Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2010, Page 19

Víkurfréttir - 27.05.2010, Page 19
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 19VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 27. MAÍ 2010 hefst kl. 21.30 Léttar veigar í boði Pub-quiz Halli Valli & Smári Ástþór Óðinn Freyr Sverrisson 28. maí Glóðin föstudaginn SUMARPARTÝ Ungra framsóknarmanna Við viljum sjá þig! Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Hún fékk verðlaun frá skólanum fyrir efnafræði, líffræði, spænsku, íslensku og eðlis- og jarðfræði. Birna fékk einnig viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og verðlaun frá Efnafræðafélagi Íslands fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði. Þá fékk skiptineminn Narat Suchartsunthorn gjöf til minningar um veru sína í skól- anum og á Íslandi. Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavík nemendum skólans viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og afhenti Baldur Þórir Guðmundsson þær fyrir hönd Sparisjóðsins. Að þessu sinni hlaut Óttar Steinn Magn- ússon viðurkenningu fyrir góð- an árangur í iðngreinum og Elín Óla Klemensdóttir fyrir árangur sinn í tungumálum. Birna Ás- björnsdóttir fékk verðlaun fyrir stærðfræði og raungreinar og íslensku. Birna hlaut einnig við- urkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og fékk að laun- um 100.000 kr. styrk frá Spari- sjóðnum. Ragnheiður Gunnarsdóttir kennari afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Sjóð- urinn var stofnaður af Kaup- félagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaup- félagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum við- urkenningar fyrir frábæran ár- angur í námi og starfi. Þau Arn- ór Sindri Sölvason, Daníel Freyr Elíasson, Eyþór Ingi Júlíusson og Sigurbjörg Magnúsdóttir fengu öll 20.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í ræðumennsku og góðan árangur í lífsleikni. Sigfús Jóhann Árnason fékk 75.000 kr. styrk fyrir góðan ár- angur í ræðumennsku og einnig fyrir öflugt uppbyggingar- og kynningarstarf á ræðumennsku í skólanum og í grunnskólum. Þá fékk nemendafélag skólans 100.000 kr. vegna útgáfu skóla- blaðsins Vizkustykkis og söng- keppninnar Hljóðnemans. Foreldrafélag var stofnað við skólann síðastliðið haust. Við útskriftina afhenti Stefanía Val- geirsdóttir, formaður foreldra- félagsins, nemendafélagi skólans að gjöf myndavél til að nota í starfi félagsins. Við lok athafnarinnar afhenti skólameistari Magnúsi Óskari Ingvarssyni gjöf frá skólanum. Magnús, sem jafnan er kallaður Mói, lætur nú af störfum eftir 34 ára starf við skólann en hann hefur starfað við skólann frá upphafi. Að lokum sleit Kristján Ás- mundsson skólameistari vorönn 2010. Suðurnesjamenn kjósa Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.