Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012
n Magnús Dan Magnússon
Hvað gerirðu eftir skóla? Fer á
fótboltaæfingu og í tölvuna
Uppáhalds áhugamál? Fótbolti
Uppáhalds fag í skólanum? Íslenska
Ef þú gætir hitt einhvern
frægan í einn dag, hver væri
það? Steven Gerrard
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft
hver væri hann? Hlaupa mjög hratt
Hvað er draumastarfið í fram-
tíðinni? Atvinnumaður í fótbolta
Hver er frægastur í símanum
þínum? Bróðir minn
Hver er frægust eða frægastur
sem þú hefur hitt? Ronaldo
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýni-
legur í einn dag? Stela pizzu, djók
Í hvaða bekk ertu? 7. SS
n Oddný Svava Steinarsdóttir
Hvað gerirðu eftir skóla? Fer
heim og læri og fer á æfingar
Uppáhalds áhugamál? Fimleikar
Uppáhalds fag í skólanum?
Saumur, af því að ég ætla að verða
saumakona í framtíðinni
Ef þú gætir hitt einhvern frægan í
einn dag, hver væri það? Lady Gaga
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft
hver væri hann? Að geta flogið
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Fræg saumakona eða hárgreiðslukona
Hver er frægastur í símanum þínum?
Pabbi, Steinar Örn Sigurðsson
Hver er frægust eða frægastur sem þú hefur
hitt? David Boreanaz, sem leikur í Bones
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í
einn dag? Ábyggilega hrekkja alla vini mína
Í hvaða bekk ertu? 9. AHda
Umsjón
Páll Orri Pálsson
pop@vf.is
n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000
Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222
Ingólfur H. Ingólfsson kemur í heimsókn og verður með stutt námskeið um ármál einstaklinga.
Miðaverð einungis kr. 500 - Greiðist við inngang
Á námskeiðinu lærir þú:
Að greiða hratt niður skuldir.
Að hafa gaman af því að nota peningana.
Að byggja upp sparnað og hvar öruggt er að spara.
Allt þetta með þeim peningum sem þú átt nú þegar !
Stutt kynning á lífeyrismálum Íslendinga.
Kynning á viðbótarlífeyrissparnaði Bayern.
Mjög áhugavert námskeið, sem er í
senn stutt og hnitmiðað.
Eftir námskeiðið mun öllum verða boðið að bóka
einkatíma hjá ráðgjöfum Sparnaðar og er sú
þjónusta án endurgjalds.
FJÁRMÁL
Á MANNAMÁLI
„Húsið okkar“ (K húsið) Hringbraut 108, 230 Keavík
Miðvikudaginn 29. febrúar 2012 kl.20-22
Undanfarið hefur verið smá um-
ræða um náttúruleg sætuefni en
reglulega bætast
nýjar tegundir
við og langar
mig því að leið-
beina ykkur með
hvaða sætuefni
er sniðugt að
nota. Því vissu-
lega er okkur öllum hollt að gera
okkur dagamun og fá okkur sætt
við og við og manninum eðlis-
legt að njóta þess sæta en mikil-
vægt er þó að vanda valið og
fullnægja sætuþörf okkar með
náttúrulegum sætuefnum í stað
sykurs og gervisætu. Náttúruleg
sætuefni eru með lægri sykur-
stuðul en hvítur sykur og hafa því
minni áhrif á blóðsykur og því
hollari valkostur. Það er t.d. betra
að gæða sér á dökku súkkulaði
með háu kakóinnihaldi eins og
70-85% því það inniheldur mun
minni sykur en mjólkursúkku-
laði, einnig er sniðugt að prófa
súkkulaði eða sætindi sem inni-
halda maltitol. Að því sögðu þá er
hinn gullni meðalvegur bestur í
þessu sem öðru og skynsamlegast
að halda allri sætu í hófi. Þegar
heilbrigð löngun í sætindi gerir
vart við sig mæli ég með eftir-
farandi sætuefnum í stað sykurs:
Ferskir ávextir og ber
Þurrkaðir ávextir
Xylitol, maltitol
Stevia
Pálmasykur
Agave sýróp
Hlynsýróp
Hunang
Kanill, vanilla
Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.
Daglega á vf.is