Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 25
XIX ÞING LYFLÆKNA
FYLGIRIT 65
V036 Er sykursýkislyfið metformín verndandi gegn krabbameini?
Gunnar Jóhannsson', Helgi Sigurðsson2, Valgarður Egilsson3, Matthías Halldórsson4, Jón G.
Jónasson3
'Læknadeild Háskóla íslands, 2krabbameinslækningadeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði,
Landspítala, 4landlækni, landlæknisembættinu
Inngangur: Nóbelsverðlaunahafinn Otto Warburg lýsti því fyrstur að
efnaskipti æxla væru frábrugðin öðrum frumum, þau væru að mestu í
glýkólýsu. Nú er álitið að með því að hafa áhrif á glýkólýsu megi hindra
vöxt æxla. Metformín er algengt sykursýkislyf sem dregur úr insúlín
viðnámi sykursjúkra. Virkni lyfsins er aðallega um AMP-virkjaðan
kínasa, orkunema sem er talirrn miðpunktur efnaskiptastjórnunar
frumna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort metformín hefði
verndandi áhrif gegn krabbameini eða stuðli að bættum horfum þeirra
sem taka það.
Efniviður og aðferðir: Samkeyrsla á upplýsingum um lyf úr
Lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins við Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands. Borin var saman áhætta á krabbameinum
og lifun einstaklinga á metformíni, súlfónýlúreu og þeim sem voru á
báðum lyfjum. Ennfremur voru hóparnir paraðir við viðmiðunarþýði
úr þjóðskrá.
Niðurstöður: 3157 einstaklingar sem ekki höfðu fengið æxli fyrir
rannsóknartímabilið leystu út lyfin (metformín 1608, sýlfónýlúrea 560,
bæði 989). Miðað við viðmiðunarhóp (12.628) eru um 40% auknar líkur
á krabbameinum hjá notendum sykursýkislyfja. Krabbameinssjúklingar
á sykursýkislyfjum eru 10% líklegri til að látast. Ekki var marktækur
munur á nýgengi krabbameina hjá þeim sem tóku metformín eitt og
sér miðað við þá sem voru á súlfónýlúreu. Marktækt verri lifun var hjá
einstaklingum á sýlfónýlúreu miðað við viðmiðunarhóp. Þeir sem voru
eingöngu á metformíni höfðu jafn langa lifun og viðmiðunarhópur sinn.
Ályktanir: Einstaklingar með sykursýki eru í verulega aukinni áhættu
á að fá krabbamein. Metformín hefur hagstæð áhrif á lífshorfur þeirra
sem taka sykursýkislyf og greinast með krabbamein umfram önnur
sykursýkislyf. Þessi rannsókn gat ekki sýnt fram á fyrirbyggjandi áhrif
metformíns á myndun krabbameina.
V037 Hodgkins-eitilfrumuæxli á íslandi - klínísk og meinafræðileg
rannsókn
Hallgerður Kristjánsdóttiru, Brynjar Viðarsson', Friðbjöm Sigurðsson1, Bjami A. Agnarsson-1
'Lyflækningasvið Landspítala, flæknadeild Háskóla íslands,5rannsóknarstofu í meinafræði
Landspítala
Inngangur: Hodgkin-eitilfrumukrabbamein (Hodgkin lymphoma, HL)
er sjaldgæft krabbamein og er aldursstaðlað nýgengi 2-3 per 100.000
íbúa í hinum vestræna heimi. Á síðastliðinni hálfri öld hefur HL farið
frá því að vera ólæknandi í að vera oftast læknanlegur sjúkdómur með
fimm ára lifun yfir 80%.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust frá Krabbameinsskrá
fslands um alla þá sem greindust með HL frá 1990-2005. Sjúkraskrár
voru yfirfarnar og klínískum og meðferðartengdum upplýsingum
safnað. Vefjasýni úr eitlum voru yfirfarin, gert tissue microarray
og ónæmisfræðilegar litanir á sýnum framkvæmdar. Gerðar voru
lifunargreiningar með Kaplan-Meier aðferð og Cox lfkani. Niðurstöður
voru taldar marktækar ef p<0.05.
Niðurstöður: Alls voru 105 sjúklingar greindir með HL og aldursstaðlað
nýgengi því 2.05 per 100.000 íbúa. Rannsóknin sýndi að á íslandi er
nýgengi hæst hjá ungum fullorðnum og eftir 70 ára aldur. Kynjahlutfallið
var þrír karlar fyrir hverjar tvær konur. Algengasti vefjaimdirflokkurinn
var nodular sclerosis. Fimm ára lifun var 81%. í einþáttalifunargreiningu
voru eftirfarandi þættir tengdir verri lifun: kvenkyn, aldur 60 ára og
eldri, sjúkdómur á stigi III/IV, sjúkdómur neðan þindar, undirflokkar
aðrir en nodular sclerosis eða mixed cellularity og tap á MUMl
tjáningu. í fjölþáttalifunargreiningu var eingöngu hækkandi aldur og
fyrirferðarmikill sjúkdómur tengdir verri lifun.
Ályktanir: HL á íslandi er svipaður sj úkdómur og HL í öðrum Vestrænum
löndum hvað varðar klíníska og meinafræðilega þætti. Niðurstöður úr
ónæmisfræðilegum litunum fylgja að mestu niðurstöðum eins og sést
hafa í öðrum rannsóknum. Hækkandi aldur var sterkur neikvæður
forspárþáttur og fyrirferðarmikill sjúkdómur mögulegur neikvæður
áhættuþáttur.
V038 Notkun blóðfitulækkandi statínlyfja og áhrif þeirra á tíðni
krabbameina og lífshorfur
Þórunn Halldóra Þórðardóttir1, Valgarður Egilsson2, Jón Gunnlaugur Jónasson3, Matthías
Halldórsson4, Ólafur B. Einarsson5, Helgi Sigurðsson6
'Læknadeild Háskóla íslands, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands, 4stjómunarsviði, Sheilbrigðistölfræðisviði landlæknisembættisins,
6krabbameinslækningadeild Landspítala
Inngangur: Statínlyf eru HMG-CoA reduktasa hindrar sem sporna við
kólesterólmyndun mevalónat boðleiðar. Tengsl þeirra við krabbamein
hafa verið umdeild og rannsóknir á statínnotendum gefið misvísandi
niðurstöður, allt frá aukinni krabbameinsáhættu yfir í verndandi
áhrif. Statín sýna þó óyggjandi hömlun á æxlisvöxt í rækt. Markmið
rannsóknarinnar var að athuga krabbameinstíðni meðal statínnotenda
og lífshorfur þeirra almennt sem og eftir greiningu krabbameins.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn þýðisrannsókn með samkeyrslu á
Lyfjagagnagrunni og Krabbameinsskrá. Úr Lyfjagagnagrunni fengust
14.281 einstaklingar sem notuðu statín á árunum 2003-2004. Úr þjóðskrá
fengust 15.953 viðmið sem ekki tóku statín á tímabilinu. Samkeyrsla
við Krabbameinsskrá upplýsti um krabbameinstilfelli og dauðsföll í
hvorum hóp fyrir sig frá og með 2005. Hópunum var fylgt eftir fram til
2010.
Niðurstöður: Ekki fannst marktækur munur á krabbameinstíðni milli
hópa (p=0,41). Marktækt verri lifun fannst í rannsóknarþýði, í heild og
eftir krabbameinsgreiningu. Rannsóknarþýði takmarkað við notendur
fitusækinna statína gaf sambærilegar niðurstöður en þeir eru ekki
í marktækt meiri áhættu að greinast með krabbamein samanborið
við viðmiðunarhóp (OR=1,06, 95% vikmörk 0,84-1,33). Þeir eru í
hlutfallslega 163% aukinni áhættu að láta lífið á tímabilinu (6,8% af
rannsóknarþýði lést (100/1.471) en 2,7% af viðmiðunarhóp (248/9.204))
og 102% aukinni áhættu að láta lífið eftir greiningu krabbameins (31,5%
af þýði (29/92) samanborið við 18,5% (101/545)). Hlutfallsleg umfram
áhætta lækkaði því eftir krabbameinsgreiningu. Fjölþáttagreining sýnir
að statín séu verndandi eftir greiningu krabbameins.
Ályktanir: Ekki er munur á krabbameinstíðni milli hópa en statínnotkun
virðist fela í sér verndandi áhrif eftir greiningu krabbameins
V039 Notkun kvenhormónalyfja eftir tíðahvörf - áhrif á tíðni
krabbameina og lífshorfur
Elín Ama Aspelund1, Valgarður Egilsson2, Jón Gunnlaugur Jónasson3, Matthías Halldórsson4,
ólafur B. Einarsson5, Helgi Sigurðsson6
‘Læknadeild Háskóla íslands, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands, 4stjómunarsviði, 5heilbrigðistölfræðisviði landlæknisembættisins,
6krabbameinslækningadeild Landspítala
Inngangur: Niðurstöður stórra rannsókna hafa sýnt fram á tengsl milli
LÆKNAblaðið 2010/96 25