Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 26
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR26 Nú þegar framboðsfrestur er runninn út er ljóst að hér í Suðurkjördæmi verða ellefu fram- boð til kosninga. Að e i n s f j ö g u r þeirra voru í boði fyrir fjórum árum síðan. Þegar kosn- ingalöggjöf inni var breytt ár ið 2000 má segja að gömlu valdaflokk- arnir hafi lagt ýmsar hindranir fyrir óþægileg klofningsframboð. Um leið gerði fjórflokkurinn nýjum flokkum mun erfiðara um vik að komast að. Þeir byggðu upp lagabálk til að verja sín sæti. Hvatning til að kjósa annað en samviskan segir Þingmenn flokkanna höfðu ekki miklar áhyggjur af þeim hindrunum sem settar voru upp, heldur fór mestur tími umræðunnar á Alþingi í að rökræða hvar kjördæmin skyldu skiptast og hvernig þingmannasæti flökkuðu á milli kjördæma. For- ystumenn og helstu stuðningsmenn þessara sömu flokka ganga nú um og hvetja til þess að kjósa ekki minni framboðin, því þá gæti atkvæðið þitt dottið niður. Reyndar er VG þarna undanskilið enda sá flokkur kominn í þá stöðu að vera að berjast með nýju framboðunum við 5% þröskuldinn. Ný framboð með allt að þriðjungs fylgi En er það svo að atkvæðið er að detta niður ef flokkur nær ekki takmark- inu? Nei, alls ekki heldur þvert á móti er nauðsynlegt að fjórflokkurinn fái þau skilaboð úr kosningunum að stór hluti þjóðarinnar vill ekki þessi öfl við völd. Miðað við kannanir sem eru þó ansi misvísandi þessa dag- ana þá gætu ný framboð til Alþingis fengið upp undir 30% af atkvæðum í komandi kosningum. Stór hluti af Nú líður að kosningum og reyna nú öll framboðin að koma sínum stefnumálum og loforðalistum á framfæri. Um- ræðan finnst mér þó hafa einkennst af neikvæðni í garð margra þeirra góðu verka sem núverandi ríkis- stjórn hefur unnið og komið að. Langar mig að taka sérstaklega fyrir það sem hefur verið gert og unnið hér á Suðurnesjum. Hafa sumir andstæðingar ríkis- stjórnarinnar gengið hér um og hrópað sig hása af því að segja að ekk- ert hafi verið gert hér á Suðurnesjum varðandi uppbyggingu á svæðinu. Þykir mér því full ástæða sem Suður- nesjamanni, atvinnurekanda og jafn- aðarmanni, að benda á nokkur atriði, sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið og komið að á okkar svæði. Af þeim 8 fjárfestingarsamingum sem ríkisstjórnin hefur gert á kjörtíma- bilinu eru 4 þeirra við fyrirtæki sem eru með starfsemi á Suðurnesjum eða ætla sér að hefja þar starfsemi; gagnaver á Ásbrú, fiskverkun í Sand- gerði, kísilver í Helguvík og álver í Helguvík. Ríkisstjórnin tók ákvörðun 1. mars að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ um málefni Helguvíkurhafnar og fjárframlag ríkisins til uppbyggingar þar. Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ tefur málið – kannski vegna þess að það er ríkisstjórn jafn- aðarmanna sem vill tryggja uppbygg- ingu í Helguvík? Ríkisfyrirtækið Þróunarfélagið Ka- deco hefur lagt nokkra milljarða í atvinnulífið á Suðurnesjum. Nú starfa 115 fyrirtæki á Ásbrú - gamla varnar- svæðinu. Atvinnuþróunarfélagi – Heklunni – var aftur komið á á Suðurnesjum árið 2011 að tilstuðlan Kartrínar Júlíusdóttur þáverandi iðnaðarráð- herra. Ekkert atvinnuþróunarfélag hafði þá starfað á Suðurnesjum síðan sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ lögðu Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar niður árið 2002. Frumkvöðlasetrinu Eldey var komið á á Ásbrú – þar sem um 30 frum- kvöðlafyrirtæki starfa. Vaxtarsamningur Suðurnesja var tvöfaldaður frá 2010 – síðan þá hafa um 75 milljónir farið í að styðja mjög fjölbreytt atvinnuverkefni. 40 milljónum var úthlutað 2013 til ýmissa verkefna á Suðurnesjum sem tengjast sóknaráætlun landshlut- anna. Atvinnuleysi hefur minnkað í kjör- dæminu á kjörtímabilinu. Núna eru t.d. tæplega 1000 Suðurnesjamenn á atvinnuleysisskrá þar sem atvinnu- leysi er mest, um 300 færri en á sama tíma fyrir ári og 600 færri en fyrir þremur árum. Keilir var samningslaus við mennta- málaráðuneytið þegar ríkisstjórn jafnaðarmanna hóf störf árið 2009 en hefur nú gert samning til framtíðar með fjármagni miðað við nemenda- fjölda. Þetta var gert eftir mikinn þrýsting frá þingmönnum Samfylk- ingarinnar. Fisktækniskólinn í Grindavík hefur fengið ákveðið hlutverk sem sterkur hlekkur í keðju menntunar sem brautryðjandi í starfsnámi og styttri starfsbrautum. Þekkingarsetur Suðurnesja var stofnað með tryggu fjármagni. Árlegt framlag til Miðstöðvar sí- menntunar á Suðurnesjum hefur verið tryggt. Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur getað veitt öllum nemendum skóla- vist sem þangað hafa leitað. Framkvæmdum er að ljúka við fyrstu nýbyggingu fyrir sjúka aldraða á Suðurnesjum, 60 rúma hjúkrunar- heimili á Nesvöllum – eitt af 12 hjúkrunarheimilum sem nú rísa um allt land. Langþráðum tímamótum fyrir eldri borgara á Suðurnesjum er náð og er þetta mikilvæg framkvæmd á mikilvægum tíma fyrir byggingar- iðnaðinn á svæðinu. Ríkisstjórnin hefur sett 750 milljónir til kynningar á Íslandi og eflingu ferðaþjónustu, sem skilað hefur sér margfalt til baka með fjölgun ferða- manna til landsins. Hefur þetta haft í för með sér að nú hefur ISAVIA farið af stað með framkvæmdir fyrir 3000 - 4000 milljónir vegna stækkunar flug- stöðvar og flughlaða. Eins og sést á þessari upptalningu hefur heilmargt verið gert hér á svæð- inu þrátt fyrir einna mestu efnahags- þrengingar sem þjóðin hefur gengið í gegnum. Þetta og margt fleira sem hægt væri að nefna sýnir hversu öflugir þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, með Suðunesjakonuna Oddnýju Harðardóttur í framlínunni, hafa verið fyrir okkur á Suðurnesjum. Þau hafa látið verkin tala – staðreyndirnar tala sínu máli. X við S-ið á kosningadaginn 27. apríl næstkomandi. Ólafur Thordersen, íbúi í Reykjanesbæ PÓSTKASSINN n Páll valur björnsson skrifar: n Ólafur Thordersen skrifar: Er framtíð Suðurnesja björt? Staðreyndirnar tala sínu máli Nú um mundir eru frambjóðendur á þeysireið um kjördæmið, hitta mann og annan, boða stefnu flokks síns og persónulegar áherslur í stjór- nmálum. Það er að sjálfsögðu hið besta mál þó auð- vitað glotti sumir við tönn og segja pólitíkusana að- eins láta sjá sig á fjögurra ára fresti. Það er varla hægt að neita því að þar er að finna sann- leikskorn, engu að síður eru kynn- ingar framboða og frambjóðenda nauðsynlegar til að kjósendur geti gert upp hug sinn fyrir kosningarnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð Það er ekki hægt að segja að kosn- ingaloforðin hafi streymt frá Vinstri grænum fyrir þessar kosningar frekar en fyrir kosningarnar 2009. Fyrir síðustu kosningar var málflutningur framboðsins raunsær, árin fram- undan yrðu erfið, laun myndu lækka og skattar hækka. Ekki yrði vikist undan því að takast á við ríkisfjár- málin ella blasti við gjaldþrot. Íslend- ingar eiga sjálfir heiðurinn af því að vel tókst til og raunverulegur árangur hafi náðst svo eftir er tekið á alþjóða- vettvangi. Árangur okkar í ríkisfjár- málum gerir okkur nú kleift að leggja aftur raunsætt mat á stöðuna fyrir næsta kjörtímabil. Vg er eina fram- boðið sem hefur kynnt útreikninga á því hvernig reka skuli ríkissjóð næstu fjögur árin. Samkvæmt þeim útreikn- ingum telur framboðið ekki þörf á frekari skattahækkunum miðað við óbreytt skattkerfi og lögð er áhersla á að sótt verði fram og forgangs- raðað í þágu heilbrigðis-, velferðar- og menntamála. Í grunnþjónustunni liggja nefnilega mikilvægustu lífs- gæðin fyrir alla. Suðurkjördæmi Yfirferð frambjóðenda Vinstri grænna um kjördæmið þjónar ekki aðeins þeim tilgangi að þeir kynni sig fyrir kjósendum heldur lítum við svo á að með fundum okkar fáum við að vita hvað vinnuveitendur okkar ætlast til af okkur á þingi. Í svo víð- feðmu kjördæmi eru hugmyndir íbúa um hvað myndi auka lífsgæði þeirra mjög ólíkar. Á Reykjanesi er lögð áhersla á atvinnumál og skuldamál heimilanna. Á Hornafirði er mikið horft til betri og öruggari samgangna, t.d. yfir Hornafjarðarfljót og Lóns- heiði. Á Kirkjubæjarklaustri er mjög brýnt að fundin verði lausn á mál- efnum brennslustöðvarinnar. Í Vest- mannaeyjum eru samgöngumálin í brennidepli líkt og á Hornafirði en þá er horft til öruggari samgangna til Landeyjahafnar. Þó hér séu að- eins nefnd nokkur dæmi um hvað er ofarlega í hugum íbúa Suðurkjör- dæmis eru það einmitt áherslumál Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs sem íbúarnir, sama hvar drepið hefur verið niður fæti, telja mikilvæg til að auka lífsgæði þeirra. Það er fyrst og fremst grunnþjónustan, að íbúar búi við sterkt heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi. Arndís Soffía Sigurðardóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna n arndís soffía sigurðardÓTTir skrifar: Á fjögurra ára fresti Aðsendar greinar í aðdraganda alþingiskosninga Nú í aðdraganda alþingiskosninga má búast við auknu framboði á aðsendum greinum. Víkurfréttir áskilja sér rétt til að birta greinar eingöngu á vef Víkurfrétta enda er pláss takmarkað á síðum blaðsins. Greinahöfundar eru hvattir til að hafa greinar stuttar. Sendið greinar á póstfangið hilmar@vf.is með upplýsingum um höfund greinar og mynd af greinarhöfundi. Þar sem næsta blað fer í prentun um hádegi á þriðjudag þurfa greinar að berast í síðasta lagi nk. sunnudag. Ég hef verið íbúi hér á Suðurnesjum í hartnær 30 ár og verð að segja að það eru forréttindi að fá að búa hér á þessu svæði. Hér hefur ætíð verið allt til alls og íbúar svæðisins verið sjálfum sér nógur um flesta hluti og ef eitthvað vantar upp á þá er það örskotsstund að keyra inn í höfuð- borgina og ná í það sem upp á vantar. Suðurnesin eru og hafa verið nokk- urskonar mekka sjávarútvegs á land- inu, hér eru gífurlega öflugar útgerðir og fiskvinnslur sem eru máttarstólpar sinna bæjarfélaga. Við höfum Kefla- víkurflugvöll sem er inngangur er- lendra ferðamanna inn í landið og Bláa lónið einn af 10 athyglisverðustu áningarstöðum heims er hér í túnfæt- inum hjá okkur. Við höfum öfluga leik- og grunnskóla, stóran fjöl- brautaskóla, Miðstöð símenntunar, Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og at- vinnulífs og nú síðast Fisktækniskóla Íslands sem valmöguleika til náms. Svo höfum við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem rekur sjúkrahús í Reykjanesbæ. Hvernig getur þá staðið á því að umræðan um okkar yndis- legu Suðurnes er svo neikvæð sem raun ber vitni þegar við höfun nánast allt til alls? Getur ástæðan verið sú að í öllum samanburðartölum um fjár- veitingar ríkisins til grunnþjónustu til landsbyggðarinnar stöndum við Suðurnesjamenn höllum fæti. Það er sláandi að skoða þær tölur og ljóst er að verulega þarf að bæta í til þess að við stöndum jafnfætis öðrum lands- hlutum hvað þetta varðar. Atvinnu- leysi á landinu er mest á Suðurnesjum og þá sérstaklega í Reykjanesbæ og það er vandamál sem verður að leysa með einum eða öðrum hætti. Gróska En það eru líka góðir hlutir að gerast á Suðurnesjum og nægir að nefna hina glæsilegu fiskeldisstöð sem nú rís á Reykjanesi og skapa mun mörg störf. Frekari uppbygging á starfsemi Bláa lónsins stendur fyrir dyrum þar sem að ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega og stækkun aðstöðunnar því orðin aðkallandi. Eins er vert að geta þess að Bláa lónsmenn hyggjast ráðast í byggingu hótels á næstu árum og ljóst er að þetta mun hafa í för með sér mikinn fjölda nýrra starfa. Frekari fullvinnsla sjávarafurða er í stöðugri þróun hjá Codland og er það gríðarlega spennandi verkefni og sýnir okkur enn og aftur að við Íslendingar stöndum öðrum þjóðum framar þegar kemur að meðferð afla og vinnslu hans. Frábær sóknarfæri í þessum geira. Nýtt og glæsilegt fisk- vinnslufyrirtæki, Marmeti í Sandgerði tók til fyrir stuttu síðan. Uppbygging á ferðaþjónustunni hér á svæðinu er í fullum gangi og þar liggja gífurleg sóknarfæri líka. Þannig að það má sjá á þessari upptalningu þrátt fyrir að hún sé ekki tæmandi að það er mikil gróska á Suðurnesjum. Björt framtíð? En betur má ef duga skal og það er al- veg ljóst að slá þarf í klárinn á næstu misserum ef hér á að blómstra til langrar framtíðar það samfélag sem við viljum. Samfélag þar sem enginn þarf að ganga um atvinnulaus, eng- inn þarf að þjást af fátækt eða skorti á menntun. Samfélag þar sem við göngum samhent til verka og leysum vandamál sem að steðja saman og af einurð. Suðurnesjamenn tryggjum okkur öfluga sveit þingmanna í næstu þingkosningum, möguleikarnir til þess eru miklir eins og sjá má á fram- boðslistum. Sveit þingmanna sem vinnur að heilum hug að málefnum Suðurnesja og kjördæmisins alls. Sveit þingmanna sem siglir í land öllum þeim brýnu verkefnum sem á okkur brenna eins og t.d álverið í Helguvík. Þá er framtíð Suðurnesja björt. Páll Valur Björnsson 1. sæti á lista Bjartrar fram- tíðar í Suðurkjördæmi. n sigursveinn þÓrðarson skrifar: Lagabálkur til varnar hagsmunum fjórflokksins þeim myndi ekki enda í þingsætum en myndi senda skýr skilaboð um að breyta kosningalöggjöfinni þannig að ægivald fjórflokksins á Alþingi okkar Íslendinga hverfi. Tímasett aðgerðaráætlun Það má segja að hver og einn ætti að geta fundið sitt framboð af þeim sjö nýju sem nú bjóða fram. Allt frá róttækum vinstri flokkum, nokkrum krataflokkum og síðan eru Hægri grænir, eina framboðið sem getur tal- ist hægra framboð. Við erum reyndar líka eina framboðið sem hefur tíma- sett þær aðgerðir sem ráðast á í. 17. júní 2013 verða öll verðtryggð hús- næðislán innkölluð og lánað aftur út í óverðtryggðum húsnæðislánum. 1. desember 2013 verða gjaldeyrishöft afnumin með upptöku ríkisdals. Það eru lausnir komnar fram. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málin á xg.is. Sigursveinn Þórðarson oddviti Hægri grænna í Suðurkjördæmi. Næsta blað kemur út á miðvikudag, 24. apríl. Skilafrestur greina er nk. sunnudag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.