Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 1
vf.is Metan er innlendur og umhverfisvænn orkugjafi sem er helmingi ódýrari en bensín. Nýttu þér kosti metans með Volkswagen. K. Steinarsson – Njarðarbraut 13 420 5000 - heklakef@heklakef.is Das Auto. TM Opið allan sólarhringinn Fitjum NÝTT Morgunverðar-matseðill Aðeins í boði áSubway Fitjum 14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011 Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is 989kr/stk. Tilboðsverð! 339kr/stk. Tilboðsverð! Easy ÞvoTTaEfni aloE vEra 2.7 kg Easy MýkingarEfni 2 l | www.flytjandi.is | sími 525 7700 | VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undan- úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB Æsispennandi körfuknattleikir - sjá nánar á bls. 23 Víkurfréttir Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 F i m m t u d A G u R i n n 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 2 • 8 . t ö l u B l A ð • 3 3 . á R G A n G u R Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946 Njarðarbraut 1 | Reykjanesbæ | 421 8808 | www.bilahusid.is | bilahusid@bilahusid.is Bílasala og þjónustuverkstæði ›› Óskar og Torfi með 677 kg á bala í risaróðri Adda afa GK: Það voru heldur betur uppgrip hjá smábátasjómönnum sem gera út frá Sandgerði nú í byrjun vikunnar. Bátar sem gerðir eru út á línu fóru margir út seint á sunnudagskvöldið og aðfaranótt mánudags og voru þá að komast á sjó í fyrsta skiptið eftir langvarandi brælu- tíð. Þegar fyrstu balarnir voru dregnir á mánudagsmorgun varð mönnum ljóst að ævintýri var í uppsiglingu enda fór svo að flotinn kom í land kjaftfullur af fiski og þurftu nokkrir að fara fleiri en eina ferð til að draga sína bala, svo mikið var fiskiríið. Óskar Halldórsson skipstjóri og Torfi Torfason háseti á Adda afa GK sem er 9,6 brúttótonna bátur fóru grunlausir á sjóinn og lögðu 36 bala. Frá ævintýri þeirra er sagt á vefnum Aflafrettir.com. Þegar þeir byrjuðu að draga þá var ljóst að eitthvað stórt var í vændum því þeir gátu einungis dregið 15 bala og þá var Addi afi GK orð- inn kjaftfullur. Til Sandgerðis fóru þeir og lönduðu 9,8 tonnum sem gerir 653 kíló á bala. Eftir löndun fóru þeir aftur á sjóinn og náðu einungis að draga 14 bala þá var báturinn aftur orðinn kjaftfullur. Nú komu þeir til hafnar með um 9,4 tonn sem gerir um 671 kíló á bala. Þrátt fyrir tvær landanir hjá Adda afa GK þennan daginn voru eftir 7 balar í sjó. Skipverjar á Muggi KE tóku að sér að draga balana og náðu reyndar einungis 6 bölum en úr þeim fengust 4,5 tonn. Allt var þetta stór og mikill þorskur allt yfir 10 kíló að þyngd. Þessi risaróður gerði því 23.695 kíló og það gerir 677 kíló á bala. Aflaverð- mætið var tæpar 8 milljónir. Þessi risaróður er met á marga vegu. Fyrir það fyrsta er þetta mesti afli sem smábátur undir 10 brúttótonnum hefur fengið á einum degi. Þetta má segja að sé líka mesti afli sem smábátur hefur fengið í einum róðri þótt hafi þurft að fara 3 ferðir til þess að ná aflanum og slær þar með Íslands- metið sem Dögg SU setti í fyrra. Auk þess þurfti að fara þrjár ferðir til þess að ná aflanum og það hefur ekki gerst áður að bátur hafi þurft að fara þrjár ferðir til að ná aflanum sínum. Í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is má sjá myndir frá löndun smábáta í Sandgerði á mánudagskvöld. Þar er einnig viðtal við Halldór Ármannsson á Stellu GK en hann var einn þeirra sem kom með fullan bát af fiski að landi á mánudagskvöld. Ævintýraleg þorskveiði og Íslandsmetið slegið Landað úr Adda afa GK í Sandgerði á mánudagskvöldið. Ljósmynd: Aflafrettir.com / Gísli Reynisson Í aflaskotinu á mánudag-inn voru nokkrir sem þurftu að fara fleiri en eina ferð til að klára að draga línuna. Einn þeirra báta sem fengu hvað mestan afla á mánudaginn var Muggur KE. Hann þurfti að fara tvær sjóferðir á mánudaginn til að draga sína 52 bala. Fyrri ferðin hljóðaði upp á full- fermi með 16,4 tonnum og seinni ferðin gaf 14,4 tonn. Aflaverðmæti Muggs KE var um 10 milljónir króna. Sam- tals komu 210 tonn á land í Sandgerði hjá smábátunum á mánudaginn. 30,8 tonn í tveimur veiði- ferðum sama daginn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.