Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 20
20 FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR „Virðing manna er ósnertanleg“, börn sem sjá heims- ins ljós í fyrsta skipti eru eins og óslípaðir demantar. Okkar hlutverk er að „vinna“ demantana þangað til þeir glansa svo sjá megi fegurð þeirra. Leyfum börnum að spreyta sig og þroskast á þann hátt að þau geti lifað löngu lífi. Kennum virðingu og sjálfstraust í samskiptum við aðra menn og eigin fjölskyldu. Plantaðu tré í líf þitt, leggðu fræ í jörð þannig að rótin fái nægt pláss til að breiða úr sér. Tréð þarfnast vatns, áburðar, sólarljóss, hlýju og umhyggju til þess að hægt sé að njóta þess í 100 ár. Látum náttúruna fá tækifæri til þess að leyfa trénu að njóta sín í allri sinni fegurð. Byggðu hús í lífi þínu. Leggðu góðan grunn (rót) að því svo það megi verða 100 ára. Heimilið okkar er staðurinn sem við getum farið á hvenær sem er. Það veitir ytra öryggi (klæðnaður) og ekki síður innra öryggi (sál). Þar getum við verið við sjálf þegar önn dagsins lýkur. Vellíðan í lífinu skiptir miklu máli vegna þess að við þurfum að takast á við marga erfiðleika. Til að geta liðið vel er mikilvægt að finna umhyggju svo við náum að safna nýrri orku. Hús okkar speglar okkur sjálf að utan (hvernig við klæðum okkur) og einnig að innan (hvernig sál okkar lítur út). Til að barn verði 100 ára þarf stöðugt að vökva og næra það, líkt og tré og heimili. Barnið þarfnast sólarljóss líkt og plantan (foreldrar) og einnig hlýju, gleði, umhyggju og ástar til þess að geta byggt upp sjálfstraust og heiðarleika og gengið í gegnum lífið með sjálfsvirðingu, velsæmi og gleði í farteskinu. Birgitta Jónsdóttir Klasen Virðing manna er ósnertanleg Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar Fyrir mér var bara einn Maggi Dan. Ég kynntist Magga fyrir meira en 30 árum þegar ég og Jenný dóttir hans urðum vin- konur og ég varð hálfgerður heimalingur á Borgarveginum þar sem hvorki þurfti að dingla á dyrabjöllu né nota aðal- inngang heldur þotið inn í gegnum þvottahúsið til að hitta heimilisfólkið. Oftar en ekki var Maggi þar, brosandi með svuntuna og að brasa einhvern mat. Hann var maður sem kunni að njóta. Njóta lífsins og þess að vera til, fjölskyldunnar, barnabarnanna og vina sinna. Hann var ekki bara vinur barna sinna, heldur líka vina barna sinna. Í hans veröld voru allir jafnir og kynslóðabil og stéttaskipting hugmynd einhverra annarra. Enginn var yfir annan hafinn. Maggi hafði frábæra kímnigáfu og ég held að ég hafi aldrei þekkt neinn sem brosti jafnmikið og það með öllu andlitinu. Mér finnst oft sem allir þessir góðu eiginleikar Magga Dan endurspeglist í afkomendum hans og áralöng kynni mín af Jenný dóttur hans staðfesta það, enda hefur hún fengið frá föður sínum það viðhorf sem hann hafði fyrir öðru fólki og lífinu, að allir hafa sömu tækifæri og allir hafa sama tilverurétt og óbil- andi réttlætiskennd. Magga og Eyrúnu hitti ég oft hjá Jenný vinkonu enda mikill samgangur á milli okkar æskuvinkvennanna. Síðast í desember þegar við enduðum óvænt í dönsku jólahlaðborði hjá Jenný og Arnari. Þar voru þau Maggi og Eyrún, þessi yndislegu hjón, síld, kertaljós, pólitík, bros og sögur. Alltaf sögur. Það hefur oft verið erfitt að horfa upp á fjölskylduna ganga í gegnum sorg- ina síðustu vikur en ég veit að sam- heldni þeirra og styrkur mun fleyta þeim í gegnum missinn og með hlýjuna af lífi þessa mæta drengs í hjartanu verður sorgin að fagurri minningu. Þannig er það þegar þeir bestu kveðja. Elsku Eyrún, Nonni, Edda, Svavar Skúli, Magni Þór, Magnús, Harpa, Friðrik, Jenný, Arnar og Litla Eyrún Una, megi minningin um yndislegan mann og um- fram allt besta vin ykkar lifa. Hafðu þökk fyrir vináttuna Maggi. Fyrir okkur ert þú sönn hetja. Jóhanna Björk Pálmadóttir og fjölskylda „Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla“, er samstarfs- verkefni Félags tónlistarskóla- kennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sam- taka tónlistarskólastjóra. Nótan er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og að hún sé í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið. Nótan hefur verið haldin árlega síðan 2010 og þetta er því í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Tónlistarskólar landsins eru um níutíu talsins. Þar fer fram gríðar- lega fjölbreytt og öflugt starf og með „Nótunni-uppskeruhátíð tónlistarskóla“, er kastljósinu beint að þessum samfélögum og tónlistarnemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu þeirra. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. „Nótan-uppskeruhátíð tónlistar- skóla“ er þrískipt og skipulögð þannig að allir tónlistarskólar á landinu geti tekið þátt. Efnisskrá Nótunnar endurspeglar því á landsvísu, ólík viðfangsefni tón- listarnemenda á öllum aldri og á öllum stigum tónlistarnáms. Fyrsti hlutinn felst í því að tón- listarskólar sem ætla að taka þátt, velja þau atriði sem þeir ætla að senda í annan hluta Nótunnar, sem eru tónleikar þess land- svæðis sem viðkomandi tón- listarskóli tilheyrir. Skólarnir framkvæma þennan fyrsta hluta með mismunandi hætti, allt eftir því hvað hentar hverjum skóla. Á svæðistónleikunum velur síðan valnefnd á vegum Nótunnar þau atriði sem fara áfram í þriðja og síðasta hlutann, sem eru lokatón- leikar eða lokahátíð Nótunnar. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar mun taka þátt í Nótunni 2012 og þetta er í annað sinn sem skólinn tekur þátt. Okkar svæði er Suður- nes, Suðurland og svæðið um- hverfis höfuðborgina, það sem gjarnan er kallað "Kraginn". Fyrsti hlutinn fer fram, eins og áður segir, innan skólanna sjálfra og mun Tónlistarskóli Reykjanesbæjar að þessu sinni framkvæma þann hluta með hátíðartónleikum á sal Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, laugar- daginn 25. febrúar, sem er hinn árlegi Dagur tónlistarskólanna. Tónleikarnir hefjast kl.14.00. Á hátíðartónleikunum mun valnefnd úr röðum kennara velja þau atriði sem skólinn sendir til þátttöku í svæðistón- leikunum, sem verða haldnir í Salnum í Kópavogi, sunnudaginn 11. mars. Þriðji og síðasti hluti „Nótunnar-uppskeruhátíðar tónlistarskólanna“, verður í salnum Eldborg í Hörpu, sunnudaginn 18. mars nk. Þeir sem vilja vita meira um Nótuna, geta farið á vefsíðu verk- efnisins, www.notan.is. Síðan er áhugasömum bent á að fylgjast með framvindu mála á vefsíðu Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, tonlistarskoli.reykjanesbaer.is Dagana 27. og 28. febrúar nk. mun Forskóladeild Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar ásamt Lúðrasveit C og Strengjasveit halda tónleika fyrir nemendur í öllum grunn- skólum Reykjanesbæjar. Þetta er níunda árið í röð sem Forskóladeild og Lúðrasveitin standa saman að grunnskóla- tónleikum og að þessu sinni bætist Strengjasveit skólans í hópinn. Umfang verkefnisins hefur vaxið ár frá ári og hefur sú hefð myndast að því ljúki með stór-tónleikum ætluðum al- menningi og hafa börnin ávallt spilað og sungið fyrir troðfullu húsi og algerlega slegið í gegn. Alls verða haldnir 6 skóla- tónleikar á þessum tveimur dögum og eins og hefðin býður, mun tónleikaröðinni ljúka með Stór-tónleikum í Íþróttamið- stöð Njarðvíkur þriðjudaginn 28. febrúar. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Þar koma fram nem- endur Forskóla 2 í Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, en hann skipa allir nemendur í 2. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ, alls um 210 börn, ásamt Lúðrasveit skólans, C-sveit, og Strengjasveit skólans. Á þessum tónleikum koma því fram um 265 börn og unglingar. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Fæddur 25. desember 1947 Dáinn 25. janúar 2012 Minningarathöfn frá Ytri- Njarðvíkurkirkju föstudaginn 17. febrúar 2012 Magnús Þórarinn Daníelsson Prestur: Séra Baldur Rafn Sigurðsson Organisti: Arnór Vilbergsson Kór: Karlaraddir úr Kór Keflavíkurkirkju Einsöngur: Valdimar Guðmundsson Umsjón: Útfararþjónusta Suðurnesja Aðstandendur þakka au sýnda samúð og hlýhug og bjóða kirkjugestum að þiggja kaffisop í Víkingaheimum að athöfn lokinni. Athöfnin verður send út á Fm 89,0 MHz BLESSUN & EFTIRSPIL Ísland er land þitt Magnús Þór Sigmundsson Klaus Østby 1909 Henry Trandberb-Valdemar V.Snævarr Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf, ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrlegum, ljósum löndum, þar lífsins tré gróa’ á fögrum ströndum, við sumaryl og sólardýrð. En stundum aftur ég aleinn má, í ofsarokinu berjast. Þá skellur niðadimm nóttin á, svo naumast hægt er að verjast. Ég greini ei vita né landið lengur, en ljúfur Jesús á öldum gengur, um borð til mín í tæka tíð. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi dimma dröfn, vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. Þá hinsti garðurinn úti er, ég eigi lönd fyrir stöfnum. Og eftir sólfáðum sæ mig ber, að sælum blælygnum höfnum. Og ótal klukkur ég heyri hringja. Og hersing ljósengla Drottins syngja. Velkominn hingað heim til vor. Magnúsar Þórarins Daníelssonar var minnst í Ytri-Njarðvíkurkirkju síðastliðinn föstudag og hef ég aldrei séð annan eins fjölda. Það voru margir sjómenn sem heiðruðu minningu hans þennan dag. Ég hef aldrei orðið jafn djúpt snortin síðan barnabarn mitt var jarðað fyrir tólf árum. Ég held að ég megi segja að það voru allir kirkjugestirnir líka. Presturinn, kórinn, einsöngurinn og valið á sálmunum, þetta var alveg einstök upplifun. Hún sagði það líka hún Eyrún mín að henni hafi fundist Maggi sinn vera með í ráðum. Maggi Dan var einstaklega ljúfur maður, bjarta brosið, smit- andi hláturinn og nærvera hans var svo góð að öllum leið vel í návist hans. Það elskuðu hann allir sem kynntust honum. 25. janúar rennur mér seint úr minni þegar sagt var frá slysinu í fréttum og maður beið með öndina í hálsinum að vita hvort mönnunum fjórum hefði verið bjargað. En svo kom fréttin og það var aðeins einn sem lifði slysið af og hlusta síðan á unga manninn lýsa skipsskað- anum, þá sat maður sem lamaður eð hnút í maganum og hugsaði til þeirra og annarra sjómanna sem hafa farist á sjó í gegnum tíðina. Synir mínir, bræður og faðir stund- uðu allir sjóinn. Maggi minn minnti mig stundum á Tana bróður sem drukknaði líka. Þeir áttu það sam- eiginlegt að kenna mörgum ungum strákum réttu sjómannstökin og gerðu það vel. Tengdasonur minn, synir og barnabarn byrjuðu hjá Minning um Magnús Þórarin Daníelsson Í minningu Magga Dan skipstjóra á Faxa Magga Dan til sjós. Ölli maðurinn minn var alltaf mættur á bryggjuna til að fá aflatölur, þannig kynntust þeir. Það var oft sem kallinn fékk í soðið frá þessum elskulega manni. Við Eyrún unnum sama starf hjá Reykjanesbæ í mörg ár, elduðum mat fyrir börnin á leikskólanum. Hún á Gimli og ég á Holti. Börnin þeirra voru góðir vinir barnanna minna og heimagangur mikill á báðum heimilum á Lágmóanum og Borgarveginum. Elsku kæra fjölskylda mér þykir svo vænt um ykkur öll, ég bið Guð að styrkja ykkur í sorginni. Minningin lifir um góðan mann. Fyrir hönd eiginmanns míns og fjölskyldunnar, Erna Agnarsdóttir Hátíðartónleikar á Degi tónlistarskólanna ›› Tónlistarskóli Reykjanesbæjar: ›› Tónlistarskóli Reykjanesbæjar: Nótan-uppskeruhátíð tónlistarskólanna og Stór-tónleikar í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur Forskólatónleikar í grunnskólum bæjarins

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.