Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 14
14 FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Hópur Suðurnesjamanna sem kalla sig einfaldlega Vinir Ragga Margeirs munu standa fyrir minningarmóti um Ragnar heitinn Margeirsson, landsliðsmann í knattspyrnu, laugardaginn 25. febrúar næstkomandi. Allur ágóði af mótinu mun renna til styrktar fjölskyldu Sigursteins heitins Gíslasonar sem lést fyrir skömmu. Mótið er ætlað eldri drengjum eins og það er orðað í tilkynningu frá vinum Ragnars. Mótið hafa þeir félagar nokkrum sinnum haldið áður en tíu ár eru liðin frá andláti Ragnars sem gerði garðinn frægan á sínum tíma með Keflavík, Fram og KR hérlendis en einnig í Belgíu og í Þýskalandi. Ragnar hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Afraksturinn af mótinu rennur iðulega til góðra málefna og að þessu sinni rennur hann óskiptur til fjölskyldu Sigursteins sem tók sjálfur oft þátt í minningarmótinu. Styrktaraðili sem ekki vill láta nafns síns getið mun greiða þann kostnað sem af mótinu hlýst. Um kvöldið fer svo fram Herrakvöld Keflvíkinga þar sem Örvar Kristjánsson sér um veislustjórn. Örvar sem er þekktur fyrir sín þrumuskot fær algert skotleyfi þetta kvöld og það verður gaman að sjá hver verður fyrir barðinu á honum. Ræðumaður kvöldsins er markmaðurinn og pistlahöfundur Víkurfrétta Ómar Jóhannsson. Málverkauppboðið verður glæsilegt en verk frá Tolla, Línu Rut, Rakel Steinþórs og fleiri flottum listamönnum verða boðin upp. Meistarakokkurinn Ási hjá Menu sér svo um matargerðina en það er þriggja rétta gómsæt máltíð.Garðar Örn Arnarsson, einn efnilegasti kvikmyndagerðarmaður landsins, sýnir glefsur úr stuttmynd sem hann er með í smíðum. Miðapantanir í síma 421-5188 á skrifstofutíma og 840-0302 (Kristján Helgi) hvenær sem er sólarhrings. Einnig hægt að senda mail á kef-fc@ keflavik.is og khj@internet.is. Allt þetta og meira til laugardaginn 25. febrúar. Miðaverð aðeins 6.000 krónur. Húsið opnar 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl 20:00. Í fyrra voru 180 manns mættir og skemmtu sér konunglega, nú er stefnt að því að fá a.m.k. 200 manns enn meira fjör. útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Þegar ég var lítill strákur fór ég reglulega á völlinn eins og fótboltasjúkum drengjum ber að gera. Þarna horfði maður á leikmenn spila og óskaði þess að maður væri þeir. Ólarnir Gottskálksson og Pétursson voru í sérstöku uppáhaldi hjá markmanninum mér. Eftir leik var svo fundinn grasblettur þar sem úlpurnar voru notaðar sem mörk. Snúrustaurar ef maður var heppinn. Á þessum grasbletti breyttist maður svo í þessa leikmenn. Maður var þeir í smá stund og lifði drauminn. Seinna þegar maður varð nokkrum árum eldri breyttust svo draumarnir úr því að vera þeir yfir í að fá að spila með þeim. Maður sá unga leikmenn koma inn í liðið og áttaði sig á því að það væri möguleiki, ef maður legði hart að sér, að hugsanlega spila með þeim. Síðasta helgi var frábær körfuboltahelgi hér í Reykjanesbæ. Það er á svona dögum sem frasinn „aðalmálið að vera með“ á ekki við. Það einmitt fyrir svona augnablik sem flestir íþróttamenn leggja af stað með ferilinn sinn. Ungir drengir og stúlkur mæta í íþróttahúsið og drekka í sig stemninguna. Þarna sitja þau, standa, hoppa, syngja og hrópa og á endanum eru sigurvegararnir hylltir sem hetjur. Hver vill ekki vera hetja og taka þátt í því að gleðja svona marga. Vera dáður og vinsæll fyrir eitthvað sem þú ert virkilega góður í. Ég er alveg viss um að fleiri en einn og tveir hafi ákveðið að nákvæmlega þetta vildu þau gera þegar þau verða stór. Vera góð í körfubolta og vinna titla. Nú er ég Keflvíkingur og elska að sjá Keflavík vinna titla, mér fannst það meira að segja alls ekkert leiðinlegt að sjá Njarðvík vinna. Einn hlutur stakk mig samt svolítið í augun um helgina. Hversu hvetjandi er það fyrir unga krakka að stefna að því að komast í liðið í framtíðinni þegar 3 af 5 byrjunarliðsmönnum eru erlendir leikmenn? Ég leyfi mér að fullyrða það að enginn af þeim hafði heyrt á Keflavík minnst áður en þeir fengu samning hér. Af 10 leikmönnum inná í byrjun leiks voru 6 erlendir og spiluðu þeir flestir nánast hverja einustu mínútu. Hjá konunum voru erlendu leikmennirnir ekki nema 4 af 10, 2 í hvoru liði. Þessar stelpur skoruðu samt sem áður 113 af 161 stigi sem voru skoruð í leiknum. Það er eitthvað bogið við það að 1 af 20 stigahæstu leikmönnum Iceland Express deildarinnar í karlaflokki sé Íslendingur (Maggi Gunn að sjálfsögðu). Nú eru flestir af þeim erlendu leikmönnum sem koma hingað til að spila virkilega góðir leikmenn og styrkja liðin sín mikið. Ég hef nákvæmlega ekkert út á þá að setja, þau eru bara að vinna vinnuna sína. Það sem ég hins vegar velti fyrir mér er hvort að þetta sé vænlegasta leiðin til árangurs fyrir körfuboltann í landinu. Á meirihlutinn af byrjunarliðinu að vera atvinnumenn? Er ekki til neitt betra fyrir liðin að leggja peningana í? Til hverra á æskan að horfa upp til þegar flestir af þeim sem spila stærsta hlutverkið í sínu liði spila ekki nema eitt tímabil, ef þeir þá ná því. Auðvitað er það vonlaus barátta ef lið ætlar ekki að hafa erlenda leikmenn í efstu deild eins og staðan er í dag. Kannski er ég bara orðinn gamall og bitur en mér finnst ekki sami ljóminn yfir körfunni í dag og fyrir 20 árum. Þegar einn erlendur leikmaður var í hverju liði og strákar sem fólkið í bænum þekkti spiluðu stærra hlutverk. En jú ætli ég sé ekki bara að verða gamall. Er þEtta vænlEgasta lEiðin? Minningarmót Ragnars og Herrakvöld Keflvíkinga Um h e l g i n a f ó r f r a m þriggja daga námskeið í ó ly mpískum ly ft ing um í Kei l i . L ei ðb einendur vor u heimsþekktir lyftingaþjálfarar frá Bandaríkjunum, þeir Bob Takano og Pat Carroll-Cullen. 60 þjálfarar sóttu námskeiðið sem var bæði í formi fyrirlestra og verklegrar kennslu. Stór hluti voru CrossFit þjálfarar en ÓL koma þar mikið við sögu. Aðrir þátttakendur voru ýmist sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingar, ÍAK einkaþjálfarar og -nemar, íþróttaþjálfarar, lyftingaþjálfarar o.s.frv. Þátttakendur voru á einu máli um að námskeiðið hefði tekist mjög vel og þeir hefðu lært mjög mikið á þessum þremur dögum. Leiðbeinendurnir, Bob og Pat töluðu sérstaklega um að þeir hefðu sjaldan kennt jafn áhugasömum og metnaðarfullum hópi þjálfara áður og voru mjög ánægðir með aðstæðurnar í Keili og íþróttahúsinu á Ásbrú. Forsvarsmenn f rá Lyf t inga- sambandi Íslands sóttu nám- skeiðið og leiðbeindu einnig. Sambandið mun bjóða upp á próf úr námskeiðinu og þeir sem standast prófið fá þjálfararéttindi f r á s amb and i nu . Ke i l i r o g lyftingasambandið stefna á að vinna enn frekar saman í námskeiðshaldi og menntun þjálfara. Keilir heldur um þrisvar á ári námskeið me ð he imsk lass a þjálfurum og alltaf eru þau mjög vel sótt. Í apríl verður Martin Rooney hjá Keili með 2ja daga námskeið í hraðaþjálfun og þá ættu íþróttaþjálfarar frá Suðurnesjum ekki að láta sig vanta. Rooney hefur unnið með íþróttamönnum úr NFL, NBA, WNBA auk fjölda ólympíukeppenda. Þá er hann einnig mjög þekktur fyrir þjálfun á bardagaíþróttamönnum og verður með kvöldnámskeið á vegum Keilis í þolþjálfun bardagaíþróttamanna. Myndir frá námskeiðinu um helgina eru á Facebook síðu Keilis www.facebook.com/keilir Heimsþekktir lyftingaþjálfarar á Ásbrú

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.