reykjanesi.
„Hlúa þarf að rótgrónum fyr-
irtækjum og frjóvga jarðveg-
inn þannig að nýir sprotar geti
vaxið. Framtíðarsýn byggir á
því að uppræta atvinnuleysi
á svæðinu – vinna stöðugt að
því að koma því niður í ásætt-
anlega tölu. Spurningin er sú
hversu langan tíma tekur það?
Hvað er hægt að gera til að
stytta þann tíma,“ sagði Rík-
harður.
Ríkharður sagði að meðal þess
sem ný samtök myndu vinna
að væri að aðstoða mark-
aðinn við að sporna gegn
atvinnuleysi og vera málsvari
fyrirtækja á Reykjanesi í hags-
munamálum atvinnulífsins.
Þá væri nauðsynlegt að skapa
nánari tengsl milli fyrirtækja
og fjármálastofnana, lífeyr-
issjóða og opinberra aðila.
Samtök atvinnurekenda
á Reykjanesi stofnuð í dag
Manngildissjóður úthlutar
30 milljónum króna
Vilja skapa nýtt afl til að berjast fyrir hagsmunum svæðisins