Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2010, Page 10

Víkurfréttir - 27.05.2010, Page 10
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR10 www.xdreykjanes.is Nýtum kosningaréttinn Við styðjum besta flokkinn í Reykjanesbæ Setjum x við D xdreykjanes.is xdreykjanes.is Vaka Sigfús Jóhann Katla Teitur Bryndís Árni Þór BirnaMaría Ben Sigtryggur Björgvin Ívar Ellen Agata Fannar Óli- Hverju hafið þið sjálfstæð- ismenn mest áorkað á kjör- tímabilinu? „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á að bæta umhverfi okkar, bæta fjölskyldumálin. Ég er mjög stoltur af forvarn- arverkefninu sem er verið að vinna fyrir yngstu aldurshóp- ana og svo auðvitað höfum við lagt sterkan grunn að atvinnu- verkefnum sem menn þekkja hér. Það er ekki bara álver, sem mest hefur verið talað um í fjölmiðlum, við erum líka að tala um kísilver, gagnaver, heilsusjúkrahús á Ásbrú. -Eitt af þeim málum sem meirihlutinn er gagnrýndur fyrir eru fjármálin, erfið staða og hallarekstur bæjarsjóðs. Hverju svarar þú því? „Mér þótti merkilegt að Guð- brandur Einarsson, oddviti A- listans, sagði í bæjarstjórn að hann væri ekki að gagnrýna stjórnun fjármála fyrir bruðl. Hann var óánægður með áætl- anagerð hjá okkur og það get- ur vel verið að við getum bætt hana. Það er nefnilega ekkert bruðl hjá okkur. Þegar menn skoða launatölur sveitarfélags- ins, greiðslur sem við greiðum okkar starfsfólki, fjölda starfs- manna í samanburði við önn- ur sveitarfélög á hvern íbúa þá erum við með lægstu tölurnar. Þannig að sveitarfélagið okkar er rekið mjög hagkvæmt. Hins vegar erum við í þessari upp- byggingu, við erum að byggja upp atvinnulífið, við erum í Helguvík, við erum í þessum stóru framkvæmdum. Það er auðvitað það sem kostar en það mun líka gefa af sér veru- legar tekjur“. -Þær breytingar sem urðu á rekstri Hitaveitunnar er mörgum áhyggjuefni. Hvert er þitt svar við því? „Ég finn að þær áhyggjur sem fólk hefur eru líka vegna þess að það hefur verið erfitt fyrir okkur að koma upplýsingum á framfæri. Það er eins og sumir VÍKURFRÉTTIR TAKA PÚLSINN Á ODDVITUM FRAMBOÐSLISTANNA KOSNINGAR Í REYKJANESBÆ Sjáið einnig viðtal íSjónvarpi VF á vf.is Árni Sigfússon, oddviti Sjálstæðisflokks í Reykjanesbæ: Sakaður um bjartsýni viti ekki að Samfylkingin setti lög 2008 um uppskiptingu Hitaveitunnar í virkjanarstarf- emi og veitustarfsemi. Í virkj- unarstarfseminni átti að vera samkeppni og áhætturekstur. Meira að segja Jóhanna Sig- urðardóttir segir núna, þegar verið er að selja hlut Geysis í HS Orku, að nú vilji ríkið ekki kaupa af því að þetta er áhætturekstur. Lífeyrissjóðir vilja heldur ekki kaupa af því að þetta er áhætturekstur. Eiga þá sveitarfélögin kaupa í þess- um áhætturekstri? Við vorum síðasta sveitarfélagið sem seldi sig út úr HS Orku vegna þess að við vildum fyrst tryggja að við ættum auðlindina. Við keyptum auðlindina, landið og meirihlutann í HS Veitum sem veitir grunnþjónustu með sölu á heitu og köldu vatni.“ - Hvað viltu segja um þær skoðanakannanir sem hafa sýnt góðu útkomu fyrir þig og Sjálfstæðisflokkinn. Ertu bjartsýnn á að halda meiri- hlutanum? „Þær eru gott veganesti í kosn- ingabaráttuna og mér þykir vænt um að fá þennan stuðn- ing. Samt er ákveðin undiralda og mér finnst ég vera að berj- ast við aðila í öllum flokkum. Mér finnst ég vera að berjast við Vinstri græna og hóp í Samfylkingu. Það eru meira að segja gamlir forystumenn Sjálf- stæðisflokksins sem mér finnst vera að berja á mér. Þannig að ég þarf á stuðningi allra að halda óháð því hvar þeir eru í pólitík. Já, ég er bjartsýnn á að halda meirihlutanum. Ég er alltaf bjarstýnn og hef reyndar verið sakaður um það.“ Baldur Guðmunds- son, sem er í bar- áttusæti D-listans, ásamt Þorbjörgu Guðnadóttur konu sinni á opnun kosn- ingamiðstöðvar X-D í byrjun maí. Fullt var út úr dyrum við opnun kosningamiðstöðvar X-D þann 7. maí. Á myndinni sjást gestir hlusta af áhuga á erindi frá Árna bæjarstjóra um framtíðarsýn D-listans fyrir Reykjanesbæ á næsta kjörtímabili. Haldið var í samstöðuför X-D meðfram strandleiðinni. Hægt var að ganga, hlaupa eða hjóla en ferðinni var heitið heim til Árna bæjarstjóra, þar sem hópurinn fékk hressingu að ferð lokinni. Mikið fjör var á Fjölskylduhátíð X-D á Annan í Hvítasunnu, sem um 500 manns sóttu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.