Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 37
XIX ÞING LYFLÆKNA
FYLGIRIT 65
Nýrnalæknir var með í ráðum hjá 76% sjúklinga. í 36% tilfella ráðlagði
læknir frá meðferð, 23% sjúklinga höfnuðu meðferð og í 18% tilfella
var ákvörðun um að beita ekki meðferð sameiginleg. Sex sjúklingar
(8%) voru búnir undir meðferð en létust áður en hún hófst og hjá 10
einkennalitlum sjúklingum (13%) hafði ákvörðun um meðferð ekki verið
tekin. Níu sjúklingar voru á lífi við lok rarmsóknartímabilsins. Hjarta- og
æðasjúkdómar (54%) og nýrnabilun (23%) voru helstu dánarorsakir.
Ályktanir: Þriðjungur sjúklinga sem fá LSNB á íslandi hljóta ekki
meðferð en þó er nýgengi LSNB lágt miðað við önnur vestræn ríki.
Flestir þessara sjúklinga eru aldraðir og með marga fylgisjúkdóma og
hefðu því líklega ekki mikinn ávinning af skilunarmeðferð.
V076 Tíðni sjúkrahúsinnlagna meðal skilunarsjúklinga á íslandi
Dóra Hrla Þórhallsdóltir', Runólfur I’álsson1-, Ólafur Skúli Indriðason2
'Læknadeild Háskóla íslands, 2nýmalækningaeiningu Landspítala
Inngangur: Tíðni sjúkrahúsinnlagna er einn þeirra mæiikvarða sem
notaðir eru til að meta alvarleika veikinda og árangur meðferðar
skilunarsjúklinga. Tilgangur rannsóknarinnar var að karxna tíðni og
orsakir innlagna meðal skilunarsjúklinga á Islandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til allra
sjúklinga sem gengust undir meðferð á skilimardeild Landspítala 2000-
2009. Upplýsinga um sjúklinga var aflað úr sjúkraskrám, m.a. um allar
irmlagnir á sjúkrahús, sjúkdómsgreiningar og lengd legu. Hópar voru
bornir saman með Wilcoxon-Mann-Whitney og kí-kvaðrat prófum.
Niðurstöður: Fjöldi skilunarsjúklinga á tímabilinu var 249, þar af 153
karlar (61,4%). Alls voru 149 (59,8%) í blóðskilun, 59 (23,7%) í kviðskilun
og 41 (16,5%) reyndu báðar tegundir. Meðalaldur við upphaf skilunar
var 61,4 ± 18,8 ár. Voru 17 (6,8%) með engan skráðan fylgisjúkdóm, 71
(28,5%) með einn, 69 (27,7%) með tvo og 92 (36,9%) með þrjá. Tíðni
innlagna (miðgildi (spönn)) var 2,4 (0-46,6) á hvem sjúkling á ári. Tíðni
innlagna var marktækt hærri hjá sjúklingum með 2 fylgisjúkdóma
en þeim sem höfðu <2 fylgisjúkdóma (2,6 á móti 1,6 á ári, P=0,004).
Meðallengd sjúkrahúslegu var 4 (1-180) dagar. Marktækur munur var
á lengd legu blóðskilunar- og kviðskilunarsjúklinga (4,0 dagar á móti
6,0, P<0,001) og hjá sjúklingum <65 ára og 65 ára (4,0 dagar á móti 6,0,
P<0,001). Hjarta- og æðasjúkdómar voru algengasta orsök irmlagnar
(20,0%). Vandamál í tengslum við skilunaraðgengi lágu að baki 10,7%
irmlagna.
Ályktanir: Tíðni sjúkrahúsinnlagna meðal skilunarsjúklinga er há hér
á landi miðað við önnur lönd. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta
orsök innlagna en einnig er stór hluti vegna vandamála er tengjast
skilunaraðgengi. Auk þess að rýra lífsgæði sjúklinga fylgir sjúkrahúsvist
mikill kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið.
V077 Framrás gauklasjúkdóma - áhrif valinna áhættuþátta
Konstantfn Shcherbak', Ólafur Skúli Indriðason2, Viðar Eðvarðsson3, Jóhannes Bjömsson2'5,
Runólfur Pálsson2'5
'Öldrunarlækningaeiningu, 2nýmalækningaeiningu, 3Bamaspítala Hringsins, 4rannsóknarstofu
í meinafræði, Landspítala, 3læknadeild Háskóia íslands
Inngartgur: Gauklasjúkdómar geta valdið lokastigsnýrnabilxm (LSNB)
en framvinda þeirra hefur lítið verið rarmsökuð í almennu þýði.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að karma áhrif ýmissa áhættuþátta á
framrás gauklasjúkdóma.
Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rarmsókn á einstaklingum
sem greindust með gauklasjúkdóm með töku vefjasýnis á árunum 1983-
2002. Upplýsingar um afdrif sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrám
Landspítala og íslensku nýrnabilunarskrármi. Notuð var Cox
aðhvarfsgreining og Kaplan-Meier lifunargreining til að kanna tengsl
áhættuþátta við lifun og LSNB.
Niðurstöður: Vefjasýni frá 281 einstaklingi leiddu til 286 greininga
á gauklasjúkdómi. Upplýsingar um afdrif voru aðgengilegar í 280
tilvikum. Gauklasjúkdómum fylgdi hærri dánartíðni en í almennu
þýði (hlutfallsleg áhætta (HÁ)=1,8, p<0,001). Hæst var áhættan hjá
sjúklingum með gauklabóigu af völdum rauðra úlfa (HÁ=15,9) og
mýlildi (HÁ=14,7) en ekki var marktækt aukin áhætta fyrir sjúklinga
með IgA-nýmamein eða FSGS. Án leiðréttingar fyrir aðra þætti höfðu
aldur við greiningu (HÁ=2,2 fyrir hver 10 ár, p<0,001), saga um
háþrýsting (HÁ=5,3, p<0,001), saga um fjölkerfasjúkdóm (HÁ=2,3,
p<0,001), lækkun r-GSH (HÁ=0,7 fyrir hverja 10 ml/mín./l,73 m2,
p<0,001), hlutfall af bandvefsumynduðum gauklum í vefjasýni
(HÁ=1,3 fyrir hver 10%, p<0,001) ásamt próteinmigu og birtingarmynd
sjúkdómsins mest tengsl við lifun. Sömu breytur höfðu líka sterkast
forspárgildi fyrir LSNB að undanskildri sögu um fjölkerfasjúkdóm.
Mest var hætta á LSNB eða dauða þegar gauklasjúkdómur einkenndist
af bráðri nýrnabilun (^^^^=32,0 og HÁdauði=12,2, p<0,001) eða
nýrungaheilkenni (HÁ^^O og HÁdauð.=8,2, p<0,001).
Ályktanir: Dánartíðni einstaklinga með gauklasjúkdóm er nær tvöföld
miðað við almerxnt þýði en er þó mismunandi fyrir einstaka sjúkdóma.
Gauklasjúkdómar virðast hafa sameiginlega áhættuþætti fyrir slæma
framvindu og vega þar bráð nýmabilun við greiningu, saga um
háþrýsting og próteirxmiga þyngst.
V078 Myndun og endingartími æðaaðgengis í
blóðskilunarsjúklingum
Steinþór Runóitsson’, Ólafur Skúli Indriöason1-2, Elín Laxdal1-3,4, Lilja Þyri Bjömsdóttir3,
Runólfur Pálsson1-2
'Læknadeild Háskóla íslands, 2nýmalækningaeiningu, 3æðaskurðlækningaeiningu Landspítala,
4Department of Surgical Sciences, háskólanum í Bergen, Noregi
Inngangur: Æðaaðgengi sem tryggir ríkulegt blóðflæði er nauðsynleg
forsenda árangursríkrar blóðskilunarmeðferðar. Markmið rannsóknar-
irxnar var að kanna tíðni og endingartíma mismunandi tegunda
æðaaðgengis fyrir blóðskilun á fslandi.
Efniviður og aðferðir: Rarxnsóknin var afturvirk og náði til allra
sjúklinga sem hófu blóðskilun á skilunardeild Landspítala á tímabilinu
2000-2009. Aflað var upplýsinga úr sjúkraskrám, m.a. um tímasetningu
upphafs og loka blóðskilunar og tegund og staðsetningu æðaaðgengis.
Þroskunar og endingartími æðaaðgengis var metirxn með Kaplan-Meier
aðferð og hópar bornir saman með log-rank prófi.
Niðurstöður: Á tímabilinu voru mynduð 282 æðaaðgengi hjá
145 sjúklingum, 86 körlum og 59 konum. Meðalaldur við upphaf
bióðskilunar var 61,5 ±18,2 ár og hlutfall sykursjúkra var 24,1%. Hjá
75 sjúklingum (51,7%) hófst blóðskilun um fistil en 70 (48,3%) byrjuðu
meðferðina um legg. Á tímabilinu fengu 41,1% sjúklinga eitt aðgengi,
35,2% tvö aðgengi og 23,4% þrjú eða fleiri. Af 203 fistlum voru 163
(80,3%) náttúrulegir og gerviæðarfistlar voru 40 (19,7%). Upplýsingar
um þroskunar- og endingartíma voru tiltækar fyrir 193 fistla. Þar af urðu
32 náttúrulegir og 3 gerviæðarfistlar ekki nothæfir (P=0,23). Miðgildi
þroskunartxma annarra fistla var 77 (1-805) dagar fyrir náttúrulega
fistla en 28 (1-196) dagar fyrir gerviæðarfistla (P<0,001). Endingartími
náttúrulegra fistla (n=163) var 516 (0-3559) dagar en gerviæðarfistla
(n=30) 587 (0-2051) dagar (P=0,56). Fistlar sjúklinga sem voru yngri
en 65 ára höfðu marktækt betri endingartíma en þeirra sem eldri voru
LÆKNAblaðið 2010/96 37