Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Page 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Page 21
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 59 Landspítala virðist umtalsvert minni heldur en erlendis. Öndunarvélalungnabólga hérlendis virðist ekki valda hærri dánartíðni eins og erlendar rannsóknir hafa gjarnan sýnt fram á. Fjölónæmar bakteríur eru ekki eins stórt vandamál á íslandi og erlendis í tengslum við öndunarvélameðferð. V-04 Árangur skurðaðgerða við risablöðrum í lungum Sverrir I. Gunnarsson', Kristinn B. Jóhannsson1, Hilmir Ásgeirsson2, Marta Guðjónsdóttir3-5, Hans J. Beck3, Björn Magnússon4, Tómas Guðbjartsson1-5 'Hjarta- og lungnaskurðdeild og Hyflækningadeild Landspítala, 'Hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi, 4?jórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað,5 læknadeild Háskóla íslands sverrirguntmrsson@gmail.com Inngangur: Risablöðrur (giant bullae) £ lungum eru sjaldgæf fyrirbæri sem ná yfir að minnsta kosti 1/3 lungans. Þær greinast oftast í efri lungnablöðum miðaldra stórreykingamanna og skerða lungnastarfsemi með því að þrýsta á aðlægan lungnavef. Mælt er með skurðaðgerð ef einkenni eða fylgikvillar (til dæmis loftbrjóst) hafa gert vart við sig. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur aðgerða við risablöðrum hér á landi. Efniviður og aðferðir: Frá 1992-2008 gengust 12 sjúkl. (aldur 58 ár, 11 karlar) undir risablöðrubrottnám á Islandi. Stærð blaðranna var >30% af heildarrúmmáli lungans í öllum tilvikum og 8 sjúkl. höfðu blöðrur í báðum lungum. Flestir sjúklingarnir voru með alvarlega lungnaþembu (GOLD-stig III eða IV) og höfðu langa reykingasögu. Blöðrurnar voru fjarlægðar með fleygskurði (n=ll) eða blaðnámi, í gegnum bringubeins- (n=ll) eða brjóstholsskurð. Skráðir voru fylgikvillar og lifun. Niðurstöður: Aðgerðirnar tóku 91 mín. að meðaltali (bil 75- 150) og fylgikvillar komu ekki fyrir í aðgerð. FEVj mældist að meðaltali 1,0 L fyrir aðgerð (33% af spáðu) og FVC 2,9 L (68% af spáðu), en 2 mán. eftir aðgerð voru sömu gildi 1,8 L (58% af spáðu) (p=0,015) og 3,1 L (81% af spáðu) (p=0,6). Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru viðvarandi loftleki (>7 d.) (n=9), lungnabólga (n=2) og bringubeinslos (n=l). Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina og útskrifuðust heim, að jafnaði 36 d. frá aðgerð (bil 10-74). Þrír sjúklingar þurftu heimasúrefni fyrir aðgerð en aðeins einn eftir aðgerð. I dag (1. mars 2009) eru sjö sjúklinganna á lífi en hinir fimm létust að meðaltali 9 árum frá aðgerð (100% 5 ára lífshorfur). Alyktun: Arangur aðgerða við risablöðrum á Islandi verður að teljast góður. Marktækur bati varð á FEVj, alvarlegir fylgikvillar voru sjaldgæfir og allir sjúklingarnir voru á lífi 5 árum frá aðgerð. Viðvarandi loftleki eftir aðgerð er algengt vandamál og lengir legutíma verulega. V-05 Kalkflögukrabbamein í kviðarholi: Fyrsta skráða tilfellið á íslandi Magnús Sveinsson, Elsa Björk Valsdóttir Skurðlækningadeild Landspítala mngnussv@landspitali.is Inngangur: Kalkflögukrabbamein (psammocarcinoma) er fátíð tegund kirtilfrumuæxla (adenocarcinoma) sem upprunnin eru frá eggjastokkum eða lífhimnu. Þessi æxli eru lítt ífarandi og meðferð er fyrst og fremst fólgin í skurðaðgerð. Erlendis hefur verið lýst 25 tilfellum og hér er kynnt fyrsta íslenska tilfellið sem vitað er um. Tilfelli: 71 árs gömul kona leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna kviðverkja sem í fyrstu fannst engin skýring á. Hún var að lokum greind með mjógirnisstíflu og vökva í kviðarholi og tekin til aðgerðar. Við aðgerðina kom í ljós mikil sarpamyndun á ristli, samvextir, frír kviðarholsvökvi og að því er virtist rof á ristli á þremur stöðum. Brottnám var gert á hægri ristli, fjarhluta smágirnis og bugðuristli en einnig lagt út ristilstóma. Vefjarannsókn sýndi æxlisvöxt á ytra yfirborði garnarinnar og ífarandi vöxt í garnavegginn af kirtilmyndandi frumum. Einnig sáust ríkulegar kalkanir á yfirborði garnarinnar, svokallaðir psammoma bodies, sem eru dæmigerðar fyrir kalkflögukrabbamein. Henni farnaðist vel eftir aðgerðina og útskrifaðist 45 dögum frá fyrstu innlögn. Hún fékk síðan meðferð með tamoxífeni og cisplatíni og er við góða heilsu í dag, 7 mánuðum frá aðgerð. Ályktun og umræður: Vefjafræði og einkenni þessa tilfellis svipar mjög til tilfella sem lýst hefur verið áður. Nær undantekningarlaust hafa þessi tilfelli greinst í konum, oftast á miðjum aldri (bil 27-83 ár). Algengustu einkenni eru kviðverkir, staðbundnir eða dreifðir, ógleði/uppköst, fyrirferð í kvið, megrun og blæðingar frá legi. Kalkflögukrabbamein eru oftast hægt vaxandi og skurðaðgerð er sú meðferð sem hefur bestan árangur sýnt. V-06 Kalkvakaóhóf vegna stækkaðs kalkkirtils á villigötum. - Sjúkratilfelli Hrund Þórhallsdóttir', Kristján Skúli Ásgeirssonu, Maríanna Garðarsdóttir2, Tómas Guðbjartsson1-3 ]Skurðdeild og 2myndgreiningardeild Landspítala, 3læknadeild HÍ lmmdth@Iandspitali.is Inngangur: Kalkvaki (PTH) er framleiddur af fjórum kalkkirtlum sem oftast eru staðsettir aftan við skjaldkirtil. Við góðkynja stækkrm kalkirtils getur sést svokallað kalkvakaóhóf (primary hyperthyroidism). í einstaka tilfellum geta stækkaðir kalkkirtlar fundist utan hálssvæðis. Hér er lýst slíku tilfelli. Tilfelli: 72ja ára maður með fyrri sögu um háþrýsting og vinstri helftarlömun leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna dreifðra lið- og vöðvaverkja. Hann hafði einnig fundið fyrir miklum stirðleika, þreytu og minnisleysi. Við skoðun bar á rugli, bólgu í smáliðum handa og eymsli í nærvöðvum efri og neðri útlima. Blóðprufur við innlögn sýndu S-CRP 140 mg/L en ekki fundust merki um sýkingar og reyndust gigtarpróf eðlileg. Daginn eftir komu var mælt S-jóniserað Ca2+ og reyndist það hækkað (1,53 mmol/L), einnig S-PTH (215 ng/L). Ómskoðun af hálsi sýndi ekki með vissu stækkun á kalkkirtlum. Því var fengið kalkkirtlaskann sem sýndi upptöku á 1,5 cm fyrirferð í fremri hluta miðmætis sem á TS var í hæð við neðanverðan ósæðarboga. Gerð var skurðaðgerð, fyrst hálsskurður en svo reyndist nauðsynlegt að opna bringubein til þess að komast LÆKNAblaðið 2009/95 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.