Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Síða 20

Víkurfréttir - 18.04.2013, Síða 20
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR20 Gunnar Þór Jónsson sem lét nýlega af starfi skóla-stjóra Heiðarskóla var kvaddur með glæsibrag í sl. viku. Kveðjustund var í íþróttasal skólans þar sem Gunnari voru þökkuð frábær störf í þágu skólans. Kennarar, nemendur og bæjarstjóri færðu Gunnari gjafir en hann hefur starfað við kennslu eða skólastjórn frá árinu 1973, fyrst í Barnaskóla Keflavíkur, sem nú heitir Myllubakkaskóli. Nemendur á yngsta stigi fóru með vinavísu og mið- stigsnemendur sungu „Ég er sko vinur þinn“. Arna Vala Hlynsdóttir og Markús Már Magnússon, full- trúar nemenda á unglingastigi færðu Gunnari, sem er duglegur kylfingur, pólóbol með merki Heiðarskóla en hann fékk líka golfgjafir með Heiðarskólamerkinu frá Foreldrafélagi skólans. Unglingarnir framkölluðu síðan sína flugeldasýningu þegar þeir sprengdu blöðrur í salnum fráfarandi skóla- stjóra til heiðurs. Kennarar sungu frumsaminn texta við þekkt lag við undirleik Guðmundar Hermanns- sonar. Í lok kveðjustundarinnar sungu allir skólasöng Heiðarskóla. Þessi kveðjustund var hjartnæm. Gunnar fékk mörg „knús og föðm“ frá nemendum og sumir þeirra felldu tár. Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar var einn ræðumanna og þakkaði hann Gunnari frábær störf og sagði m.a. að nemendur á unglingastigi myndu fá Ipad spjaldtölvur á næstu vikum. Heiðarskóli hefur verið leiðandi í þeirri þróun að nota spjaldtölvur í náminu. Skólinn hefur alla tíð verið í fararbroddi í námsárangri en eins og VF hefur greint frá hefur námsárangur í skólum Reykjanesbæjar verið á stöð- ugri uppleið á undanförnum árum. Sóley Halla Þórhallsdóttir nýráðinn skólastjóri Heiðar- skóla þakkaði einnig Gunnari hans störf en Sóley var aðstoðarskólastjóri frá árinu 2003 þar til hún tók við keflinu núna í vor. Hádegistónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 20. apríl kl. 12:30 Kór Akraneskirkju flytur fjölbreytta og skemmtilega kórtónlist af andlegum og veraldlegum toga. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir! Vigtarráðgjöf í Reykjanesbæ á ný! Byrjum 23. apríl 2013 í Virkjun í Ásbrú og verðum þar í 8 vikur eða fram í miðjan júní.  Kjörið tækifæri til að taka til í mataræðinu og losa sig við 5-10 kg fyrir sumarið! Prógrammið okkar tryggir að líkaminn fær öll næringarefni sem hann þarf á að halda, kemur jafnvægi á blóðsykurinn og eykur þannig vellíðan samhliða því sem kílóunum fækkar jafnt og þétt. NÝLIÐAFUNDUR kl. 18:15  Eldri meðlimir sem þurfa ekki að sitja nýliðafund velkomnir í vigtun milli kl. 17:00 og 17:30. Fræðslufundur kl. 17:30 - 18:00. Hlakka til að sjá ykkur sem est Sóley Birgisdóttir lýðheilsufræðingur og vigtarráðgja Sími: 865-8407 Kveðja frá Gospelkrökkum „Gospelkrakkar“ er barnakór undir stjórn Ester van Gooswilligen og Bríetar Sunnu Valdimarsdóttur sem hefur verið starfræktur í 5 ár í Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ. Okkur í Gospelkrökkum langar að segja frá því að í vikunni sem var vorum við í upptökum í hljóðverinu „Niceland“ að taka upp lagið „Við eigum von“ sem flestir þekkja undir titlinum „We are the world“ eftir Michael Jackson og nú síðustu helgi í Reykjaskóla, Hrútafirði þar sem voru samankomnir um 100 manns bæði við Reyknesingar og gospel- krakkar frá Akureyri. Þar voru líka gerðar upptökur af tveimur nýjum barnalögum, en við höfum áður gefið út 2 barnadiska. Næstkomandi sunnudag 21. apríl kl. 16:30 verður haldin fjölskyldu- samkoma í Hjálpræðishernum að Ásbrú þar sem Gospelkrakkar munu koma fram og eru allir velkomnir að koma og taka þátt á þessarri stund. Margt annað spennandi er líka framundan hjá okkur og munum við í vor meðal annars taka þátt á barnahátíð Reykjanesbæjar og halda vortónleika. Gospelkrakkar Hjálpræðishersins langar að senda kveðju til allra Reyknesinga með línu frá einum af okkar söngtextum: „Mundu að nýr dagur er gjöf Guðs til þín, notaðu hann sem best. Þú mátt lita hann með gleði og lífga hann við, það er ÞITT val“. Gospelkrakkar Gunnar skólastjóri Heiðar- skóla kvaddur með stæl Gunnar fékk „föðm og knús“ frá mörgum nemendum sem þökkuðu honum frábær störf. Gunnar Þór Jónsson var leystur út með gjöfum þegar hann var kvaddur í Heiðarskóla. VF-mynd/pket. Gunnar Þór og Sóley Halla sem tók við starfi skólastjóra Heiðarskóla. MANNLÍF Kosningamið- stöð í Grindavík Samfylkingin opnar kosn-ingamiðstöð í Grindavík sunnudaginn 21. apríl klukkan 15.00 Frambjóðendur verða á staðnum og rjúkandi kaffi á könnunni. Kosningamiðstöðin verður opin daglega frá klukkan 17.00 fram að kosningum. Samfylkingin í Suðurkjördæmi

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.