Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 22
22 FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Friðjón eða Freon eins og hann er oft kallaður ytra, stefnir að því að verða næsti UIAGM leiðsögumaður landsins (aðeins er einn þannig leiðsögumaður hérlendis) en UI- AGM eru alþjóðasamtök fjallaleið- sögumanna í yfir 20 löndum víðs vegar um heiminn sem setja reglur og viðmið um þjálfun og reynslu fjallaleiðsögumanna. Þjálfunar- og prófaferlið er gríðarlega strangt og það erfiðasta og jafnframt virtasta í heiminum. Krafist er sérhæfingar á fjórum sviðum fjallamennsku. Í klettaklifri, ísklifri, fjallamennsku og fjallaskíðun. Reikna má með því að frá því að einstaklingur hefur þjálfun, þar til hann hefur lokið síðasta prófi, líði um 10 ár. Friðjón er 36 ára menntaður fjalla- og skíðaleiðsögumaður sem er bú- Þrastartjörn 17, Fallegt og vandað parhús með fjórum rúmgóðum svefnherbergjum. Fínn garður og pallur. Verð: kr. 34.500.000,- Lómatjörn 30, Glæsilegt endaraðhús á einni hæð ásamt bílskúr, 3 svefnherbergjum og flottum palli. Verð: kr. 33.500.000,- Súlutjörn 29, Skemmtilega skipulögð 5 herbergja íbúð í fjölbýli. Stutt göngufæri í grunnskóla. Verð: kr. 25.500.000,- Norðurvellir 16, Skemmtilegt og bjart raðhús á einni hæð. Pallar við húsið og heitur pottur. Verð: kr. 33.900.000,- Op ið hú s su nn ud ag inn 19 . fe br úa r f rá kl. 13 :30 - 1 4:0 0 Op ið hú s su nn ud ag inn 26 . fe br úa r f rá kl. 14 :00 - 1 5:0 0 Op ið hú s su nn ud ag inn 19 . fe br úa r f rá kl. 14 :30 - 1 5:0 0 Op ið hú s su nn ud ag inn 19 . fe br úa r f rá kl. 15 :30 - 1 6:0 0 Stórhöfða 23 - 110 Reykjavík - Sími: 863 0402 Ásdís Ósk Valsdóttir, Löggiltur fasteignasali, Gsm: 863-0402, asdis@fasteignasalinn.is Hrafnhildur Björk Baldursdóttir, Sölufulltrúi, Gsm: 862-1110, hrafnhildur@fasteignasalinn.is, Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Sölufulltrúi, Gsm: 897-6717, inga@fasteignasalinn.is, settur í Kanada, ásamt konu sinni Erin Fiddick, þar sem hann vinnur á veturna sem þyrlu- og fjallaskíða- leiðsögumaður, en á vorin kemur hann heim. Friðjón hefur farið víða á sínum fjallamennsku- og leið- söguferli og hefur m.a. farið þveran Grænlandsjökul, klifið Denali í Alaska og glímt við óteljandi ís- fossa, klettaveggi og tinda bæði í evrópsku Ölpunum sem og í Klettafjöllum Norður-Ameríku. „Fyrir utan þetta þá er listinn of langur til að geta nefnt flóruna af fjöllunum sem maður hefur verið á,“ segir Friðjón en sem dæmi má nefna: Mont Blanc, Matterhorn og flest hæstu fjöll í Kanada. „Oftar en ekki þá er markmiðið ekki endilega að fara á fjöll sem flestir þekkja heldur að klifra erfiðari leiðir sem eru þekktari meðal reyndra fjalla- manna.“ Eru margir sem fást við svipuð störf og þú í heiminum eða á þessum slóðum sem þú ert á? „Það eru nokkur hundruð manns sem vinna við sömu vinnu í skíða- iðnaðinum en svo lækkar talan töluvert þegar maður bætir alpak- lifrinu ofan á þetta,“ segir Friðjón en hann telur að líklega séu innan við 100 manns í Kanada sem starfa í þessum bransa. „Auðvitað er meira af leiðsögumönnum í Evrópu t.d. þar sem það er miklu meiri hefð fyrir alpaklifri. Það eru ekki margir í heiminum faglærðir í þessu öllu saman. Það er t.d. ólöglegt að vera með „gesti“ í evrópsku Ölpunum en maður verður var við að fólk sé að stunda það.“ Hvenær byrjaði þú að fá áhuga á útivist og fjallgöngum? „Ég hef verið að ráfa um fjöll alveg frá því að ég man eftir mér, þá helst á skíðum en ég fór líka í stuttar ferðir með foreldrum mínum þar sem markmiðið var ekki að klífa fjöll heldur bara venjulegar göngu- ferðir. Það kom mikil lægð í fjalla- mennskuna hjá mér þegar ég flutti til Keflavíkur á sínum tíma en ég tók aftur upp þráðinn árið 1994 og byrjaði þá af krafti með Flugbjörg- unarsveit Reykjavíkur,“ segir Frið- jón en hann hefur starfað í brans- anum frá því árið 1997 og nánast eingöngu fengist við þetta frá því um árið 2001. Friðjón kemur upp- Friðjón Þorleifsson þrífst í annars konar starfsumhverfi en við eigum að venjast hér á Suðurnesjunum. Hann klífur hæstu og erfiðustu tinda víða um heim og stundar það sem kallað er þyrluskíðun, en hann stundar þá iðju um 6 mánuði á ári. Þyrluskíðun snýst fyrst og fremst um ofgnótt lausamjallar, oft svo djúpri og mjúkri að manni líður eins og maður sé hreinlega að skíða í hvítu skýi. „Þetta er engin venjuleg skíðamennska og við skíðum aldrei á dæmigerðum skíðasvæðum eins og flestir heima á Klakanum halda,“ sagði Friðjón þegar Víkurfréttir náðu tali af honum á milli ferðalaga fyrir nokkru síðan. Hann eyðir dæmigerðu sumri í alpa- og klettaklifur ásamt því sem hann er að kenna fjallamennsku. Hann er líka leiðsögumaður í ísklifri sem hann stundar í Kanada þar sem hann hefur verið búsettur um langt skeið. Hátt uppi í fjöllum með frábært útsýni og allt myndað með nýju GoPro-myndavélinni. Fjallagarpurinn Friðjón fer ótroðnar slóðir í sinni útivist.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.