Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Side 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Side 42
XIX Þ I N G LYFLÆKNA F Y L G 1 R I T 6 5 hósta, augneinkennum og munnþurrki (38-41%) á meðan öskufalli stóð. Einkenni áfallastreitu voru til staðar hjá 7% fullorðinna og 13% greindu frá andlegri vanlíðan í læknisviðtali. Helstu einkenni hjá börnum voru kvíði og/eða áhyggjur (30%), einkenni frá öndunarfærum (26%) og höfuðverkir (9%) á meðan öskufalli stóð. Böm með astma (15%) upplifðu öll versnun á öndunarfæraeinkennum. Ályktanir: fbúar á öskufallssvæði virðast ekki finna fyrir alvarlegum heilsubrest í kjölfar þessa eldgos. Samt sem áður upplifðu margir talsvert af einkennum á meðan öskufalli stóð, einkum fólk með undirliggjandi sjúkdóma, likamlega eða andlega. Því er full ástæða til að hafa sérstakt eftirlit með þeim hópum. V092 Skráning og mat á ávinningi íhlutana lyfjafræðinga á deildum Landspítala Brynja Sólmundsdóttir', Anna Bima Almarsdóttir1, !>órunn Guðmundsdóttir2, Anna Gunnarsdóttir2, Pétur Gunnarsson1 'Lyfjafræðideild Háskóla íslands, 2Sjúkrahúsapótekinu, Landspítala, 3Actavis Inngangur: Mikilvægt er að skrá upplýsingar um klíníska þjónustu lyfjafræðinga til að sýna fram á vinnuframlag þeirra og þjónustu og til að fá heilsteyptari mynd af störfum þeirra á LSH. Þrír lyfjafræðingar veita að staðaldri klíníska þjónustu á fjórum legudeildum LSH. Þeir taka m.a. þátt í þverfaglegri teymisvinnu með þátttöku í stofugangi, flettifundum og innliti á deild, en skrá einnig lyfjasögu sjúklings við innlögn og veita útskriftarviðtal. Markmið rannsóknarinnar var að endurhanna og prófa skráningarblað fyrir fhlutanir lyfjafræðinga á LSH og að meta á markvissan hátt bæði klínískan og hagrænan kostnað og ávinning fhlutana. Efniviður og aðferðir: í byrjun var endurhannað skráningarblað sem lyfjafræðingarnir notuðu við skráningu á íhlutunum meðan á gagnasöfnun stóð. Þrenns konar flokkunarkerfi voru notuð, í fyrsta lagi til að meta lyfjatengd vandamál, í öðru lagi til að meta gerðir ihlutana og í þriðja lagi til að meta klínísk áhrif íhlutana. Niðurstöður: Flestar íhlutanir voru framkvæmdar á stofugangi eða fundi (56,4%) og voru íhlutanir samþykktar í yfir 90% tilfella. Algengast var að íhlutanir lyfjafræðings tengdust tauga- og geðlyfjum (N) eða í 19,3% tilfella. íhlutanir voru metnar sem þýðingarmiklar í 53,4% tilfella og sem nokkuð þýðingarmikið - ekki þýðingarmikið í 30,7% tilfella. Erfitt var að leggja mat beinan kostnað fyrir allar íhlutanir en nokkur valin dæmi voru tekin sem gáfu vísbendingar hvers konar flúutanir leiða til spamaðar. Alls vom 98 íhlutanir skoðaðar (20,5% af öllum íhlutunum) sem leiddi til heildarsparnaðar yfir milljón króna. Ályktanir: I þessari rannsókn var ekki hægt að leggja fullt mat á spamað vegna þess að ekki lágu fyrir nægjanleg gögn til að meta beinan kostnað. Næsta skref snýr því að viðameiri greiningu á hagrænum áhrifum íhlutana lyfjafræðinga á LSH. V093 Svimi á slysa- og bráðadeild Árni Egill Ömólfsson', Ólöf Bima Margréfardóttir1, Einar Hjaltested', Hannes Petersen1 'Háls-, nef- og eymadeild Landspítala Inngangur: Kanna umfang og gæði uppvinnslu hjá sjúklingum sem leita á Slysa- og bráðadeild Landspítala (SBD) vegna svima. Efniviður og aðferðir: Allar komur á SBD þar sem svimi var aðalkvörtun sjúklings voru skoðaðar á aftursæjan hátt. Skoðaðir voru sérstaklega þrír rannsóknarþættir, 1) blóðprufur, 2) myndgreining og 3) álit sérfræðinga. Niðurstöður: Frá 1. nóvember 2008 til 28. febrúar 2009 fundust 163 tilfelli. Konur voru í meirihluta (63%). Meðalaldur kvenna var 54 ár (± 20 ár) og meðalaldur karla var 50 ár (± 21 ár). f 126 tilfellum (77%) vom teknar blóðpmfur. Tölvusneiðmynd (TS) af höfði var fengin í 65 tilfellum (40%) en í aðeins 2 tilfellum (3%) leiddu niðurstöður tölvusneiðmyndar til greiningar. í 27 tilfellum (17%) var gerð segulómun (MRI) af heila og í 2 tilfellum (12%) leiddu niðurstöður segulómmyndar til greiningar. Leitað var eftir sérfræðiáliti í 98 skipti í tengslum við 80 tilfelli. Álit sérfræðings leiddi til greiningar í 40 skipti. í langflestum tilfellum (144; 88,3%) kom ekki til innlagnar. Meðal dvalartími á bráðamóttöku hjá sjúklingum sem ekki lögðust inn var 4,3 (± 2,8) klst. í um þriðjungi tilfella (52; 32%) útskrifast sjúklingar án greiningar. Algengasta greiningin var BPPV (31 tilfelli; 19%). Hjá sjúklingum sem greindir vom með BPPV vom teknar blóðprufur í 20 tilfellum (65%), TS og/eða MRI í 20 tilfellum (65%) og í einungis 6 tilfellum (19%) var BPPV klínísk greining án nokkurra rannsókna. Skipt var í hópa eftir fjölda rannsóknaþátta sem notaðir voru við uppvinnslu og reyndist enginn marktækur munur á hversu margir útskrifast án greiningar. Ályktanir: Svimi er algeng kvörtun á SBD. Rannsóknum virðist vera ofaukið í mörgum tilfellum. Bæta þarf klíniska greiningargetu á BPPV. Þörf er á verkferlum við svimauppvinnslu. V094 Hvaða sjúkdómar valda verulegri hækkun á ALAT í blóðsermi? Rúnar Bragi Kvaran1, Hulda Ásbjömsdóttir2, Einar Stefán Björnsson12 'Læknadeild Háskóla íslands, 2meltingarlækningaeiningu Landspítala Inngangur: Alanín amínótransferasi (ALAT) er ensím í blóðsermi og vefjum líkamans, einna helst lifrinni. Hækkun ALAT er oftast talin vísbending um undirliggjandi sjúkdómsástand í lifur og við mikla hækkun er mikilvægt að greina ástæðu hækkunar sem fyrst. Efri mörk ALAT eru 45 U/L fyrir konur og 70 U/L fyrir karla. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna orsakir mikillar hækkunar ALAT á LSH auk þess að athuga hvort brugðist sé við rannsóknamiðurstöðunum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framsýn og er reglulega keyrð beiðni í tölvugagnagrunni rannsóknarstofu LSH sem skilar öllum rannsóknarniðurstöðum þar sem ALAT mælist yfir 400 U/L. Rannsóknin hófst í mars 2010 og stendur yfir í eitt ár. Sjúkraskrár sjúklinga með ALAT > 400 U/L eru rannsakaðar og upplýsingar um ALAT hækkun skráðar. Niðurstöður: Alls hafa 86 tilfelli verið skráð. Helstu orsakir voru gallsteinar í gallgangi (20%), blóðþurrð í lifur (19%), lifrarskaði af völdum lyfja (13%) og veirulifrarbólga (13%). Færri tilfelli voru af völdum krabbameins (6%), krabbameinslyfjameðferðar (5%), alkóhóls (3%) og annars. í 17 (20%) tilfellum var ekki minnst á ALAT hækkun sjúklings í sjúkraskrá hans en í 65% þeirra tilfella tókst rannsakendum að ákvarða orsök ALAT hækkunar út frá upplýsingum í sjúkraskrá. í 14 (19%) tilfellum var ekki hægt að ákvarða orsök hækkana á ALAT. Annars vegar var það vegna skorts á skráningu klínískra upplýsinga og hins vegar voru tilfelli þar sem ekki var hægt að greina orsök. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að gallsteinar í gallgangi og blóðþurrð í lifur eru algengustu orsakir ALAT hækkunar. Greinilegt er að í sumum tilfellum er ALAT hækkun ekki fylgt eftir af lækni. Bæta þarf úr eftirfylgni þar sem hækkun ALAT getur verið vísbending um alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm. 42 LÆKNAblaöið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.