Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Side 16

Víkurfréttir - 18.04.2013, Side 16
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR16 ásbRú Tónlistarhátíðin All Tomor-row's Parties hefur hreiðrað um sig á Íslandi. Nánar til tekið á gömlu herstöðinni sem við þekkjum nú í daglegu tali sem Ásbrú. Hátíðin fer fram helgina 28.-29. júní en undirbúningur fyrir hátíðina hefur staðið í yfir tvö ár. Tómas Young hefur veg og vanda af hátíðinni en hann er fæddur og uppalinn Keflvík- ingur. Hátíðin hefur verið í startholunum í tæp tvö ár. Á hátíðinni koma fram átta erlendar hljómsveitir og 12 íslenskar. Meðal þeirra sveita sem leika listir sínar er hin heims- fræga hljómsveit Nick Cave and the Bad Seeds. Auk þess að vera mikil tónlistarveisla þá verður ýmislegt annað hægt að finna sér til dundurs á hátíðinni. Sýndar verða bíómyndir sem hljómsveitirnar sjálfar velja og einnig mun leik- stjórinn Jim Jarmusch velja nokkrar kvikmyndir sem sýndar verða fyrir gesti en hjómsveit hans spilar á há- tíðinni. Einnig verður bryddað upp á því að hafa Popppunktskeppni en þar verður sjálfur Dr. Gunni við stjórnvölinn. Fyrirhugað er að hafa fótboltamót þar sem hljómsveit- irnar keppa innbyrðis eða gegn gestum sem vilja spreyta sig, það sama á við um Popppunkt. Tómas segir að hugmyndin að há- tíðinni hafi fæðst árið 2011 þegar haldin var hugmyndasmiðja á Ásbrú fyrir aðila úr tónlistargeir- anum á Suðurnesjum. Þar var rætt hvað væri hægt að gera á svæðinu sem tengdist tónlist á einhvern hátt. Tómas segir ýmsar fínar hug- myndir hafa komið þar fram og m.a. kom sú hugmynd fram að halda tónlistarhátíð í anda ATP, þar sem Ásbrú væri kjörinn vettvangur til þess í ljósi aðbúnaðar sem væri til staðar, bæði varðandi tónleika- staði og nægt gistipláss. „Það olli smá svefnleysi hjá mér þegar ég sá tækifærin. Skildi ekki hvers vegna enginn væri búinn að átta sig á þessu,“ segir Tómas sem fór á hug- myndasmiðjuna með það hugarfar að hann gæti sjálfsagt komið með eitthvað til borðsins en alls ekki bætt við sig verkefnum. Í fullu stafi sem fjölskyldu- faðir og tengiliður við Hróarskeldu Hann hafði í nógu að snúast með verkefni tengd Hróarskelduhátíð- inni og verandi í krefjandi starfi fjölskylduföðurs. „Auðvitað fór það ekkert þannig. Það var bara keyrt af stað og hátíðin var fyrir- huguð í febrúar 2012 fyrst undir öðru nafni. Svo bökkuðu erlendu böndin sem ég hafði rætt við út úr því, þannig að ég ákvað að endur- hugsa þetta aðeins og endaði á því að ræða þetta beint við ATP þar sem hugmyndin var upphaflega byggð á þeirri hátíð.“ Tómas segir að þetta hafi fljótlega orðið meira en lítið hliðarverkefni. „Þetta er búin að vera hálfgerð della hjá mér síðan. Þetta gerðist ekkert á einum eða tveimur fundum,“ segir Tómas og hlær. „Ég var örugglega búinn að funda 15-20 sinnum áður en það kom grænt ljós. Þetta er ekki beint hrist fram úr erminni að setja upp svona hátíð.“ Tómas lærði sjálfur á trommur sem polli og hann var í hljómsveitinni Rými á sínum unglingsárum. Hann er alls ekki óvanur tónleikahaldi en hann sinnti skipulagi tónleikahalds fyrir Ljósanótt í nokkur ár þegar hann var í kringum tvítugt. Hann hefur verið opinber tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar á Íslandi síðan árið 2000 og auk þess var hann umboðsmaður Hjálma um tíma. Á daginn starfar Tómas hjá ÚTÓN, sem er Útflutningsstofa ís- lenskrar tónlistar. Gera má ráð fyrir nokkrum fjölda erlendra gesta á hátíðina enda hefur nafn hátíðarinnar fest sig verulega sessi. „Það er stóri kosturinn við það að koma með stór nöfn á há- tíðina. Það má alveg gera ráð fyrir því að útlendingarnir láti sjá sig á fyrstu hátíðinni. Það tekur tíma að byggja svona hátíð upp eins og sést með Iceland Airwaves. En með því að fá þekkta listamenn strax inn setur það okkur nokkur ár fram í tímann,“ segir Tómas en hann segir fjölda útlendinga hafa keypt miða jafnvel áður en vitað væri hvaða hljómsveitir kæmu fram. Hátíðin er bresk og hefur verið starfandi síðan árið 1999. Hún hefur verið haldin í löndum utan Englands, en þar má nefna Japan, Ástralíu og Bandaríkin. Hátíðin mun að mestu fara fram í Atlantic Studios kvikmyndaverinu en það er stór skemma sunnan við Andrews kvikmyndahúsið. Tómas segir húsin á Ásbrú vera vel í stakk búin til tónleikahalds og aðstaðan með besta móti. 4000 miðar eru í boði á hátíðina og að sögn Tómasar gengur miðasala vel. Hliðarverkefni sem varð að dellu Saga Eurovisionkeppninnar spannar nær 6 áratugi og skipta lögin þúsundum. Við Íslendingar tókum ástfóstri við keppnina löngu áður en Gleðibankinn varð ok kar fyrsta framlag, 30 árum eftir að keppnin hófst. Síðasta vetrar- dag eða næsta miðvikudags- kvöld verður Saga Eurovision flutt í Andrews-leikhúsinu. Í þessari glæsilegu tónleikasýn- ingu verður saga Eurovision- keppninnar rakin í tali og tónum, allt frá árinu 1956 til dagsins í dag og víst er að hér er sannarlega á ferðinni skemmtun fyrir alla fjölskylduna, því ALLIR eiga sín uppáhaldslög úr keppninni. Öll eigum við skemmtilegar minningar tengdar Eurovision og munu þær eflaust koma upp í hugann þetta kvöld, þegar helstu perlur keppninnar verða fluttar af þeim Friðriki Ómari, Selmu Björnsdóttur og Regínu Ósk ásamt Eurobandinu. Þetta er viðburður sem aðdáendur Euro- vision, á öllum aldri, mega ekki missa af. Söngvarinn Friðrik Ómar er í framvarðasveit sýningarinnar. Hann segir það spennandi að koma til Suðurnesja. Andrews leikhúsið hafi allt til alls og sé frábært tónleikahús. - Segðu mér aðeins frá hugmynd- inni á bak við „Sögu Eurovision“ og þessari uppfærslu ykkar? „Eurobandið hefur verið starf- andi í 7 ár núna í mars og það var alltaf á planinu að búa til tónleika með lögum úr Eurovision. Við höfum einungis spilað á böllum til þessa. Þar þýðir víst lítið að leika allar flottu ballöðurnar úr keppninni. Á böllunum spilum við bara stuðlögin en við erum með 60 laga stuðprógramm. Nú bætast við allar flottu ballöðurnar fyrir tónleikana svo það mætti ætla að hljómsveitin kunni nú um 100 Eurovision-lög utan að. Saga keppninnar spannar nær 60 ár og lögin skipta þúsundum svo af nógu er að taka. Það er hreint með ólíkindum hvað það er mikið af flottum lögum úr keppninni“. - Hvað réð tónlistarvalinu og hvaða lög eru þetta? „Þetta eru fyrst og fremst lög sem við teljum að Íslendingar vilji heyra á tónleikum. Við ætlum að skemmta fólki. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við eigum líka nokkur uppáhalds lög sem við tökum aukalega. Þetta er svona hæfileg blanda af lögum sem urðu vinsæl á Íslandi og síðan lögum sem skipa stóran sess í sögu keppninnar. - Hvernig byggið þið upp sýn- inguna? Eruð þið að syngja þetta saman eða hvert í sínu lagi? „Við erum á sviðinu allan tímann því við röddum fyrir hvort annað líka. Þetta er mjög heimilisleg stemmning hjá okkur. Við erum öll góðir vinir og tökum þetta á gleðinni og húmornum alla leið. En við vöndum okkur samt við flutninginn. Leggjum mikinn metnað í að hafa þetta í lagi“. - Hvað veldur því að þið ákveð- ið að koma til Suðurnesja með sýninguna á síðasta vetrardegi? „Okkur langaði til að gefa fólki í nágrenni Reykjavíkur kost á að koma án þess að þurfa endilega að koma í Hörpu. Það eru fleiri æðisleg hús hérna á svæðinu eins og Andrews Theatre. Það hefur allt til alls. Dagsetningin er skemmtileg. Við kveðjum vetur- inn með glamúr og glæsileika. Þetta verður rosalega skemmti- legt. Ég lofa því að gestirnir fara brosandi út og tilbúnir í sum- arið“. Miðasala fer fram á midi.is en einnig má kaupa miða við inn- ganginn og í síma 540-9800. Börn yngri en 12 ára fá miðann á 2000. Einungis er hægt að bóka barnamiða í síma 540-9800. Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og MSS munu bjóða áhugasömum að taka þátt í hönnunar- og frumkvöðlasmiðju í Eldey í maí. Markmið smiðjunnar er að þátt- takendur hanni og þrói vörur er byggja á endurvinnslu eða nýtingu á hráefni úr náttúru Reykjaness. Afurðirnar verða svo kynntar á vef- síðu og markaðssettar sem mögu- legar söluvörur. Farið verður yfir stuðningsum- hverfi frumkvöðla og veitt ráð m.a. varðandi styrkumsóknir og mark- aðssetningu. Smiðjan verður kennd í Eldey á dagtíma, milli kl. 9:00 og 15:00 og leiðbeinendur verða Daníel Sig- mundsson listamaður og Linda Stefánsdóttir leikmyndahönnuður en þau standa á bak við vörulínuna Krukka sem byggir einmitt á hug- myndafræði endurvinnslu. Skráning og upplýsingar eru hjá MSS í síma 421 7500 eða www.mss. is. Tónlistarhátíðin All Tomorrow's Parties á Ásbú í sumar. Keflvík- ingurinn Tómas Young stendur fyrir stórri tónlistarveislu í lok júní.Saga EuroviSion flutt í andrEwS Hönnunar- og frumkvöðla- smiðja í Eldey í maí Hátíð! Tómas Young hefur veg og vanda af hátíðinni en hann er fæddur og uppalinn Keflvíkingur.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.