Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Síða 39

Víkurfréttir - 30.08.2012, Síða 39
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 39 20% LJÓSANÆTUR- AFSLÁTTUR FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Opnunar- tími: Miðvikudagur kósýkvöld frá kl. 20:00 til kl. 22:00 Fimmtudagur til kl. 21:00. Föstudagur til kl. 21:00. Laugardagur til kl. 22:00.Tískusýning fyrir utan búðina kl. 14:30 og 16:30 á laugardeginum . Ljósmynda- sýning frá gömlum tísku- sýningum í gluggum Kóda. Grótta kemur í Njarðvík Njarðvíkingar taka á móti Gróttu í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld en Njarðvíkingar hafa ekki verið á sigurbraut að undan- förnu. Síðasti sigurleikur liðsins kom 14. ágúst á heimavelli gegn KFR en síðan þá hefur liðið leikið tvo leiki án sigurs. Njarðvíkingar eru í 8. sæti deildarinnar með 24 stig. Reynismenn töpuðu sex leikjum milli 20. júlí og 24. ágúst. Reynismenn hafa ekki riðið feitum hesti í 2. deildinni en fyrir skömmu töpuðust sex leikir í röð hjá Sandgerðingum. Í þessari taphrinu fékk liðið á sig 18 mörk en náði aðeins að skora fimm, þar á meðal tvö gegn Njarðvíkingum. Reynismenn byrjuðu mótið vel og eru því enn í ágætis málum og verma 7. sæti deildarinnar með 25 stig, einu meira en Njarðvíkingar hafa. Liðið gerði jafntefli gegn Gróttu í síðasta leik en líklega eru Sandgerðingar orðnir langeygðir eftir sigri. Næsti leikur liðsins er gegn Dalvík/Reyni á laugardag. Víðismenn í úrslit 3. deildar Í 3. deild eru Víðismenn komnir í 8-liða úrslit í 3. deild karla eftir að hafa tryggt sér sigur í c-riðli deildarinnar. Víðismenn enduðu á toppnum með 34 stig. Þróttarar úr Vogum enduði í 4. sæti í sama riðli með 20 stig en liðin áttust einmitt við í síðustu umferð. Þar fóru Víði- smenn með sigur af hólmi 2-1. Reynir Þór Valsson kom Þrótturum yfir eftir 10 mínútur en Hafsteinn Þór Friðriksson jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Úrslitin réðust svo á sjálfsmarki sem Þróttarar skoruðu í seinni hálfleik. Kvennaliðin sigla lygnan sjó Í kvennaboltanum eru Grindvíkingar í fjórða sæti í B-riðli 1. deildar með 20 stig. Fram er efst með 39 stig. Keflvíkingar eru í sama riðli og eru sem stendur með 15 stig í 6. sæti. Suðurnesjaliðin tvö mættust á dögunum og gerðu þá 2-2 jafntefli. Þær Þórkatla Sif Albertsdóttir og Rebekka Salicki gerðu mörk heimamanna í Grindavík en Fanney Þ. Kristinsdóttir og Arndís S. Ingvarsdóttir skoruðu fyrir Keflvíkinga. „Ég held að þetta hafi ekki verið neitt til þess að fetta fingur út í, menn hafa alveg látið dómarana heyra það áður,“ sagði Guðmundur Steinarsson leikmaður Keflvíkinga í samtali við Víkurfréttir en Guð- mundur fór mikinn í viðtölum eftir leik Keflvíkinga og Valsmanna í Pepsi-deild karla á mánudag þar sem Valsmenn höfðu 0-4 sigur. Guðmundur sagði þar m.a. að svo virtist sem dómarar hafi haft hags- muna að gæta í leiknum og var væg- ast sagt ósáttur við frammistöðu þeirra. Ummælum Guðmundar var þó ekki skotið til aganefndar KSÍ sem kom saman á þriðjudag. Var aldrei að reyna að kýla eða sparka í neinn Mikill hasar var í leiknum og voru einhverjir sparkspekingar þeirrar skoðunar að Guðmundur hefði jafnvel átt að fjúka af velli eftir við- skipti við Atla Svein Þórarinsson fyrirliða Vals. „Ég sá þetta í sjón- varpi og viðurkenni fúslega að þar lítur þetta mjög illa út. Ég hélt að það hefði verið búið að flauta aukaspyrnu á Valsmanninn, sem hefði verið mjög eðlilegt í þessari stöðu. En það var ekki og ég reyni að sparka í boltann. Ég hitti ekki betur en það að það lítur út fyrir að ég sé að þruma í manninn sem er með lappirnar yfir boltanum. Í framhaldi af því er ég að reyna að snúa mér yfir á bringuna til þess að rísa upp, en það lítur út fyrir að ég sé að sveifla vinstri hendinni í brjóstkassa leikmannsins. Ég var aldrei að reyna að kýla neinn, eða sparka í neinn,“ sagði Guðmundur. „Menn mega japla á því hvort þeir telji að um ásetning hafi verið að ræða eða ekki. Ég hef nú ekki verið þannig leikmaður að ég hafi verið að reyna að kýla eða sparka í menn í gegnum tíðina, þar hefði maður kannski látið til sín taka þegar maður var með unglingaveikina en ekki núna á gamals aldri.“ Guðmundur segir ennfremur að þessi leikur sé að baki og nú sé næsti leikur á mánudaginn þar sem Keflvíkingar mæta FH-ingum for- gangsatriðið. „Við erum í fínum málum í deildinni og ætlum að skemmta okkur í þeim leikjum sem eftir eru í mótinu,“ sagði framherj- inn að lokum. Staða hins Pepsi-deildar liðsins versnaði svo til muna en botnlið Grindvíkinga tapaði 2-1 gegn Skagamönnum á Akranesi. Grind- víkingar eru enn sem áður í neðsta sæti deildarinnar með 10 stig en Selfyssingar eru fimm stigum þar fyrir ofan. - segir Guðmundur Steinarsson um umdeilt atvik í leik Keflvíkinga og Valsmanna LítuR mjöG iLLa út í sjóNVaRpiNu Árgangur 1942 hittist á Ljósanótt Hefð er orðin fyrir því að árgangar komi saman í tenglum við Ljósa-nótt Í Keflavík og margir brottfluttir nota tækifærið og heimsækja þá gamla bæinn sinn. Í tilefni af stórum áfanga á árinu 2012 ætlar árgangur 1942 úr Keflavík og Njarðvík að koma saman. Þessi árgangur var saman í Gagnfræðaskóla Keflavíkur og fermdist saman. Meiningin er að hittast í súpu og kaffi á 2. hæð Icelandair hótel (Rauða sal) að Hafnargötu 57 í Keflavík kl. 11:30 laugardaginn 1. september. Síðan er áætlað að fara saman í árgangagönguna. Ágæt þátttaka er og jafnvel dæmi um að einstaklingar sem búsettir hafa verið lengi erlendis mæti. Hafi einhverjir ekki skráð sig er enn tækifæri. Frekari upplýsingar fást á Facebook síðunni „Árgangur 1942 Keflavík“ eða hjá Sólveigu í síma 895 2550 eða Þórdísi í síma 898 5486.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.