Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 12
12 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Við óskum Keflavík til hamingju með bikarmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Landsbankinn er stoltur bakhjarl körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og í samstarfi við bankann hefur Keflavík valið Krabbameinsfélag Suðurnesja til að prýða búninga félagsins. J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Til hamingju Keflvíkingar! Keflvíkingar eru Powerade-bikarmeistarar karla árið 2012 eftir sigur á Tindastóli 97-95 í L aug ard a lshöl l s l . laugardag. Lærisveinar Sigurðar I n g i m u n d a r s o n a r l e i d d u leikinn frá upphafi en spenna færðist í leikinn undir lokin eins og gengur og gerist í alvöru bi k ar úrsl i ta l ei kjum. Mi k i l stemning var hjá áhorfendum liðanna þegar leikmenn voru kynntir til leiks og sérstaklega þ e g a r S a u ð k r æ k l i n g u r i n n Au ð u n n Bl ön d a l mu n d a ð i hljóðnemann. Laugardalshöll var þétt setin og var öll umgjörð KKÍ og framkoma áhorfenda til fyrirmyndar þennan laugardag. Keflvíkingar voru á tánum í byrjun leiks og sýndu klærnar strax frá því boltanum var kastað upp. Eftir rúmar tvær mínútur af leiknum höfðu þeir náð 5 stiga forskoti og voru fastir fyrir í varnarleiknum. Tindastólsmenn virkuðu ryðgaðir og mikið af skotum þeirra komu handan þriggja stiga línunnar. Tindastóll tók svo loks leikhlé í stöðunni 22-13 og skammt til loka leikhlutans. Keflvíkingar bættu í en Svavar Birgisson minnkaði muninn í 11 stig áður en 1. leikhluti var úti og Keflvíkingar voru kátir í stúkunni. Norðanpiltar náðu að vinna sig inn í leikinn í 2. leikhluta en það verður að segjast eins og er að Keflvíkingar voru alltaf einu skrefi á undan í flestum aðgerðum. Munurinn var um 10 stig lengi vel og þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik þá leiddu Keflvíkingar með 11 stigum og stuðningsmannasveit Keflvíkinga steig trylltan dans í stúkunni. Charles Parker var funheitur í liði þeirra bláklæddu og hann var með 17 stig og 6 fráköst í fyrri hálfleiknum. Magnús Gunnarsson var drjúgur að vanda og skoraði stórar körfur en Magnús er jafnan skemmtikraftur mikill. Sama sagan endurtók sig í 3. leikhluta. Tindastóll náði muninum niður í 6 stig á köflum en alltaf náðu Keflvíkingar að svara fyrir sig og jafnharðan var munurinn kominn upp í 10 stig aftur. Þannig gekk þetta í 3. leikhluta en Keflvíkingar náðu þó á tímabili 13 stiga forystu. Samt sem áður var munurinn 10 stig, 76-66 þegar lokaspretturinn var einungis eftir. Aftur kom svo áhlaup frá Stólunum sem minnkaði muninn niður í 5 stig og stuðningsmennirnir að norðan létu vel í sér heyra. Valur Orri Valsson sem lék afar vel í leiknum setti þá niður mikilvæga þriggja stiga körfu, alveg ískaldur pilturinn. Charles Parker tók svo til sinna ráða en hann skoraði ótrúlega mikilvægar körfur undir lokin og var öðrum fremur lykillinn að sigri strákanna frá Bítlabænum þennan dag. Tindastóll tók leikhlé þegar Keflvíkingar leiddu 93-83 en þá voru rétt tæpar 4 mínútur eftir á klukkunni. Curtis Allen leikmaður Tindastóls skoraði eina þriggja stiga skömmu síðar og hélt Tindastól inni í leiknum. Allen lét ekki þar við sitja heldur stal hann boltanum í næstu sókn Keflvíkinga, brunaði fram og minnkaði muninn í 5 stig. Tindastóll fékk svo tvö gullin tækifæri til þess að minnka muninn enn frekar, en þeir fóru illa að ráði sínu. Keflavík hafði því 5 stiga forskot þegar Tindastóll tók leikhlé og aðeins 19 sekúndur eftir af leiknum. Helgi Rafn Viggósson minnkaði muninn niður í 3 stig þegar 11 sekúndur voru eftir en Keflvíkingar ruku í sókn þar sem brotið var á Magnúsi Gunnarssyni. Honum brást ekki bogalistin og setti bæði vítaskotin niður og tryggði þar með Keflvíkingum bikarmeistaratitilinn. Kef lv íkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson átti hins vegar síðasta orðið þegar hann tók sig til og grýtti boltanum frá eigin vítalínu og beinustu leið í netið. Þessi glæsikarfa dugði þó skammt og lokatölur 97- 95. Sagt eftir leikinn: „Þetta var æðislegt. Fullt hús og fólk með læti allan tímann. Ég bara ekki frá því að þetta hafi verið skemmtilegasti bikarúrslitaleikur sem ég hef spilað,“ sagði Magnús Gunnarsson fyrirliði Keflvíkinga að leik loknum. Þó svo að Tindastólsmenn hafi alltaf verið á hælum Keflvíkinga þá efaðist Magnús aldrei um sigurinn. „Ég geri það aldrei þegar að ég er inni á vellinum, og mun aldrei taka upp á því. Um leið og við mundum fara að gefa eitthvað eftir þá myndu þeir bara vinna leikinn. Við náðum að halda okkar striki og berjast meira en þeir, þess vegna sigruðum við hér í dag.“ Magnús var afskaplega ánægður með liðsfélaga sinn hann Charlie Parker sem átti glimrandi leik. „Hann var frábær hér í Höllinni og skoraði í raun alltaf þegar að við þurftum á því að halda. Svo var hann líka frábær í vörninni,“ sagði Magnús að lokum. Parker sjálfur var kampakátur í leikslok og hann segist hafa fundið það strax í upphafi þegar að liðin voru kynnt til leiks að hann ætlaði sér stóra hluti í leiknum. „Lætin komu mér í gang en ég hef spilað svona leiki í háskólaboltanum og það er bara mjög gaman að spila í svona andrúmslofti. Þegar áhorfendur úr báðum liðum eru stanslaust að öskra á þig og allt er undir þá getur það ekki annað en að framkallað þínar bestu hliðar,“ sagði Parker en hann var eins og áður segir maður leiksins. Atkvæðamestir Keflvíkinga í leiknum: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4 Enn ein rósin í hnappagat Sigurðar Á myndunum má sjá Val Orra og Magga Gunnars í baráttunni gegn Tindastóli

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.