Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 17
17VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012
Við leitum að öflugum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf
í líflegu og skemmtilegu starfsumhverfi.
Liðsmanni með framúrskarandi samskiptahæfileika, hafa brennandi áhuga á því
að ná góðum árangri í starfi og vinna sem hluti af öflugri liðsheild.
Lögð er áhersla á vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.
Um er að ræða sumarstörf. Hlutastörf koma einnig til greina.
Vaktafyrirkomulag er 2-2-3.
Nánari upplýsingar veita:
Ólafía G. Ólafsdóttir, netfang: olafia@icelandair.is
Kristín Björnsdóttir, netfang: stina@icelandair.is
Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Icelandair
www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 1. mars 2012.
Starfssvið:
Sala á flugfargjöldum, hótelgistingu og bílaleigubílum
Upplýsingaveita, ráðgjöf og þjónusta
Útgáfa ferðagagna
Önnur tilfallandi verkefni sem fara fram í deildinni
Hæfniskröfur:
Menntun í ferðafræðum, IATA-UFTAA próf er æskilegt
Þekking og reynsla í farseðlaútgáfu og Amadeus bókunarkerfi
Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg
Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg
FERÐARÁÐGJAFI
Icelandair leitar að öflugum ferðaráðgjafa sem hefur áhuga á
krefjandi starfi á söluskrifstofu í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli.
Skvísukvöld
Helluhrauni 22, Hafnarfirði
Föstudaginn 2. mars
ætlum við að halda meiriháttar skvísuboð.
Þér og þínum vinkonum er boðið.
LEYNIGESTUR - HLJÓMSVEIT - GJAFIR
og margt fleira skemmtilegt fyrir skvísur.
Hver og ein kemur með sína drykki,
allt annað er í boði Kiwanis.
Húsið opnað kl. 19:30
Dagskrá hefst kl. 20:00
Vinsamlega staðfestið þátttöku fyrir 29. feb. á
kiwanisskvisur@gmail.com eða í síma: 695-3669
Ath! Bara fyrir konur!
Hlökkum til að sjá ykkur,
Konur í Kiwanis
Út er komið á vegum Listasafns Reykjanes-bæjar kort sem ber titilinn Styttur bæjarins
og fleira skemmtilegt. Því er ætlað að veita íbúum
og gestum upplýsingar um umhverfis- og útilista-
verkin í bænum. Myndir eru af öllum verkunum
og staðsetning þeirra merkt inn auk þess sem ýmis
fróðleikur er veittur um þau svo sem hvenær þau
voru sett upp, hverjir höfundarnir eru og fleira í
þeim dúr. Upplýsingar þess efnis hafa í raun verið
aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar frá árinu 2002
en nú er unnið að því að uppfæra þær því mikið
hefur bæst við af ýmis konar verkum á síðustu
árum.
Það er von þeirra sem að útgáfu kortsins standa að
það geti orðið skemmtileg viðbót við menningarlíf
bæjarbúa. Til dæmis getur það auðgað heilsubótar-
gönguna því hvorki fleiri né færri en 47 staðir eru
merktir inn á kortið þar sem alls staðar er eitthvað
skemmtilegt að sjá. Þá er einnig ljóst að kortið kemur
skólum bæjarins að góðum notum en þeir hafa verið
mjög duglegir að nýta sér verkin í bænum í námi
nemenda sinna.
Þá má lesa út úr kortinu að við höfum átt frumherja
á þessum vettvangi sem lagt hafa drjúgan skerf til
fegrunar umhverfis okkar í gegnum tíðina og má þar
nefna menn eins og Áka Gränz, Erling Jónsson og
Guðleif Sigurjónsson.
Kortið er nú aðgengilegt á skrifstofum Reykjanes-
bæjar, Tjarnargötu 12 og í Duushúsum og er ókeypis
að sjálfsögðu. Útgáfa þess var styrkt af Safnasjóði
ríkisins.
Styttur bæjarins og fleira skemmtilegt
Hlöllabátar, sem opnuðu í Keflavík í haust hafa nú opnað veitingasal í húsnæðinu við Hafnar-
götu 12 en hingað til hafa þeir eingöngu afgreitt í
lúgu. Salurinn sem er smekklega innréttaður tekur
um 30 manns í sæti.
Hlöllabátar er aldarfjórðungs gömul skyndibitakeðja
og opnaði sl. haust eftir að hafa fest kaup á húsnæði
sem áður hýsti m.a. bæjarskrifstofur Keflavíkur en
síðast sjoppurnar Ný-ung og Bitann.
Nú geta viðskiptavinir sem sagt sest inn í glæsilegan
veitingasal og notið veitinganna þar. Áfram verður
einnig afgreitt í lúgu en opið er alla virka daga til mið-
nættis, til kl. 2 á föstudagskvöldum og til kl. 6 eftir
miðnætti á laugardögum.
Forsvarsmenn Hlöllabáta eru mjög ánægðir með við-
tökurnar sem þeir hafa fengið á Suðurnesjum og segj-
ast vona að þessi þjónustuviðbót mælist vel fyrir.
Séð inn í veitingasal Hlöllabáta við Hafnargötu 12 í Keflavík.
Hlöllabátar opna veitingasal
Ódýrast í sund í Reykjanesbæ
Ódýrast er að fara í sund í Reykjanesbæ ef keyptur er stakur miði, eða 370 krónur. Hins vegar er stakur sundmiði dýrastur í Kópa-
vogi og Árborg, 550 krónur. Munurinn er því 180 krónur eða 49%.
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð og breytingar á gjaldskrám sundstaða hjá
15 stærstu sveitarfélögum landsins milli ára. Sveitarfélögin sem skoðuð
voru hafa hækkað gjaldið á stökum miða í sund fyrir fullorðna um 4-23%.
Árskort fullorðinna hefur hækkað hjá 11 sveitarfélögum af 15 um 3-23%.
Aðeins Reykjavík, Reykjanes, Árborg og Seltjarnarnes hafa ekki hækkað
árskortið hjá sér. Hjá 10 sveitarfélögum af 15 er greitt fyrir börn á grunn-
skólaaldri í sund. Reykjanesbær, Árborg, Akranes, Skagafjörður og Vest-
mannaeyjar eru með frítt fyrir börn í sund, en í sumum tilvikum þó aðeins
fyrir innanbæjarbörn.
Öll sveitarfélögin hafa hækkað hjá sér gjaldskrána á stakri sundferð milli
ára. Mesta hækkunin er í Hafnarfirði um 32% eða úr 340 kr. í 450 kr.
Minnsta hækkunin er á Akureyri 4%. Þar fer gjaldið úr 450 kr. í 470 kr. og
á Ísafirði um 4% eða úr 490 kr. í 510 kr.