Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2012, Side 8

Víkurfréttir - 05.01.2012, Side 8
8 FIMMTUdagUrInn 5. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Sjálfboðaliðar árSinS Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum höfðu í miklu að snúast á árinu 2011. Erfið verkefni biðu þeirra bæði á Suðurnesjum og á landsvísu. Erfiðust eru verkefnin þar sem leitað er einstaklinga sem svo finnast látnir. Umfangsmikil leit var gerð að erlendum ríkisborgara í Sandgerði. Hann fannst látinn í höfninni í Sandgerði eftir mikla leit. SaMninGar árSinS Fulltrúar ríkisvaldsins, Reykjanesbæjar og frá nýrri kísilverksmiðju komu saman í Reykjanesbæ í febrúar í fyrra til að undirrita samninga um byggingu kísilverksmiðju í Helguvík. Blekið á samningnum er löngu orðið þurrt en tafir hafa orðið á upphafi framkvæmda. Nú sér víst til lands og framkvæmdir hefjast á næstu vikum. ÁHÆTTA Ársins Stórhuga starri tók sannarlega áhættu ársins þegar hann gerði sér hreiður á forláta gasgrilli í Sandgerði á árinu. Fimm egg voru í hreiðrinu þegar þess varð vart og á örskömmum tíma voru komnir tístandi ungar í hreiðrið. Þessir ungar voru ekki grillaðir en því miður varð annað starrahreiður í Sandgerðislandi fyrir því að verða grilllogum að bráð. Það var reyndar alveg óvart og engin egg eða ungar voru komnir í það hreiður. blað árSinS Víkurfréttir tóku miklum breytingum á árinu. Þegar vorið gekk í garð stækkuðu Víkurfréttir svo um munaði. Byrjað var að prenta blaðið á dagblaðapappír og í stærra broti en áður hafði þekkst. Breytingarnar hafa almennt fallið vel í fólk, enda hafa Víkurfréttir með þessum hætti náð að bjóða upp á meira lesefni í blaðinu. ÓVEðUr árSinS Veðrið gerði mikinn usla á Keflavíkurflugvelli. Stórt gat kom á flugskýli Icelandair og fólk sat fast í þotum á flughlöðum í margar klukkustundir. Björgunarsveitir höfðu nóg að gera þennan daginn. niðUrfEllinG árSinS Endurreisn Sparisjóðsins í Keflavík var í fullum gangi á síðasta ári þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra mætti með óvænt útspil og ákvað að sameina SPKEF sparisjóð og Landsbankann. Seint á árinu ákvað svo Landsbankinn að fella niður lán sem veitt voru til stofnfjárkaupa í SPKEF í góðærinu og þar með kom bankinn í veg fyrir gjaldþrot fjölda heimila á Suðurnesjum. MaGaVErkUr Eða klÓSEttfErð árSinS Flugstjóri hjá stóru evrópsku flugfélagi fékk alveg ægilegan magaverk á leið sinni yfir Atlantshafið á síðasta ári. Þar sem klósettið um borð í þotunni hans var upptekið var brugðið á það ráð að nauðlenda í Keflavík og fá fylgd slökkviliðsmanna á klósettið. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna málsins. brEYtinGar árSinS Já, miklar breytingar urðu í bankamálum á Suðurnesjum þegar Sparisjóðurinn í Keflavík rann inn í Landsbaknann. Þar með ákvað BYR að opna útibú í Reykjanesbæ og fjórar fræknar starfsstúlkur úr Sparisjóðnum í Keflavík gerðust starfsmenn Byrs og fjöldi viðskiptavina fylgdi þeim í nýja útibúið. Þar með var ekki sagan öll, því seint á árinu keypti Íslandsbanki Byr og því standa starfsstúlkurnar úr Sparisjóðnum í Keflavík aftur frammi fyrir breytingum og verða starfsmenn Íslandsbanka nú í janúar. fÆðinG árSinS Barn sem kom í heiminn í afgreiðslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja snemma á árinu var svo sannarlega að flýta sér í heiminn. Foreldrarnir komu frá Sandgerði og rétt náðu á sjúkrahúsdið áður en barnið kom í heiminn. Faðirinn missti reyndar af öllu saman, því hann var að leggja bílnum úti á bílastæði meðan barnið kom í heiminn í afgreiðslu sjúkrahússins. svipmyndir fr á suðurnesju m frá nýliðnu fr éttaári

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.