Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2012, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 05.01.2012, Qupperneq 10
10 FIMMTUdagUrInn 5. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Flestir þekkja verslunina undir nafninu Fíabúð, en hún virðist blómstra ágætlega í núverandi árferði og mitt á milli tveggja stórverslana. Margir íbúar Reykja- nesbæjar hafa á orði að þarna sé vinalegt andrúmsloft og þjónusta og vöruúrval með besta móti. Hver sem skýringin er á velgengni Kosts þá kíkti blaðamaður í heimsókn til Gunnars þar sem hann sat á afar litlum lager verslunarinnar. Faðir hans Guðmann Rúnar Lúðvíks- son, sem nýlega er kominn á eftir- laun sat innar í enn minna rými og grúskaði í pappírsvinnu. „Hann kemur enn hingað karlinn, enda hefur hann aldrei verið vanur að sitja kyrr í langan tíma í einu,“ segir Gunnar en faðir hans, sem alltaf er kallaður Rúnar rak verslunina um tíma áður en Gunnar tók við keflinu. „Þegar ég kaupi Hólmgarð árið 1994 þá eru flestir kaupmennirnir á horninu að hætta. Þá fór maður að leita hugmynda út fyrir land- steinana. Maður heyrði af dönskum kaupmönnum sem voru að rífa sig upp aftur og voru að sérhæfa sig svolítið og reyna að gera hlutina svolítið öðruvísi,“ segir Rúnar en hann mætir enn á skrifstofuna eins og áður kom fram og börn þeirra hjóna hjálpa einnig til í litla fjöl- skyldufyrirtækinu. Kostur er hluti af Þín verslun sem er innkaupakeðja fjögurra verslana: Melabúðarinnar í Vesturbæ, Kass- ans í Ólafsvík, Miðbúðarinnar við Seljabraut í Reykjavík og Kostar. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum voru 20 verslanir inni í keðjunni en nú standa fjórar eftir. Keðjan sér um innkaupasamninga við framleið- endur og stórkaupmenn og sam- eiginlega markaðssetningu verslan- anna að hluta til. Gunnar segir að Melabúðin sé kannski ekki bein fyrirmynd að verslun þeirra hjóna en það sé frábær búð sem ekki sé slæmt að vera líkt við, sannarlega megi taka hana til fyrirmyndar. Erfitt að keppa við risana Gunnar segir samkeppnina við risana allt í kring vera djöfullega, bilið milli búðanna er að hans mati allt of mikið þegar kemur að verði en hins vegar séu þau að rembast eins og rjúpan við staurinn við að keppa við stærri búðirnar. Það segir Gunnar takast ágætlega. „Við erum ánægð á meðan við ›› Matvöruverslunin Kostur í Njarðvík gengur vel í erfiðri samkeppni við matvörurisana. ›› Hálfrar aldar saga matvöruverslunar á sama stað: Vinalegt andrúmsloft og þjónusta og vöruúrval með besta móti „Við fundum mikið fyrir því hjá Njarðvíkingunum að það hafi vantað svona búð, sérstaklega þegar við fórum af stað með þetta,“ segir Gunnar Felix Rúnarsson sem rekur verslunina kost við Holtsgötu í Njarðvík ásamt Örnu Hrönn Sigurðardóttur, konu sinni. Þau hafa rekið verslunina allar götur síðan 2006 en húsnæðið er fyrir löngu orðið samofið sögu Njarðvíkur enda staðið verslun þar frá árinu 1960. Fíabúð eins og verslunin er gjarnan kölluð í daglegu tali Njarðvíkinga, hefur verið einn af hornsteinum Njarðvíkur allt frá því á fyrri hluta 20. aldar. Þeir Friðjón Jónsson og Sigurður Guð- mundsson komu fyrst verslun í Njarðvík á tryggan grunn árið 1939 þegar þeir reistu lítið verslunarhús á Þórukotslóðinni. Friðjón og Karl Oddgeirsson uppeldissonur hans réðust í það að reisa húsnæðið á horni Borgarvegs og Holtsgötu árið 1959 þar sem það hefur staðið síðan og hýsir nú verslunina Kost. Þegar Friðjón hætti með búðina upp úr 1970 hafa ýmsir aðilar komið að rekstri búðarinnar. höfum laun út úr þessu en þetta er engin peningavél,“ segir Gunnar og hlær við. Hann segir þetta vera skemmtilegt og gefandi starf þar sem þau hjónin hitti mikið af fólki og hafi kynnst sumum þeirra vel. Hann segir hvern dag jafnframt vera skemmtilegan og fjölbreyttan. Þeir feðgar segja reksturinn hafa gengið bærilega en til þess að þetta geti gengið þá þurfi að vera til vörur og smá sérstaða. „Fólk þarf að finna fyrir því að við séum að vinna okkar vinnu og maður þarf að vera stöð- ugt á tánum, segir Gunnar. Rúnar bætir svo við: „Það er nú þannig að þú kemur tvisvar og biður um einhvern hlut og hann er ekki til, þá eru allar líkur á því að þú farir eitthvert annað,“ segir Rúnar. „Hjá okkur er það líka þannig að einhver Jón Jónsson úti í bæ kemur til okkar af því að við eigum til einhverja ákveðna vöru, þá þurfum við að passa upp á að sú vara sé alltaf til, jafnvel þó að þetta sé eini einstak- lingurinn sem kaupir þessa vöru. Það gerir okkar verslun sérstaka.“ Miðað við fermetrafjölda þá er vöruúrvalið gott í versluninni en Gunnar segir að oft hafi hann langað í meira pláss. Búðin er þó ágætlega stór að hans sögn en að- staðan mætti vera betri. Lager- pláss er takmarkað og aðstaða fyrir starfsfólk alls ekki stór. „Það er samt ekkert samasemmerki milli góðrar afkomu og stærðar búðarinnar,“ bætir Rúnar við. Sárvantar kjötborð á Suðurnesjum Oft hefur verið rætt um að koma upp kjötborði í Kosti en umstangið í kringum það yrði töluvert. „Þar kemur inn gríðarleg reglugerð og við þyrftum líklega að byggja við húsið,“ segir Gunnar. Faðir hans man tímana tvenna þegar kemur að verslun og hann rifjar upp þegar hann var að hefja rekstur í Hólmgarði árið 1994. „Ég get nú sagt þér það að þegar ég var að byrja þar þá var þar kjötborð eins og í flestum verslunum á þeim tíma. Ég var einungis búinn að reka búðina í rúma tvo mánuði þegar ég ákvað að hætta með kjötborðið og fór að forpakka öllu kjöti. Þá sögðu aðrir sem voru tengdir verslunarrekstri að ég yrði nú snöggur að fara á hausinn eftir þetta. Það voru hins vegar ekki liðin nema 2-3 ár þangað til að allir nema Samkaup voru búnir að henda út kjötborðinu, svo hentu þeir því út á endanum,“ segir Rúnar og hlær við. Hann segir það vera dýrt að vera með kjötborð. „Þar þarftu að vera með eina manneskju fyrir innan öllum stundum á meðan búðin er opin. Það er líka óhemju vinna að gera allt klárt á morgnana. Síðan þarf að vera með aðstöðu til að hantera kjöt, helst þarf fagmann í því. Til þess að það gangi að vera með kjötborð þarf töluvert mikla verslun, þess vegna skildi ég aldrei þá ákvörðun að taka kjötborðið úr Samkaupshúsinu á sínum tíma.“ Hann er þeirrar skoðunar að þá hefðu þeir hjá Samkaupum átt að fara meira í áttina að því sem er í gangi hjá Fjarðarkaup í Hafnarfirði en að fara að keppast við Bónus, það sé afar erfitt. Þeir feðgar eru sammála um það að það sé skömm af því að ekki sé kjötborð á Suður- nesjum. Eru ekki í verðstríði Varðandi samkeppnina þá er Gunnar ekki mikið að eltast við verðstríðið. „Um leið og maður er farinn að velta því of mikið fyrir sér hvort að þú sért á sama róli og hinir hvað verðið varðar þá held ég að maður gleymi því að hugsa um gæðin. Það er t.d. orðið þannig hjá þessum stóru verslunum að þeir eru með starfsfólk sem gerir ekkert annað en að kanna verðið hjá keppinautunum. Þannig er það nú ekkert hjá okkur smærri búðunum og það sést bara best á því að fólk kemur mikið hingað því við reynum að hafa þetta persónulegt og vinalegt. Þó eru stórmarkaðirnir Kostsfjölskyldan, Gunnar Felix Rúnarsson, Arna Hrönn Sigurðardóttir og Kamilla Sól Gunnarsdóttir. Verslunarhúsið hefur ekki breyst mikið í áranna rás. Hér er verslunin undir merkjum Fíabúðar og eins og sjá má hefur oft verið fjör á bílastæðinu. Myndirnar eru yfir 20 ára gamlar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.