Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Side 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Side 38
XIX ÞI N G LYFLÆKNA F Y L G I R I T 6 5 (P=0,029). Sykursjúkir reyndust hafa marktækt skemmri endingartíma náttúrulegra fistla en þeir sem ekki voru með sykursýki (P=0,028). Alyktanir: Niðurstöður okkar sýna að hátt hlutfall fistla eru af náttúrulegum toga en dræmur þroski þeirra gæti það verið ein af ástæðum þess hve margir sjúklingar hefja blóðskilun um legg. Athyglisvert er að endingartími gerviæðarfistla er svipaður og náttúrulegra fistla. V079 Bráður nýrnaskaði eftir kransæðahjáveituaðgerðir á íslandi Sólveig Helgadóttir", Ólafur S. Indriöason2, Gísli Sigurðsson", Martin I. Sigurösson4, Hannes Sigurjónsson4, Tómas Guðbjartsson'4 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2nýmalækningaeiningu, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala, 4læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er alvarlegur fylgikvilli hjartaaðgerða og áhættuþáttur fyrir lakari útkomu. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna í fyrsta sinn tíðni BNS í kjölfar hjartaaðgerða á Landspítala, með hliðsjón af hinum alþjóðlega viðurkenndu RIFLE- skilmerkjum. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn er náði til sjúklinga sem gengust undir kransæðaaðgerð á Landspítala 2002-2006. Farið var yfir sjúkra- og svæfingarskrár og fjölbreytugreining nýtt til úrvinnslu gagna. Niðurstöður: Af 720 sjúklingum greindust 112 (15,5%) með BNS; 70 féllu í RISK-flokk, 22 í INJURY- og 16 í FAILURE-flokk. Af þeim fengu 14 (12,5%) skilunarmeðferð í framhaldinu. Sjúklingar með BNS voru 3,9 árum eldri, með lægri gaukulsíunarhraða (71 sbr. við 78 mL/ mín/l,73m2, p<0,001) og útstreymisbrot (EF) (49 sbr. 53%, p=0,02) en hærra EuroSCORE (7,1 sbr. 4,4, p<0,001), auk þess sem fleiri féllu í NYHA-flokk III-IV fyrir aðgerð. Háþrýstingur var algengari í BNS- hópnum (71% sbr. 60%, p<0,001) en ekki reyndist marktækur munur á öðrum þekktum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma, umfangi kransæðasjúkdóms eða hlutfalli aðgerða á sláandi hjarta. í BNS-hóp voru fleiri bráðaaðgerðir (13% sbr. 2%, p<0,001) og tími á hjarta- og lungnavél var lengri (100 sbr. 83 mín, p<0,001). Sjúklingar með BNS lágu 8 dögum lengur á sjúkrahúsi og höfðu 6-falt hærri dánartíðni <30 daga (11,1% sbr. 1,8%, p<0,001). I fjölþáttagreiningu reyndust bráðaðgerð (OR 5,97), háþrýstingur (OR 1,78) og hátt EuroSCORE (OR 1,16) sjálfstæðir áhættuþættir fyrir BNS. Alyktanir: Samkvæmt RIFLE-skilmerkjum hlutu tæplega 16% sjúklinga BNS eftir kransæðaaðgerð á Landspítala. Reyndist sjúkrahússlega þeirra lengri og dánartíðni umtalsvert hærri sem er sambærilegt við niðurstöður erlendra rannsókna. Sjúklingar sem fara í bráðaaðgerð, eru með sögu um háþrýsting eða hátt EuroSCORE eru í sérstakri áhættu að fá BNS. V080 Dreifing blóðþrýstings, tengsl við líkamsþyngdarstuðul og algengi háþrýstings í 9-10 ára börnum á íslandi Sandra D. Slcinþórsdóttir1, Sigríður B. Elíasdóttir1, Ólafur S. Indriðason2, Inger M. Ágústsdóttir3, Hróðmar Helgason1, Runólfur Pálsson", Viðar Eðvarðsson" 'Læknadeild Háskóla íslands, 2nýmalækningaeiningu, 3Bamaspítala Hringsins, Landspítala Inngangur: Algengi háþrýstings meðal bama hefur aukist samkvæmt nýlegum erlendum rannsóknum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi háþrýstings, dreifingu blóðþrýstings (BÞ) og tengsl BÞ við líkamsþyngdarstuðul (LÞS) meðal barna hér á landi. Efniviður og aðferðir: Börnum í öllum grunnskólum á höfuðborgar- svæðinu sem fædd voru 1998 var boðin þátttaka. I upphafi var BÞ mældur í fjögur skipti í sitjandi stöðu með mínútu millibili á skólatíma. Börn með BÞ a95. hundraðsröð að meðaltali við fyrstu mælingu voru mæld aftur á sama hátt tveimur vikum síðar og væri meðaltal BÞ þá &95. hundraðsröð var þriðja mælingalotan framkvæmd á LSH. Börn með BÞ a95. hundraðsröð í öll skiptin voru talin hafa hækkaðan blóðþrýsting. Fengnar voru upplýsingar um kyn, hæð og þyngd og LÞS reiknaður. Hundraðsröð og fjórðungsbil BÞ var reiknað út frá gögnum um BÞ í bandarískum bömum. Niðurstöður: BÞ var mældur hjá 1023 börnum í samtals 39 grunnskólum. Af 989 bömum sem áttu fullnægjandi gögn, vom 496 stúlkur (50,2%). Við fyrstu mælingu voru meðaltalsgildi BÞ stúlkna 111/63 mm Hg og drengja 112/64 mm Hg (p<0,001). Við fyrstu mælingu voru 0,5%, 9,7%, 29,8% og 60% barna með slagbilsþrýsting (SBÞ) og 3,4%, 32,5%, 49,5% og 14,6% með hlébilsþrýsting í 1., 2., 3. og 4. fjórðungi. Meðaltal SBÞ var 95. hundraðsröð hjá 13,1%, 6,0% og 3,0% barnanna eftir fyrstu, aðra og þriðju mælingarlotu. Af 30 börnum með hækkaðan BÞ reyndust 6 hafa eðlilegan sólarhringsblóðþrýsting og voru talin hafa hvítsloppaháþrýsting. Háþrýstingur var greindur hjá 24 bömum (2,4%). Jákvæð fylgni var milli SBÞ og LÞS (r=0,261, p<0,001) og höfðu 10% of feitra barna háþrýsting. Alyktanir: Algengi frumkomins háþrýstings meðal 9-10 ára íslenskra barna er lægra en í nýlegum bandarískum og evrópskum rannsóknum en svipað og í bandarískum rannsóknum á 7. áratug síðustu aldar. Sterk fylgni er milli blóðþrýstings og LÞS og gæti munur á algengi háþrýstings því stafað af mismunandi holdafari. V081 Samanburður á sjálfvirkum og handvirkum blóðþrýstingsmælingum hjá 9-10 ára börnum á íslandi Sigríður B. Elíasdóttir1, Sandra D. Steinþórsdóttir1, Runólfur Pálsson1-3, Ólafur S. Indriðason2, Viðar Eðvarðsson1-3 'Læknadeild Háskóla íslands, 2nýmalækningaeiningu, 3Bamaspítala Hringsins, Landspítala Inngangur: Notkun sjálfvirkra blóðþrýstingsmæla hefur aukist gríðarlega í bamalækningum en rannsóknum ber ekki saman um áreiðanleika þeirra. Hlgangur rannsóknarinnar var að kanna mismun á blóðþrýstingi (BÞ) mældum með sjálfvirkum mæli (SM) og handvirkum mæli (HM) hjá 9-10 ára bömum. Efniviður og aðferðir: BÞ var mældur hjá 1023 skólabörnum sem fædd voru 1998 og var þeim slembiraðað í tvo hópa. í hópi 1 var hvert barn mælt í tvígang með HM og svo tvisvar með SM og það sama var gert í hópi 2 en í öfugri röð. Hópamir voru bornir saman með t-prófi og X2- prófi. Niðurstöður: Af 980 börnum sem áttu fullnægjandi gögn voru 520 í hópi 1 og 459 í hópi 2. Enginn munur var á hópunum m.t.t. kyns, hæðar eða líkamsþyngdarstuðuls. Fyrsta mæling slagbilsþrýstings (SBÞ) var hærri með SM en HM (115±10 á móti 113±8 mm Hg, p<0,001). Enginn munur var á annarri og þriðju mælingu en við fjórðu mælingu var SBÞ lægri með SM (108±10 á móti 110±8 mm Hg, p=0,006). Ekki var munur milli fyrstu mælinga hlébilsþrýstings (HBÞ) en við aðra, þriðju og fjórðu mælingu mældist HBÞ lægri með SM en HM (61±8 á móti 64±6, p<0,001, 61±7 á móti 65±7, p<0,001 og 60±7 á móti 65±7 mm Hg, p<0,001). Meðaltalsgildi SBÞ var 112±8 mm Hg með SM en 111±8 með HM (p=0,011) og meðaltalsgildi HBÞ var 63±5 mm Hg með SM og 64±6 mm Hg með HM (p<0,001). Þegar meðaltal mælinga var skoðað reyndust 15,9% hafa hækkaðan SBÞ (a95. hundraðsröð) með SM en 14,0% með HM. Helmingur þeirra sem mældust með hækkaðan SBÞ með annarri aðferðinni reyndist vera trndir 95. hundraðsröð SBÞ með hinni. Alyktanir: Okkar niðurstöður benda til nokkurs misræmis milli 38 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.