Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Við óskum Njarðvík til hamingju með bikarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Landsbankinn er stoltur bakhjarl körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og í samstarfi við bankann hefur Njarðvík valið verkefnið Stöðvum einelti til að prýða búninga félagsins. J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Til hamingju Njarðvíkingar! Sagt eftir leikinn: „Þetta var alvöru leikur, rétt eins og við bjuggumst við,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir fyrirliði Njarðvíkinga í lok leiks í Laugardalshöllinni. Hún var ekki á því að sigurinn væri að renna þeim úr greipum undir lokin þegar að Snæfellingar settu í lás í vörninni. „Við verðurm að hafa smá spennu í þessu, er það ekki?“ Í byrjun leiks var mikið um mistök á báða bóga en Ólöf sagði að bæði lið hafi ætlað sér um of strax í upphafi. „Þetta þróaðist bara þannig en við náðum að koma okkur á réttan kjöl og vinna sigur,“ sagði Ólöf að lokum en hún vildi koma þökkum til stuðningsmanna Njarðvíkinga sem mættu í Höllina og studdu við bakið á stelpunum. Grimmdin skilaði sigrinum Sverrir Þór Sverrisson þjálfari átti erfitt með að lýsa tilfinningunni sem fylgdi sigrinum en hann var virkilega stoltur af sínu liði. „Ég er ánægður og mjög stoltur af stelpunum. Þær hafa lagt mikið á sig og eru flestar að vinna sinn fyrsta titil með meistaraflokki.“ Sverrir taldi lykilinn að sigrinum vera baráttuandann í l iðinu. „Baráttan og vörnin. Stolnir boltar og fráköstin, þetta skilaði þessum sigri fyrir okkur, þessi grimmd.“ Sverrir tók undir orð blaðamanns varðandi frammistöðu Baker- Brice sem var maður leiksins að þessu sinni. „Hún var mögnuð. Hún er týpan sem þrífst á svona stórleikjum og það sáum við hér í dag. Það er samt margt sem hægt er að nefna og þetta er algjörlega sigur liðsheildarinnar.“ Atkvæðamestar hjá Njarðvíkingum: Shanae Baker-Brice 35/16 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Lele Hardy 26/24 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 18, Salbjörg Sævarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 2/9 fráköst. Ný t t n a f n v a r r i t a ð í s ö g u b æ k u r K K Í á laugardaginn síðastliðinn, en þá unnu Njarðvíkurstúlkur sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Ekki nóg með það því þetta var fyrsti titillinn í sögu kvennaboltans í Njarðvíkunum. Njarðvíkingar hömpuðu bikarnum eftir glæstan sigur á Snæfellingum þar sem þær höfðu 84-77 sigur eftir spennandi lokakafla. Njarðvíkingar höfðu þó tögl og haldir bróðurpart leiksins og mestur var munurinn í 18 stig. Shanae Baker-Brice átti alveg hreint glimrandi leik og ljóst alveg frá upphafi að hún var í miklu stuði. Hún dreif Njarðvíkinga áfram framan af leik en hinn erlendi leikmaðurinn hjá þeim grænklæddu, Lele Hardy, var ekki að finna sig og misnotaði mikið af opnum skotum af stuttu færi sem hefðu farið niður við venjulegar aðstæður. En aðstæður voru ekkert venjulegar þennan laugardag. Áhorfendur fjölmenntu á palla Laugardalshallar enda tvö lið að berjast sem aldrei höfðu unnið titil í kvennaflokki og stemningin eftir því. Snæfellingar byrjuðu með svæðisvörn sem varð til þess að Njarðvíkingar reyndu mikið af skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þau skot voru ekki að rata heim og Shanea Baker-Brice tók af skarið og keyrði mikið inn að körfunni og skoraði grimmt. Þótt Hardy hafi ekki verið að finna sig í stigaskorinu í upphafi þá reif hún niður fráköstin og áttu Snæfellingar í mestu vandræðum með hana. Njarðvíkingar voru að hirða mikið af sóknarfráköstum og fengu fjölmörg tækifæri til þess að næla sér í þægilega forystu en alltof mörg skot fóru forgörðum. Staðan var því þannig að Njarðvík var með þriggja stiga forystu þegar flautað var til hálfleiks, 41-38. Baker-Brice var komin með 24 stig í hálfleik og þær Petrúnella Skúladóttir og Lele Hardy voru með 8 hvor. Hardy var þá komin með hvorki meira né minna en 16 fráköst en hún átti enn eftir að bæta nokkrum við í síðari hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks tóku Njarðvíkingar völdin og munurinn var fljótlega kominn í 10 stig. Njarðvíkingar stigu svo bensínið í botn og virtust vera að landa bikarnum enda fór munurinn í 18 stig á tímabili. Þá tóku Snæfellingar leikhlé og hristu af sér slenið. Þær náðu góðu áhlaupi á Njarðvíkinga og munurinn var 8 stig þegar haldið var í síðasta leikfjórðung. Snæfellingar létu þá kné fylgja kviði og spennan magnaðist þegar munurinn fór niður í 3 stig. Ekki minnkaði stemningin þegar að Snæfell komst 1 stigi frá Njarðvíkingum. Þá var komið að þætti Lele Hardy hjá Njarðvíkingum. Hún skoraði 5 stig í röð og stal boltanum á ögurstundu þegar skammt var til leiksloka. Þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar Hardy setti niður stökkskot frá endalínunni og brotið var á henni um leið. Hardy setti niður vítið og þarna fundu Njarðvíkingar örlítinn keim af kampavíninu. Snæfellingar náðu muninum aftur niður í 4 stig en Shanea Baker-Brice tryggði sigurinn undir lokin með því að setja niður 4 vítaskot í röð. Sannarlega viðeigandi að hún skyldi loka leiknum með þessum hætti þar sem hún var svo valin maður leiksins við verðlaunaafhendinguna. Fyrsti bikar Njarðvíkurkvenna kominn í Ljónagryfjuna Enn ein rósin í hnappagat Sigurðar Shanae Baker- Brice var öflugust Njarðvíkinga í leiknum. Sverrir Þór þjálfari fagnar fyrsta bikarmeistaratitli Njarðvíkurkvenna. Texti/Myndir Eyþór Sæmundsson og Páll Orri Pálsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.