Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Page 29

Víkurfréttir - 30.08.2012, Page 29
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 29 Framkvæmdir ganga vel við Nesvelli Framkvæmdir við byggingu á nýju hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ eru nú í fullum gangi og ganga vel. Undanfarið hefur uppsteypa gengið vel fyrir sig og gert er ráð fyrir að vinnu við sökkla og undirstöðu ljúki þann 30. septem- ber næstkomandi. Verktakinn, Hjalti Guðmundsson ehf. vinnur að fyrsta áfanga framkvæmda. Framundan er svo útboð á næsta áfanga verkefnisins sem er upp- steypa á öllu húsinu, ásamt frágangi með gluggum og hurðum. Nýtt hjúkrunarheimili í Reykja- nesbæ verður 4.350 m2 að stærð, með 60 nýtískulegum einstaklings- íbúðum, en auk þess verður hluti af þegar byggðri þjónustumiðstöð á Nesvöllum nýtt fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis. Stefnt er að því að taka nýtt hjúkrunarheimili í notkun í byrjun ársins 2014. Hafnargata 29 - s. 421 8585 20% AFSLÁTTUR frá fimmtudegi til mánudags ljósanótt Minnum á í krossmóa opið á ljósanótt - 40%-80% afsláttur „Mér finnst að það hljóti að vera hægt að gera meira til þess að fá ferðamenn til að kíkja í miðbæinn okkar. Mér finnst alveg sorglega fátt fólk hérna svona miðað við þessa milljón ferðamanna sem heimsækja landið.“ Oddgeir Garðarsson hjá Stapafelli við Hafnargötu segir að sumarið í ár sé með svipuðum hætti og í fyrra hvað varðar ferðamenn sem heimsækja miðbæ Keflavíkur. Þó er hann á því að það sé búinn að vera stígandi straumur ár frá ári. Hann hefur verið á Hafnargötu með verslun sína í tæp tvö ár á nú- verandi stað en áður var hann með verslun sem bar sama nafn neðar í götunni. Verslun hans er með vörur og minjagripi sem ætlaðar eru ferðamönnum að mestu leyti. „Þegar maður fer í miðbæinn í Reykjavík þá þarf maður nánast að tala annað tungumál en íslensku, það er alveg krökkt af útlend- ingum.“ Oddgeir segir að mikill meirihluti af ferðamönnum komi til hans frá hótelunum og einnig njóti hann góðs af því að vera stað- settur gegnt 10-11 versluninni á Hafnargötu. Hvaða vörur eru ferðamennirnir að versla? „Fólk er mikið að skoða og spá í hlutina. Maður tekur eftir því að fólki finnst vera dýrt hérna á landi. Það er mikið verið að spá í því hvað allt kostar og gengið reiknað út í þaula.“ Íslensku lopapeysurnar eru sívinsælar en mörgum þykir þær vera orðnar í dýrari kantinum, en Oddgeir telur að þeir sem eru að prjóna lopapeysur séu að fá frekar lág laun. „Það tekur um 30 klukku- stundir að prjóna eina góða lopa- peysu og hún er að fara á rúmar 20 þúsund krónur. Af þessum rúmu 20 þúsundum fara svo kannski fimm þúsund í virðisaukaskatt,“ þannig að það gefur auga leið að tímakaupið er ekki ýkja hátt ef miðað er við þetta. Oddgeiri finnst algengt að fólk sé mjög ánægt eftir ferðalag sitt á Ís- FerðaÞjónustuaðilar á suðurnesjum virðast vera sammála um nokkur atriði. Flestir þeir sem blaðamaður Víkurfrétta hefur rætt við á undan- förnum vikum eru sammála um það að svo virðist sem skortur sé á samstöðu meðal fólks sem hefur atvinnu af ferðamönnum hér á svæðinu. margir þeirra eru einnig óánægðir með að ekki skuli vera almennilegar samgöngur við leifsstöð og aðstaða þar til þess að sækja ferðamenn. Það liggur ljóst fyrir að ferðamennskan er sífellt vaxandi grein hér á landi og mikilvægt er að nýta þá auðlind sem best. Jákvætt viðhorf gagnvart Íslandi landi. Því finnist Ísland vera flott og yfirleitt er jákvætt viðhorf gagnvart landi og þjóð. Helst er fólk að setja út á verðlagið að mati Oddgeirs. „Það virðist vera að sumarið sé flottur tími hjá ferðaaðilum á svæðinu. Það þyrfti að vera hérna Suðurnesjaættuð ferðaskrifstofa sem myndi einbeita sér að ferðum hérna um svæðið. Það þyrfti ein- hver að taka sig til og gera það.“ Oddgeir talar um að ekki sé nægileg samstaða meðal aðila hér á svæðinu en blaðamaður hefur orðið var við þá skoðun víða á svæðinu. „Það er eitthvað um það að fólk sé hvort á móti öðru og jafnvel hrætt um það að einhver annar sé að græða meira o.s.frv. Kannski er það eðlilegt, ég veit það ekki. Það þarf að gera eitt- hvað en kannski eru allir að bíða eftir því að einhver annar taki af skarið.“ Oddgeir telur að það þurfi líka nauðsynlega að fá strætó sem fer milli Flustöðvarinnar og Reykja- nesbæjar. „Það er ekki hægt að láta leigubílstjóra sjá um þetta að öllu leyti. Það þarf bara að vera strætó sem gengur reglulega hingað niður í bæ.“

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.