Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Page 21

Víkurfréttir - 30.08.2012, Page 21
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 21 Í TILEFNI LJÓSANÆTUR VERÐUR LYFJA KEFLAVÍK MEÐ 20% AFSLÁTT FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS AF 20% AFSLÁTTUR AF BOSS, DIESEL, ARMANI, CACHAREL, NAOMI, AVRIL, CHRISTINA ofl. húsa. En í hverju felst starf tæknimannsins? „Ég þarf að sjá til þess að öll stef séu klár og ég þarf sérstaklega að passa upp á tímasetningar í þáttum og fréttum. Tíminn skiptir miklu máli þegar fréttamenn eru t.d. að bóka viðtöl og annað þá þarf að púsla þessu rétt. Passa þarf að fréttamenn fari ekki yfir á tíma og alltaf sé pláss fyrir næsta innslag eða viðtal. Svo reyni ég að velja lög við hæfi og passa að heyrist vel í öllum, eins þarf flæðið að vera gott,“ en starf tæknimannsins er fjölbreytt. „Við tæknimennirnir erum í raun að framleiða þessa þætti þó svo að launin séu kannski ekki í samræmi,“ segir Ingi og hlær við. „Þannig er vinnan bara og maður er samviskusamur í þessu.“ Ingi er mikið í því að klippa og hljóðskreyta efni og þar fær hann útrás fyrir því sem hann elskar að gera. „Það er að vinna í hljóði, og finnst mér mjög skemmtilegt að geta dundað mér í því.“ Ingi hefur verið viðloðinn tónlist frá unga aldri og verið í ýmsum hljómsveitum. Hann hefur einnig verið að fást við upptökur á tónlist eins og áður segir. „Ég er alveg hættur í öllu hljómsveitarstússi. Það er enginn peningur í því. Nú er maður bara í því sem gefur af sér,“ segir Ingi og hlær. Varðandi framtíðina í útvarpsbransanum þá hefur Ingi ekki mikið verið að velta henni fyrir sér. Hann segist ánægður í núverandi stöðu. „Ég vil bara halda þessu áfram og sjá hvert það leiðir mig. Ég hef gaman af þessu og er hamingjusamur.“ Þetta verður í fyrsta skiptið sem Ingi missir af Ljósa- nótt. „Rétt áður en við Anna giftum okkur seldum við íbúðina okkar og keyptum nýja íbúð í vesturbæn- um í Reykjavík. Við gjörsamlega tókum hana í nefið, gerðum hana fokhelda og hönnuðum allt upp á nýtt. Færðum baðherbergið og eldhúsið og smíðuðum veggi og gerðum ný svefnherbergi,“ þannig að þegar Ingi er ekki í vinnunni er hann heima að smíða og brasa og reynir að nýta hverja helgi. Ingi Þór verður svo að sjálfsögðu á öldum ljósvakans þegar Ljósanótt stendur sem hæst á laugardagskvöld. verður í Cabo Hafnargötu 23 á Ljósanótt frá fimmtudagskvöldi til sunnudags. Verið velkomin Dís íslensk hönnun

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.