Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 7
7VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012 ›› Gamlar bæjarlífsmyndir gera lukku á Facebook: • Háskól- HÆFNISKRÖFUR » Háskólapróf sem nýtist í starfi » Lipurð í mannlegum samskiptum » Framúrskarandi skipulagshæfni » Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi » Reynsla af verkefnastjórnun Verkefnisstjóri Reykjanes Geopark Iceland Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, leitar að kraft- miklum starfsmanni í krefjandi starf verkefnisstjóra um stofnun og þróun jarðvangs á Reykjanesi. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31.12.2013. Verkefnið felst í því að leiða vinnu við stofnun jarðvangs á Reykjanesi. Verkefnisstjóri tekur þátt í að skapa og ýta úr vör áhugaverðu þróunarverkefni í ferðaþjónustu og vísindastarfi á Reykjanesi. SUÐURNES Nánari upplýsingar veitir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri í síma 420 3288 eða berglind@sss.is. Umsóknir skulu berast skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbæ, eða á berglind@sss fyrir 12. mars. GARÐUR GRINDAVÍK REYKJANESBÆR VOGARSANDGERÐI Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dreglar og mottur á frábæru verði! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.795 Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 399 PVC mottur 50x80 cm 1.490 Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter 1.495 Gömul mynd af Dorró eða Þórðarsjoppu við Hafnargötu í Keflavík fer nú sem eldur í sinu um samfélagsvefinn Facebook. Í ummælum við myndina má greina fortíðarþrá og margar góðar minningar frá gömlum tímum eru rifjaðar upp. Myndin af Þórðarsjoppu birtist í samfélagi sem heitir „Keflavík og Keflvíkingar“ en þar eru í dag á áttunda hundrað myndir frá ýmsum tímum í Keflavík. Það var Árni Árnason sem tók myndina af Þórðar- sjoppu á miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Búið er að nafngreina alla á myndinni nema konuna sem stendur í útihurðinni. Lengst til hægri sitjandi undir glugganum er Ásta Grétarsdóttir. Við hlið hennar situr Ólafía Ólafsdóttir. Þá situr Ólafía Þórey Sigurðardóttir við hlið hennar og hjá henni stendur yngsta systir hennar, Pálína Hildur Sigurðardóttir. Í vagninum er svo Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, sonur Ólafíu Þóreyjar og Hallgríms Guðmundssonar. Guðmundur Rúnar er fæddur 30. júlí 1975. Sigurlaug Guðmundsdóttir skrifar á Facebook að sjoppan hafi verið aðal unglingastaðurinn í Keflavík frá 1960 til 1970 og jafnvel lengur. „Þetta hús er núna sumarbústaður vestur í Dölum, sem við nokkrir af- komendur Þórðar eiga“. Hún segir sennilegt að sjoppan hafi heitið Þristurinn þegar þessi mynd var tekin því það voru aldrei gardínur fyrir gluggunum í tíð Þórðar. Ólafía Þórey Sigurðardóttir staðfestir að þarna hafi sjoppan heitið Þristurinn sem systurnar Eva og Stef- anía ráku saman ásamt Guðrúnu vinkonu þeirra. Gamlar myndir í Víkurfréttir Margar áhugaverðar myndir hafa verið að birtast síðustu daga í samfélaginu „Keflavík og Keflvík- ingar“ á Facebook. Víkurfréttir hafa áhuga á að birta nokkrar af þessum myndum með góðfúslegu leyfi ljósmyndaranna. Þá hefur blaðið áhuga á að fá gamlar myndir frá Suðurnesjum frá lesendum blaðsins þar sem rifjað er upp hvað er að gerast á myndinni eða sagðar sögur frá þeim tíma sem myndin er tekin. Myndir og frásagnir má senda á Hilmar Braga fréttastjóra Víkurfrétta á póstfangið hilmar@vf.is. Svona var lífið í Keflavík 1975 Þórðarsjoppa er núna sumarbústaður vestur í Dölum en nokkrir af afkomendum Þórðar eiga húsið í dag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.